Morgunblaðið - 04.10.2009, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 2009
7. október 1979: „Formaður Al-
þýðuflokksins hefur sagt, að engin
samstaða sé innan stjórnmálaflokk-
anna um nein úrræði í efnahags-
eða verðbólgumálum, hver höndin
sé upp á móti annarri, fjárlaga-
frumvarpið með þeim hætti, að ekki
sé unnt að samþykkja það, tekju-
skattur á einstaklinga hafi jafnvel
átt að hækka um marga milljarða
króna – og hafa þeir kratar þó ekki
kallað allt ömmu sína í þeim efnum
upp á síðkastið, eins og öllum lands-
lýð er kunnugt – sviku að minnka
klyfjarnar á einstaklinga, en hafa
átt þátt í að stórauka þær – og með
því svikið kosningaloforð sín í þeim
efnum eins og öðrum. Benedikt
Gröndal bætti við, að verðbólgan sé
komin yfir 50%, en það mun lágt
reiknað, fjárhagsgrundvelli hafi
verið kippt undan fyrirtækjum og
einstaklingum og stoðunum undan
þjóðfélaginu í heild.“
. . . . . . . . . .
8. október 1989: „Efnahagsástandið
í Sovétríkjunum sjálfum versnar
stöðugt og þau hafa ekki lengur bol-
magn til þess að veita hinum gömlu
leppríkjum í Austur-Evrópu nokk-
urn fjárhagslegan stuðning. Þess
vegna leita þau nú eftir aðstoð
Vesturlanda. Þess verður vart langt
að bíða, að svipuð hreyfing komist
af stað í Tékkóslóvakíu.
Austur-Þýzkaland er sérmál. Vel-
megun hefur lengi verið meiri í
Austur-Þýzkalandi en í öðrum ríkj-
um Austur-Evrópu. Fólksflutning-
arnir frá Austur-Þýzkalandi til
Vestur-Þýzkalands undanfarnar
vikur sýna hins vegar, að komm-
únistar í Austur-Þýzkalandi ráða
ekki lengur við samkeppnina við
Vestur-Þýzkaland um lífskjör og
lífsskilyrði. Það er því ekki að
ástæðulausu, að spurningin um
sameiningu þýzku ríkjanna tveggja
er komin til umræðu og þykir ekki
jafn óhugsandi og áður, að af henni
geti orðið. Öll er þessi framvinda
mála ótrúleg frá sjónarhorni þeirra,
sem fylgzt hafa með þróun mála í
Evrópu frá stríðslokum. Við fögn-
um þessari þróun. En það er líka
ástæða til að gera sér ekki of miklar
vonir.“
Úr gömlum l e iðurum
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Umræðan erdálítiðþunglynd-
isleg núna. Þá er
ekki verið að fjalla
um svo kallaða
bloggheima, sem iðulega eru
stórundarlegir, þótt innan um
og saman við sé þar læsilegt efni
eftir skynsama og velmeinandi
menn sem geta haldið á penna.
Til hafa orðið nýjar upphrópanir
sem eiga að merkja að umrót og
tilfinningahiti sé í þjóðfélaginu,
jafnvel af svo sem öngvu tilefni
og sá gusugangur skipti hugs-
anlega einhverju máli. „Blogg-
heimarnir loga“ heyrast stjórn-
málamenn segja og verða þá
þeir pastursminnstu í þeim hópi
óvissir um stöðu sína og hvaða
skoðun sé heppilegast að hafa
næsta hálftímann til að teljast
með. En sé betur að gáð kemur
oftast ekki annað í ljós en að
þeir orðljótustu á vefnum hafa
þrútnað út örlítið meira en
endranær og eru að reyna að yf-
irbjóða hvur annan með upp-
spuna og munnsöfnuði. Má þá
ekki glöggt sjá hver sigrar.
Ekki eru nein dæmi þess að
þessar eldglæringar á blogginu
hafi skipt neinu máli um nokk-
urn skapaðan hlut.
Hitt er ekki óþekkt að grand-
varir menn og fróðir komi að
upplýsingum í skrifum sínum,
sem ekki hafa ratað inn í venju-
lega fjölmiðla og af þeim spinn-
ist umræður sem í einstökum
tilvikum hafa áhrif á þær
ákvarðanir sem teknar eru í
þjóðfélaginu eða opni augu
manna fyrir nýjum sannindum.
Þá er allstór hópur manna, sem
heldur úti vefsíðum af miklum
myndarskap og hefur með
skarplegum athugasemdum
heilmikil áhrif á þjóðfélags-
umræðuna, sem kórstjórar
bloggsóðanna hafa
sem betur fer ekki.
En þótt margur
bloggarinn sé böl-
móðsins besti vinur
þá er til annar hóp-
ur manna sem eru sannkallaðir
gleðigjafar og hafa lengi verið
aufúsugestir þjóðar sinnar. Það
eru þeir listamenn sem létta
mönnum skap með fjörlegri
framgöngu og hressilegum húm-
or. Og það er guðsþakkarvert
hvað slíkir menn endast. Spaug-
stofumenn sjónvarpsins eru
snillingsmenni sem létta mönn-
um lund vikulega á vetrum, þeg-
ar þörfin er mest, líka þeim sem
helst verða fyrir barðinu á þeim.
Ómar Ragnarsson er sem
skemmtikraftur óborganlegur
og úthaldið, þrekið og „nefið“
fyrir hinu spaugilega engu líkt.
Laddi á sjötugsaldri er afburða-
eintak og það er rétt hjá „Magn-
úsi“ að það er náttúrlega bilun
að hann skuli ekki fyrir löngu
orðinn heimsfrægur. Söngfugl-
inn Ragnar Bjarnason er nýorð-
inn 75 ára og hefur í meira en
hálfa öld átt hvert það bein þjóð-
arlíkamans, sem getur dillað
sér. Það er ótrúlegt hverju sá
maður kemur í verk með hang-
andi hendi. Þessir menn eru ein-
göngu valdir af handahófi úr
hópi gleðigjafanna góðu. En síð-
astur skal nefndur maður, sem
Morgunblaðið sagði frá á dög-
unum að væri að koma heim aft-
ur með nýtt hjarta, Jóhannes
eftirherma Kristjánsson. Öll
sætin á sagaklass hefðu ekki
dugað fyrir þær persónur sem
sá maður getur brugðið sér í.
Við þökkum gleðigjöfunum,
nefndum og ónefndum, og telj-
um við hæfi að segja að við fögn-
um hjartanlega heimkomu Jó-
hannesar Kristjánssonar og
allra hans fjölmörgu fylginauta.
Það er guðsþakk-
arvert hve gleðigjaf-
arnir endast. }
Um bloggara og gleðigjafa
Þ
jóðin fékk konu sem forsætisráð-
herra. Það vakti athygli víða um
heim. Um leið varð þjóðin yfir sig
montin af konunni sem hafði af-
rekað að verða forsætisráðherra.
Ef útlendingum finnst eitthvað fínt á Íslandi
finnst Íslendingum það sömuleiðis. Allt var
þetta því harla gott – um hríð. Svo fóru ein-
hverjir að reka upp ramakvein. Forsætisráð-
herrann var ekki nógu sólginn í sviðsljósið.
Hljóp til dæmis ekki fagnandi í fangið á hverj-
um einasta erlenda fréttamanni sem bankaði
á dyr. Svo vildi forsætisráðherrann ekki ræða
einkalíf sitt opinberlega. Sem þótti enn eitt
sérviskumerkið. Ísland kæmist í heimspress-
una ef forsætisráðherrann hefði dug í sér til
að markaðssetja einkalíf sitt. En þá fórn var
forsætisráðherrann ekki tilbúinn að færa fyrir
þjóð sína. Þegar allt kom til alls reyndist þessi
fyrsti kvenforsætisráðherra þjóðarinnar vera hlédræg
persóna. Vissulega heiðarleg og vinnusöm, það vita allir,
en sumir bættu því við að það nægði ekki við þær að-
stæður sem nú eru uppi. Nú þyrfti öðruvísi forsætisráð-
herra. Manneskju með annan karakter. Einhvern sem
hefði unun af sviðsljósinu og talaði fimm tungumál.
Stundum fannst manni engu líkara en að þeir sem svona
töluðu – sem eru að stórum hluta sjálfstæðismenn –
væru að biðla til Ólafs Ragnar Grímssonar um að fara
aftur í pólitíkina.
Fólk er allrar gerðar. Líka forsætisráðherrar. Sumir
þeirra hafa verið yfirþyrmandi persónu-
leikar. Aðrir eru hæglátir. Sumir miklir
tungumálamenn. Aðrir frábærir íslensku-
menn. Sumir skáld. Aðrir án votts af skáld-
gáfu. Sumir húmoristar. Aðrir án kímnigáfu.
Draumauppskrift að forsætisráðherra er
sennilega einstaklingur með sterkan per-
sónuleika, skáldgáfu og málsnilld, talandi
nokkur tungumál reiprennandi, auk þess að
vera annálaður húmoristi. En slík manneskja
er vandfundin, einfaldlega vegna þess að
ófullkomleiki er hluti af því að vera mann-
legur. Það hlýtur að skipta mestu að forsætis-
ráðherrann sé gáfuð, góð og heiðarleg mann-
eskja sem nennir að vinna. Ef það nægir ekki
heilli þjóð hvað nægir þá?
Snakkið um að forsætisráðherra landsins
sé ekki að standa sig er stórfurðulegt. Þeir
sem svo tala koma ekki með nein rök máli
sínu til stuðnings, önnur en þau að forsætisráðherrann
hafi ekki karakter í djobbið. Sem er auðvitað tóm þvæla.
Ef forsætisráðherrann væri ekki að vinna vinnuna
sína þá væri ástæða til að gagnrýna hann harðlega. En
forsætisráðherra hefur einmitt starfað af stakri sam-
viskusemi. Þjóðin ætti að þakka fyrir það að eiga for-
sætisráðherra sem telur ekki eftir sér að leggja hart að
sér og vinnur af heiðarleika. Það er aldrei nóg til af heið-
arlegu fólki og það er blessunarvert ef það leggur á sig
að fara í pólitík. Og svo er það sérstakur aukabónus ef
viðkomandi er laus við athyglisýki. kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórs-
dóttir
Pistill
Hvernig forsætisráðherra?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Losunarheimildir
eins og verðbréf
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
F
yrirtæki sem eru að fjár-
festa í losunarheim-
ildum sem fjárfesting-
arkosti treysta á að
verðið hækki og að þau
geti selt þær síðar á hærra verði.
Þetta er í grunninn til eins og verð-
bréfaviðskipti,“ segir Hrafnhildur
Bragadóttir, lögfræðingur hjá Um-
hverfisstofnun, um markað sem hún
telur lítið hafa borið á í umhverf-
isumræðunni á Íslandi.
„Losunarheimildir hafa ekki vakið
mikla athygli sem fjárfestingar-
kostur. Eins og Alþjóðabankinn hefur
bent á voru samanlögð viðskipti á kol-
efnismörkuðum heims árið 2005 um
10 milljarðar Bandaríkjadala. Sú tala
þrefaldaðist í 31 milljarð dala 2006 og
tvöfaldaðist svo tvö ár í röð í 126 millj-
arða dala 2008. Þessi stigvaxandi við-
skipti sýna m.a. að trú fjárfesta á los-
unarheimildum sem fjárfestingar-
kosti eykst ár frá ári.“
Eins og rakið var í Morgunblaðinu
fyrir helgi mun fyrirtækið Kolka hefja
starfsemi á næstu vikum og verða þar
með fyrsta íslenska fyrirtækið sem
byggir tekjur sínar eingöngu í kring-
um losunarheimildir á gróður-
húsalofttegundum.
Styttist í nýja regluverkið
Tímasetningin er góð því í árs-
byrjun 2012 mun flugið heyra undir
evrópska kolefniskvótakerfið (ETS)
og síðan fleiri tegundir iðnaðar og
gróðurhúsalofttegunda frá nýársdegi
2013, meðal annars losun koldíoxíðs
og flúorkolefna frá álverum og losun
koldíoxíðs frá járnblendi.
Hrafnhildur segir eftirspurnina eft-
ir losunarheimildum ekki munu ein-
skorðast við mengunarvalda.
„Svo eru önnur fyrirtæki sem ber
engin lagaleg skylda til að skila inn
losunarheimildum, til dæmis til yfir-
valda, en eru samt að kaupa þær út á
ímyndarsköpun; kolefnisjafna sig til
að líta betur út og sýna samfélagslega
ábyrgð, líkt og við þekkjum dæmi um
héðan í gegnum Kolvið.
Þetta eru því ekki aðeins fyrirtæki
sem þurfa á losunarheimildum að
halda út af lagalegum kröfum heldur
eru þetta líka bankar, fjárfestingar-
fyrirtæki, sjóðir og jafnvel einstak-
lingar, umhverfisverndarsamtök og
stofnanir sem versla með þessar
heimildir. Það eru til dæmis mjög
mikil viðskipti með framvirka samn-
inga sem virka að mörgu leyti eins og
afleiður og aðrir fjármálagjörningar.
Ég hef ekki orðið vör við mikinn
áhuga á þessu sem verslunarvöru á
Íslandi.“
Heyrir undir mörg ráðuneyti
Innt eftir því hvernig íslensk
stjórnsýsla sé búin undir nýja reglu-
verkið um losunarheimildir segir
Hrafnhildur ljóst að fleiri ráðuneyti
en umhverfisráðuneytið muni hafa
þessi mál á sinni könnu. Ljóst sé að
regluverkið kalli á mikla vinnu.
„Íslenska kerfið, samkvæmt lögum
um losun gróðurhúsalofttegunda, er
séríslenskt kerfi og losunarheimildir
sem úthlutað er samkvæmt lögunum
eru ekki tengdar evrópska kerfinu.
Það kann hins vegar að breytast og
má segja að núverandi kerfi búi jarð-
veginn undir innleiðingu evrópska
kerfisins hér á landi. Evrópska kerfið
er og verður mjög flókið í framkvæmd
með flóknum úthlutunarreglum.“
Reuters
Í Changzhi Kínverskur iðnaður losar gífurlegt magn af koldíoxíði.
Erlendis eru fjárfestar þegar
farnir að kaupa losunarheimildir
á gróðurhúsalofttegundum fyrir
mikið fé í trausti þess að verðið
muni hækka þegar kolefnis-
kvótakerfi verða innleidd.
„EF þetta gengur eftir og nýjar
tilskipanir Evrópubandalagsins
verða hluti af EES-samningnum
þá verða þær innleiddar með
þeim hætti að starfsemi sem fell-
ur undir kerfið verður háð los-
unarheimildum. Fyrirtæki þurfa
að afla losunarheimilda fyrir allri
losun á gróðurhúsalofttegundum
sem falla undir kerfið,“ segir
Hrafnhildur um fyrirhugað reglu-
verk og bætir því við að eftirlitið
yrði líkast til í höndum Umhverf-
isstofnunar.
„Það á þó eftir að útfæra eftir-
litið nánar í löggjöf. Undirbún-
ingur fyrir löggjöfina fer vænt-
anlega í gang fljótlega og miðast
framhaldið við hvort og þá með
hvaða hætti reglur Evrópu-
bandalagsins munu gilda á EES-
svæðinu.“
ÞURFA
HEIMILDIR
››