Morgunblaðið - 04.10.2009, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 2009
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/I
C
E
47
28
5
09
/0
9
* Innifalið: Flug ásamt flugvallarsköttum, gisting í 3 nætur með morgunverði, rútuferðir til og frá flugvelli erlendis, einnig í Jónshús og í „Fisketorvet“.
Skoðunarferð um Kaupmannahöfn, kvöldverður á Copenhagen Corner, aðgöngumiði í Tívolí og “julefrokost” á Restaurant Kronborg og fararstjórn.
Uppgefið verð getur breyst til samræmis við hækkun á eldsneytisgjaldi og álögðum sköttum og gjöldum. Verðið m.v. gengi 27. ágúst 2009.
KAUPMANNAHÖFN
AÐVENTUFERÐIR
FYRIR ELDRI BORGARA
VERÐ 99.200 KR.*
Á MANN Í TVÍBÝLI
(AUKAGJALD FYRIR
EINBÝLI: 17.700 KR.
Ferðadagar: 15.–18. og 22.–25. nóvember.
Íslenskir fararstjórar: Erla Guðmundsdóttir / Emil Guðmundsson
+ Bókanir á www.icelandair.is/hopar. (Númer hópa er 1207).
Nánari upplýsingar hjá Hópadeild Icelandair í síma 50 50 406
eða með tölvupósti á hopar@icelandair.is
FORSÍÐUFRÉTT
birtist í Morg-
unblaðinu í liðinni viku
sem ótrúlega litla um-
ræðu hefur hlotið og
ekki málefnalega. Ís-
landsbanki sem einu
sinni hét Glitnir býður
skuldurum erlendra
lána að taka fjórðung
þeirra á sig gegn því
að skuldarar breyti
þeim í innlend óverðtryggð lán.
Tónn fréttarinnar í Morgun-
blaðinu var að loksins væri nú eitt-
hvað gert fyrir skuldara þessa
lands. En er það svo? Á sínum tíma
plötuðu bankarnir stóran hluta
landsmanna til að taka erlend lán á
tímum há0gengis. Þegar að er gáð
er það afar óskynsamlegt að skuld-
setja sig í erlendri mynt þegar gengi
krónunnar er mjög hátt og skulda-
byrði þessa fólks er mikil í dag.
Sjálfur er ég í þessum hópi þó í litlu
sé því ég skulda um 8,5 milljónir í
erlendu myntkörfuláni og gerði það
í miklu grandaleysi að samþykkja
uppástungu bankans um að lánið
væri með þeim hætti.
En þó að slæmt hafi verið að taka
erlent lán á hágengistíma er ennþá
verra að vera svo vitlaus að skipta
því láni yfir í innlent lán á lággengis-
tíma. Með því að bjóða 25% afslátt
af láninu er Íslandsbanki í raun og
veru bara að veðja á að íslenska
krónan muni hækka um 20-30%.
Birna Einarsdóttir bankastjóri
sagði í samtali við Morgunblaðið:
„Við værum ekki að bjóða upp á
þessi lán ef við teldum ekki að þetta
hjálpaði okkar viðskiptavinum.“ Af
hverju segir bankastjórinn ekkert
um það hvernig þetta kemur við
hagsmuni bankans, hvar bankinn
ætlar að hafa fyrir þessum 25% en
kemur fram eins og sá jólasveinn
sem gefur fólki eftir 25% skulda.
Staðreyndin er að bankinn er ekki
að gefa þessum skuldurum neitt,
hann er að reyna að
hafa enn meira af
þeim. Ef og þegar
krónan hefur styrkst
um 40% þá hefur bank-
inn grætt umtalsvert á
þessum lánabreyt-
ingum og lánþeginn
sem áður var plataður
til að taka erlent lán á
hágengistíma situr aft-
ur uppi með að hafa
verið plataður. Það er
vissulega mikil óvissa
um gengisþróun næstu
missera en miðað við að hér sé um
að ræða lán til nokkurra ára er eng-
inn vafi á að áhætta við að taka hinu
frábæra tilboði er algerlega óásætt-
anleg. Þannig sagði Baldur Pét-
ursson hjá Endurreisnarbanka Evr-
ópu í samtali Morgunblaðið í síðustu
viku að gengi krónunnar væri í
reynd 30% of lágt skráð og fullvíst
má telja að innan fárra ára mun
krónan hækka um að minnsta kosti
þau 30%.
Þar fyrir utan er mér mjög til efs
að hægt sé að lækka greiðslubyrði
af láni með þessum hætti. Sjálfur
prófaði ég að setja mitt 8,5 milljón
króna lán í þennan reiknifarveg en
mánaðarleg greiðslubyrði af því í
dag eru 71 þúsund krónur og fer
lækkandi. Lánið er til ársins 2022.
Ef ég nú færi þessar 8,5 milljónir
niður um 25% í 6,4 milljónir í ís-
lensku óverðtryggðu láni með 12%
vöxtum þá verður mánaðarleg af-
borgun 106 þúsund sem er síðast
þegar ég vissi hærri tala en 71 þús-
und. Ef ég stilli íslenska lánið af í
jafngreiðslum verður afborgunin
samt hærri en af því erlenda eða 82
þúsund. (Í fljótu yfirliti get ég ekki
séð á heimasíðu Íslandsbanka hvaða
vexti bankinn miðar við í þessu sam-
bandi en jafnvel þó miðað sé við um-
talsvert lægri vexti t.d. 7% þá verð-
ur afborgunarbyrði engu að síður
liðlega 80 þúsund).
Ef krónan styrkist þó ekki sé
nema um 25% þá lækkar afborg-
unarbyrðin hjá mér á erlenda láninu
niður í um 53 þúsund meðan sá sem
skiptir samskonar láni í krónulán
hjá Birnu borgar áfram 80-105 þús-
und og er því með allt að tvöfalda
greiðslubyrði við það sem vera
þyrfti.
Í einkavæddu bönkunum sem nú
hafa sungið sinn söng ríkti einhver
undarleg bábylja um að allir gætu
alltaf grætt, skuldarar og fjár-
magnseigendur, bankar og við-
skiptavinir. Greiningardeildir þess-
ara banka stóðu í að halda að okkur
glansmyndum skuldasöfnunar sem
stóðust enga skoðun. Það er mín til-
finning að sami andi svífi enn yfir
vötnum í Íslandsbanka og 25% nið-
urfellingin hafi verið sett fram með
þeim öfugsnúna hugsunarhætti að
báðir gætu grætt. Staðreyndin er að
bankinn hefur samt reiknað sinn
gróða út með meira öryggi og líkleg-
ast að þeir sem hlýða fagurgala Ís-
landsbanka nú sitji innan skamms
uppi með enn verri stöðu. Samt er
þetta einmitt sá hópur sem mál er
að bankarnir hætti að hafa að fé-
þúfu. Það er aldrei gott að höggva
tvisvar í sama knérunn.
Um gylliboð Íslandsbanka
Eftir Bjarna
Harðarson »En þó að slæmt hafi
verið að taka erlent
lán á hágengistíma er
ennþá verra að vera svo
vitlaus að skipta því láni
yfir í innlent lán á lág-
gengistíma.
Bjarni Harðarson
Höfundur er bóksali.