Morgunblaðið - 04.10.2009, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 2009
Eftir Sæbjörn Valdimarsson
saebjorn@heimsnet.is
K
reppan sigldi hraðbyri inn
í fortíðina og velmegunin
að taka á ný við stjórn-
taumunum þegar árið
1939 gekk í garð. Reynd-
ar voru blikur á lofti, síðari heims-
styrjöldin að brjótast út í Evrópu og
Asíu en Bandaríkjamenn stóðu enn
utan við átökin. Níðingsverkið kennt
við Pearl Harbour enn í hartnær
tveggja ára fjarlægð og eftir harð-
ræði áratugarins sem var að renna
sitt skeið þyrptust íbúar í Vest-
urheimi í bíó sem aldrei fyrr. Kvik-
myndaverin kyntu óspart undir að-
sókninni með óvenju stórbrotnu
myndavali, ekkert var til sparað svo
áhorfendur gætu skemmt sér,
draumaverksmiðjan var á miklu
flugi.
Fram eftir árinu var furðu mikið
umleikis á kvikmyndasviðinu í Evr-
ópu, þótt „gamli heimurinn“ bærist á
banaspjót. Í frostbitinni Moskvuborg
var Pétur mikli frumsýnd í byrjun
mars, Fransmenn voru afkastamiklir
en stríðið batt enda á gróskuna með
haustinu og setti jafnframt mark sitt
á kvikmyndaiðnaðinn í öðrum lönd-
un, eins og Bretlandi, þar sem fram-
leiðslan datt niður í 40 myndir, sam-
anborið við 228 tveimur árum áður.
Vestur í Hollywood var aðra sögu
að segja, það var ljóst að árgang-
urinn yrði sterkur árið 1939. Miklu fé
hafði verið varið í kvikmyndagerð ár-
in á undan og það var að skila sér. Í
öðru lagi höfðu evrópskir leikstjórar
og handritshöfundar flykkst unn-
vörpum til Bandaríkjanna undan ógn
og dauðadómum Þriðja ríkisins. Ekki
aðeins listamenn og framleiðendur af
gyðingaættum, sem hafa löngum ver-
ið áberandi í kvikmyndaheiminum,
heldur sægur fólks af öðrum kyn-
þáttum, líkt og eftirlætisgoð þýskra,
leikkonan Marlene Dietrich. Hér á
eftir verða kynntar 10 bestu myndir
ársins, af nógu er að taka þegar það
er skoðað og sjálfsagt ekki allir full-
komlega sammála valinu á listann.
Á hverfanda hveli
(Victor Fleming)
Ef sanngirni er gætt þá hefur eitt
nafn vinninginn yfir ótrúlegt safn
stórmynda sem voru frumsýndar á
þessu merkisári. Það er að sjálfsögðu
Gone With the Wind, sem Arnór Sig-
urjónsson þýddi Á hverfanda hveli,
sem er ein snjallasta og lífseigasta
titilþýðing fyrr og síðar (þ.e.a.s. á
meðan við höfðum metnað til að sinna
móðurmálinu á þeim vettvangi). Hún
var frumsýnd með mikilli viðhöfn í
desember í suðurríkjaborginni Atl-
anta, þar sem aðalsenurnar voru
teknar. Hún fékk bullandi aðsókn,
frábæra dóma og mun tróna til eilífð-
arnóns á sínum stalli í sögunni.
Á hverfanda hveli tók inn óheyrða
summu í aðgangseyri, röskar 400
milljónir dala. Í gegnum árin var hún
endursýnd æ ofan í æ um allan heim,
ef þær tölur eru teknar með og öll
upphæðin framreiknuð á raunvirði
dagsins er þessi mikilfenglega, róm-
antíska stríðsmynd úr þrælastríðinu
með mest sóttu myndum allra tíma.
Á hverfanda hveli er byggð á met-
sölubók eftir Margaret Mitchell og
ákvað framleiðandinn, David O. Selz-
nick, að ekkert yrði til sparað til að
hádramatískt söguefnið yrði raun-
verulegra og glæsilegra en aðrar
kvikmyndir. Selznick var maðurinn á
bak við myndina, leikstjórnin er
reyndar skráð á Victor Fleming, en
hann varð jafnan að lúffa fyrir Selz-
nick og lét ekki sjá sig á frumsýning-
unni. Reyndar komu fjórir leik-
stjórar og fimmtán
handritshöfundar, þ.á m. F. Scott
Fitzgerald og Ben Hect, að myndinni
á einhverjum tímapunkti. Kvik-
myndagerðin var því enginn dans á
rósum og var fyrsti leikstjórinn,
George Cukor, rekinn eftir árekstra
við stjörnuna Clark Gable, sem var
valinn af aðdáendum bókarinnar til
að leika aðalhlutverkið, Rhett Butler.
Erfiðlegar gekk að finna leikkonu til
að túlka Scarlett O’Hara. Frægustu
stjörnur tímabilsins, Bette Davis,
Katharine Hepburn og Paulette
Goddard, ásamt tugum annarra og
1.400 óþekktum almúgakonum sem
tóku þátt í forvali um öll Bandaríkin,
börðust um hlutverkið – sem féll að
lokum í skaut bresku leikkonunni Vi-
vien Leigh, sem hafði átt glæstu
gengi að fagna á leiksviði og í bresk-
um bíómyndum.
Um þessar mundir voru til aðeins
sjö fullkomnar technicolor-tökuvélar
í kvikmyndaborginni og voru þær all-
ar notaðar við gerð Á hverfanda
hveli. Afraksturinn var hrífandi,
margverðlaunuð klassík, tæpir þrír
tímar að lengd og kostaði metfé, um
fjórar milljónir dala, sem reyndist
stórkostleg fjárfesting.
The Wizard of Oz
(Victor Fleming)
Ef einhver mynd frá ’39 nær að
rísa í námunda við GWTW er það
önnur mynd frá MGM, The Wizard
of Oz. Reyndar hefur verið meira um
dýrðir í sambandi við 70 ára afmæli
hennar en annarra mynda. Þar skipt-
ir mestu að Galdrakarlinn í Oz er
gjörsamlega tímalaust ævintýri fyrir
alla fjölskylduna, klassík sem á ekki
eftir að safna svo miklu sem einu ein-
asta rykkorni í tímans rás.
Til þess sér hrífandi leikur Judy
Garland og óaðfinnanleg og hugvits-
samleg aðlögun Noels Langleys á sí-
gildu ævintýri L. Franks Baum, sem
kom út aldamótaárið 1900. Enn þann
dag í dag fær það hug lesenda til að
taka flug hátt, hátt yfir regnbogann.
Í myndinni úir og grúir af ódauðleg-
um persónum, dæmisögum og ekki
síst frábærum söngatriðum með
Judy Garland, sem þá var ung og
efnileg barnastjarna og gerði lagið
Somewhere Over the Rainbow eitt
það frægasta í allri kvikmyndasög-
unni um ókomin ár.
Þessi dýrasta kvikmyndagerð
MGM fór fjarri því að ganga eins og í
ævintýri. Leikstjórarnir komu og
fóru. Richard Thorpe var sá fyrsti og
George Cukor leysti hann af eftir
nokkrar vikur og öllu sem var búið að
festa á filmu var fleygt á haugana.
Cukor hélt það út í þrjár vikur, þá
var hann látinn taka pokann sinn og
leitað til Victors Flemings, uns hann
var látinn taka við stjórntaumum
GWTW, og King Vidor kom síðan
ævintýrinu í höfn. Þá gekk illa að
manna aðalhlutverk Dórotheu; MGM
vildi ólmt fá Shirley Temple, vinsæl-
ustu barnastjörnu allra tíma, en 20th
Century Fox var ekki á því að lána
aðalkeppinautnum gullmolann sinn.
Universal var á sama máli þegar
MGM bar víurnar í Deönnu Durbin.
Þá kom nafn Garland til sögunnar og
það reyndist snilldarlausn sem er
eignuð meistara Cukor. Efnismiklir
og jafnvel varhugaverðir búningarnir
ollu vandræðum og veikindum en
verstu gallagripirnir á tökustað voru
dvergarnir, af öllum mönnum. Hópur
þeirra kemur við sögu og árið 1939
dugðu engar þekktar brellur til að
koma í þeirra stað heldur þurfti að
grafa þá upp í fjölleikahúsum. Þeir
voru lífsglaðir mjög og var drykkju-
skapur þeirra og spilafíkn illhemj-
anleg.
Stagecoach
(John Ford)
Vestrinn hafði einkennst um sinn
af B-myndum, uns meistari John
Ford geystist ofan úr Monument
Valley, með þrjár stórmyndir í
hnakktöskunni. Sú besta og frægasta
er klassíkin Stagecoach, með John
Wayne í sögufrægu hlutverki útlag-
ans The Ringo Kid, sem gerði hann
að stórstjörnu. The Kid bætist í hóp
misjafnra sauða með ólík markmið og
er myndin í senn hreinskilnari per-
sónuskoðun en venja var þá og utan
vagnsins var aðsteðjandi hætta og
svo ægifegurð tökustaðarins. Myndin
er merkur tímapunktur á ferli Fords
og Waynes og jafnframt myndin sem
gerði Wayne að nánasta samstarfs-
manni leikstjórans um árabil. Í far-
þegahópnum er einnig „gleðikonan
með gullhjartað“, Claire Trevor;
Thomas Mitchell (Óskarsverðlaun),
John Carradine, Andy Devine og
fleiri afbragðs skapgerðarleikarar.
Ekki má gleyma stórfenglegri tónlist
Richards Hagemans o.fl., sem einnig
vann til Óskarsverðlaunanna ’39.
Young Mr. Lincoln
(John Ford)
John Ford á heiðurinn af tveimur
af minnisstæðustu stórmyndum árs-
ins ’39. Eins og nafnið bendir til
fjallar Young Mr. Lincoln um verð-
andi 16. forseta Bandaríkjanna á sín-
um yngri árum. Áður en hann gerðist
þjóðhetja og baráttumaður gegn
kynáttamisrétti og afnámi þræla-
halds í Norður-Ameríku. Myndin
segir frá 10 árum í lífi ungs og vel
gerðs bóndasonar frá Kentucky, sem
barðist til náms og lauk lögfræði-
Sjötugar myndir
Árið 1939 er af mörg-
um talið eitt besta ár
kvikmyndasögunnar.
Lítum á ástæðurnar.
Konurnar The Women fjallar um konur á gamansaman og alvarlegan hátt;
hnyttin og andrík. George Cukor þótti snjall við að leikstýra konum.
Togstreita Clark Gable og Vivien
Leigh í Á hverfanda hveli.
– meira fyrir áskrifendur
Fáðu þér áskrift á
mbl.is/askrift
Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan
16.00 mánudaginn 5. október.
Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir
í síma 569 1105, kata@mbl.is
Morgunblaðið gefur út
stórglæsilegt sérblað um
tísku og förðun föstudaginn
9. október 2009.
Í Tísku og förðun verður fjallað um
tískuna haustið 2009 í hári, förðun,
snyrtingu og fatnaði auk umhirðu
húðarinnar, dekur og fleira.
Meðal efnis verður :
Nýjustu förðunarvörurnar.
Húðumhirða.
Haustförðun.
Ilmvötn.
Snyrtivörur.
Neglur og naglalökk.
Hár og hárumhirða.
Tískan í vetur.
Flottir fylgihlutir.
Góð stílráð.
Íslenskir fatahönnuðir.
Ásamt fullt af öðru spennandi efni.
Tíska og
förðun