Morgunblaðið - 04.10.2009, Síða 35

Morgunblaðið - 04.10.2009, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 2009 • Lítil en rótgróin bílaleiga. Auðveld kaup. • Þekkt skyndibitakeðja. • Rótgróin heildverslun með gjafavörur. Auðveld kaup. • Lítil heildverslun með byggingavörur. Ársvelta 80 mkr. Hentar vel til sameiningar. • Þjónustufyrirtæki sem selur um 600 fyrirtækjum þjónustu sína. Ársvelta 100 mkr. • Vinsælt veitingahús. Ársvelta 230 mkr. • Framkvæmdastjóri-meðeigandi óskast að þjónustu- og innflutningsfyrirtæki. Ársvelta áætluð um 200 mkr. Ágætur hagnaður. • Heildverslun með byggingavörur. Ársvelta 170 mkr. Mjög skuldsett. • Meðeigandi óskast að nýju framleiðslufyrirtæki. Reiknað er með 30-35% árlegri ávöxtun eigin fjár næstu árin. • Sérverslun með fatnað á góðum stað. Ársvelta 150 mkr. Góð framlegð. • Iðnfyrirtæki í matvælaframleiðslu með mikinn og vaxandi útflutning. Ársvelta 240 mkr. • Rótgróið iðnfyrirtæki. Ársvelta 450 mkr. • Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki í byggingariðnaði. Ársvelta 400 mkr. Hagstæðar skuldir. • Rótgróið innflutnings- og framleiðslufyrirtæki. Ársvelta 130 mkr. • Þekkt innflutningsfyrirtæki með eigin verslanir. Ársvelta 240 mkr. EBITDA 35 mkr. Hagstæðar skuldir. • Þjónustufyrirtæki sem selur fyrirtækjum lögbundna þjónustu með föstum samningum. Ársvelta 170 mkr. Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Búdapest Fjögurra nátta helgarferð - tryggðu þér sæti í einu haustferðina! Heimsferðir bjóða frábært sértilboð á síðustu sætunum í einu helgarferð haustsins til hinnar einstöku perlu Búdapest. Búdapest er ótvírætt ein fegursta borg Evrópu og hún býður einstakt mannlíf, menningu og skemmtun að ógleymdri gestrisni Ungverja auk frábærra veitinga- og skemmtistaða. Í boði er mjög takmarkaður fjöldi herbergja á völdum hótelum á frábærum sértilboðum. Verðlagið í Búdapest er frábært svo hér er tilvalið að versla og njóta lífsins. Fararstjórar Heimsferða gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi menningu. 22.-26. október frá kr. 69.900 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Frábært verðlag í Búdapest - einstakt að versla og njóta lífsins!Ótrúleg s értilboð! Hotel Rad isson SAS ****+ o. fl. Verð kr. 69.900 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í 4 nætur á Hotel Platanus *** eða Hotel Ibis Váci út *** með morgunmat. Aukalega m.v. gistingu á Hotel Radisson SAS ****+ kr. 15.000. Sértilboð 22. okt. Ath. verð getur hækkað án fyrirvara. HJÖRLEIFUR Stefánsson arkitekt ritaði grein sem birt- ist í Morgunblaðinu á hinn 1. október sl. Greinin fjallar um skipulagsmál og er beint til borg- arstjórnar Reykjavík- ur. Höfundur fer í stuttu máli yfir bygg- ingarsögu borgarinnar og tengir hana þróun byggingarlistar í Evr- ópu á síðustu öld. Kjarni grein- arinnar er þó að hann telur að ekki beri að líta svo á að sam- þykkt deiliskipulag færi lóð- arhöfum réttindi og þess vegna eigi að vera hægt að afturkalla heimildir til uppbyggingar bóta- laust. Telur hann að það séu „mis- tök“ og „fráleitt“ af hálfu Reykja- víkurborgar að fara varlega í þessum efnum. Þetta er fyrri hluti greinarinnar. Í niðurlaginu kveður svo við annan tón. Þar kemst Hjörleifur að þeirri niðurstöðu að Alþingi beri að breyta lögum ef þau færa lóðarhöfum rétt á grund- velli deiliskipulags og „hagn- aðarvon“ eins og stendur í grein- inni. Höfundur skrifar sig sem sagt að réttri niðurstöðu og það er vel. Boltinn er nefnilega ekki hjá sveitarfélögum heldur löggjaf- anum. Hjörleifur vill opna augu borg- arstjórnar, eins og hann orðar það, en sér síðan að réttara væri að opna augu umhverfisráðherra og löggjafans. Þar er ég honum sammála. Ég vil á móti upplýsa höfund um tillögu sem ég lagði fram í skipulagsráði 9. sept- ember sl. og sam- þykkt var einróma. Get ekki neitað því að ég er hissa á að Hjör- leifur skuli ekki þekkja hana svo vel sem hann fylgist með skipu- lagsmálum og öllu sem snýr að húsvernd. Tillagan er svohljóð- andi: „Skipulagsráð felur Skipu- lagsstjóra að gera samantekt á þeirri bótaskyldu sem sveitarfélög geta skapað sér samkvæmt nú- gildandi skipulags- og bygging- arlögum nr. 73 frá 1997 vegna minnkunar byggingarmagns eða annarra breytinga á gildandi deili- skipulagsáætlunum. Ber í því sam- bandi að líta sérstaklega til auk- innar áherslu á verndun húsa, byggðarmynsturs, kvarða og sam- fellu nýrrar og eldri byggðar. Í samantektinni komi fram fram- kvæmd laganna og dómafordæmi. Til samanburðar verði í sömu greinargerð skipulagsstjóra til ráðsins einnig gerð úttekt á sam- bærilegum ákvæðum í nærliggj- andi löndum, einkum á Norð- urlöndunum, og hvernig þau hafa verið í framkvæmd. Skipulags- stjóri geri jafnframt tillögu að leiðum sem skapað geta skipulags- yfirvöldum meira frelsi við gerð skipulagsáætlana. Hugsanleg bótaskylda sveitarfé- laga heftir frelsi þeirra til þess að laga deiliskipulagsáætlanir að nýrri sýn og leiðrétta það sem ekki á við lengur og ekki er vilji til að haldi gildi sínu.“ Sú vinna, sem höfundur virðist vera að kalla eftir, er sem sagt þegar hafin og vonast ég til að niðurstöður og tillögur til úrbóta geti legið fyrir í næsta mánuði. Áherslur í skipulagsmálum breyt- ast ört. Almennur skilningur er nú fyrir því að ekki er hægt að skilja sál borgar frá sögu hennar. Eign- arrétturinn er stjórnarskrárvarinn og hann ber að virða en um leið þarf að varða leið sem sveit- arstjórnir gætu nýtt sér í því augnamiði að rýmka frelsi til skipulagsgerðar og það hlýtur að vera verkefni löggjafans. Svar við grein um skipulag miðbæjarins Eftir Júlíus Vífil Ingvarsson »Höfundur segist vilja opna augu borg- arstjórnar en sér síðan að réttara væri að opna augu umhverfisráð- herra og löggjafans. Um það erum við sammála. Júlíus Vífill Ingvarsson Höfundur er formaður skipulagsráðs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.