Morgunblaðið - 04.10.2009, Síða 38
38 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 2009
Í MORGUN-
BLAÐINU 6. sept-
ember sl. birtist grein
eftir Stefán Snævarr,
þar sem hann fjallar
um fræðimennsku
hagfræðingsins Jo-
sephs Stiglitz. Eins
og Stefán bendir
réttilega á, er Stiglitz
með því marki
brenndur, að gera
fylgjendum frelsis í
efnahagsmálum upp skoðanir. Með
þessu móti er auðveldara að koma
á þá höggi og það nýtir Stiglitz
sér ótæpilega. Sem dæmi um að-
ferð Stiglitz nefnir Stefán þá fjar-
stæðu, að „frjáls markaður hafi að
forsendu að allir hafi jafnmikla
þekkingu, jafn góða yfirsýn yfir
alla kosti“. Auðvitað dettur engum
fylgjanda markaðsfrelsis til hugar
að þetta sé raunin á nokkrum
markaði. Þrátt fyrir það getur
markaðurinn gegnt sínum tilgangi,
að jafna aðgengi manna og stuðla
að eðlilegri verðmyndun.
Á hinn bóginn
mættu allir vita, að
markaðir stjórnast
ekki af framboði og
eftirspurn, heldur af
væntingum um fram-
boð og eftirspurn,
ásamt væntingum um
verðmyndun á mark-
aðnum sjálfum. Það
eru þessar væntingar
sem með reglubundnu
millibili valda koll-
steypum á mörkuðum.
Þótt tilgátur Stiglitz
séu góðra gjalda verð-
ar, eru það þó ekki þær sem vekja
mestan áhuga minn í grein Stef-
áns. Það er miklu frekar það sem
hann segir um vísindi og hug-
myndafræði. Grípum niður í texta
Stefáns: „En ég efast um að hag-
fræði séu vísindi í hefðbundnum
skilningi þess orðs, m.a. vegna
þess að mjög erfitt er að sann-
reyna kenningar hennar, þær vilja
svífa í lausu lofti. Þess utan tel ég
greinarmun vísinda og hug-
myndafræði óljósa. Meira að segja
hin ginnhelga eðlisfræði kann að
vera gegnsósa af hugmyndafræði.
Þá má nær geta hvort ástandið sé
betra í hagfræðinni.“ Hér víkur
Stefán að miklu álitamáli innan
vísinda-heimspekinnar, sem varð-
ar „afmörkum vísindanna“ frá
fræðum og trúarbrögðum. Það
sem Stefán nefnir „hugmynda-
fræði“ er líklega það sem venju-
lega er nefnt „heimsmynd“ (para-
digm, weltanschauung). Í
vísindum skiptir afstæði nefnilega
máli, eins og Einstein hefur bezt
leitt í ljós. Það skiptir máli, hvort
menn ganga út frá að sólkerfið
hafi miðju í Sólinni, eða Jörðinni.
Ekki er hægt að segja að annað sé
rétt og hitt rangt, heldur er um að
ræða miseinfaldar heimsmyndir
og mismunandi framsetningu.
Fræðimenn af ýmsu tagi hafa
reynt að sækja sér óverðskuldaða
upphefð, með því að veifa gunn-
fána vísindanna. Þeir kunna að
hafa náð einhverjum árangri á
meðal almennings, en vísindamenn
hlæja að þessum tilburðum. Eitt-
hvert aumkunarverðasta dæmið
um skreytingu með stolnum fjörð-
um, getur að líta hjá Háskóla Ís-
lands, sem uppgötvað hefur fé-
lags-vísindi, hug-vísindi og
mennta-vísindi. Þær fræðigreinar
sem þarna er vísað til eru ekki
vísindagreinar, en sneiða samt
vonandi hjá kukli og trúar-
brögðum, sem eru næstu bæir við.
Í sambandi við hugtakið vísindi er
vert að hafa í huga, að hugtök í
einu tungumáli eiga sér sjaldnast
nákvæma samsvörun í öðru. Þetta
þekkja þeir vel sem fengist hafa
við þýðingar á milli tungumála
sem þeir þekkja til hlítar. Þannig
hefur orðið „science“ mun víðtæk-
ari merkingu í enskri tungu er
orðið „vísindi“ hefur í íslensku.
Ranga notkun orðsins „vísindi“ er
því ekki hægt að afsaka með til-
vísun til víðtæks notkunarsviðs
hliðstæðra orða í öðrum tungu-
málum. Menn verða einfaldlega að
vanda sig betur og þetta á auðsjá-
anlega við um Háskóla Íslands,
sem einhverjum grínara datt í hug
að nefna æðstu menntastofnun
landsins.
Það má segja hagfræðingum til
hróss, að þeir hafa mikið til haldið
sig frá svona nafngiftaleik, þótt
Stefán geti ekki setið á sér að
senda þeim eftirfarandi kveðju:
„Annar galli Stiglitz er líka einn
atvinnusjúkdóma hagfræðinga, sú
trú að hans eigin kenningar séu
vísindalegar, kenningar andstæð-
inganna hugmyndafræði. Svona
tala frjálshyggjuhagfræðingar ein-
att og svona hjöluðu marxistar á
velmektardögum sínum.“
Einhverjum kann að finnast
sem menn deili hér um „keisarans
skegg“, en í keisaradæmi getur
„keisarans skegg“ orðið það eina
sem skiptir máli. Í vísinda-
samfélögum nútímans skiptir það
einnig höfuðmáli, að það sem sagt
er vera vísindalegt sé ekki kukl
eða fræði. Getur verið að íslenskt
samfélag sé að daðra við kuklið?
Getur verið að skipan Alþingis
endurspegli skilningsleysi þjóð-
arinnar á mikilvægi vísindanna?
Hvernig má annars útskýra, að
enginn verkfræðingur skuli sitja á
Alþingi og líklega enginn sem hef-
ur menntun á sviði rökhugsunar?
Er yfirleitt engin þörf á rök-
hugsun, þegar kemur að stjórn ís-
lensks samfélags? Einhverjum
kann að detta annað í hug, þegar
horft er til þeirra mistaka sem
stjórnmálamenn á Íslandi hafa
orðið uppvísir að og þess lamandi
getuleysis sem birtist víðast hvar í
stjórnkerfinu. Er það raunveru-
lega vilji þjóðarinnar, að vanhæf-
asti einstaklingur landsins gegni
starfi forsætisráðherra?
Joseph Stiglitz og
afmörkun vísindanna
Eftir Loft Altice
Þorsteinsson »Er það raunverulega
vilji þjóðarinnar, að
vanhæfasti einstakling-
ur landsins gegni starfi
forsætisráðherra?
Loftur Altice Þor-
steinsson
Höfundur er verkfræðingur og vís-
indakennari.
ÞÝSKA vikuritið
„Der Spiegel“ 42/2008
birti eftirfarandi grein:
„Das Zittern der Wik-
inger.“ Já, það munaði
ekki um það. Hinir alls
ósmeyku víkingar voru
nú slegnir skelfingu og
ástandið panískt. Eng-
inn vissi hvernig
geyma mátti silf-
ursjóði. Bankar komn-
ir í ríkisumsjá. – Já,
látum þýska bara hæðast. En þetta
var ekki það, sem víkingarnir
þurftu. Þeir flúðu Noreg á tíma
Haraldar hárfagra því hann vildi
Noreg allan, en það var argasti
kommúnismi. Nei, við það varð ekki
búið. Nú tók ríkisstjórn Geirs H.
Haarde völd yfir bönkum, sem til
náðist, en ríki hans var í landnámi
Ingólfs. Þeim óstýrilátari víkingum
hafði gefist tími til að grafa silfur
sitt eða koma því fyrir í leyni á fjar-
lægum eyjum þar sem skattmenn
áttu torsótt. Víkingar eru engar
pempíur, en konunglegt vald myndu
þeir seint fella sig við. Geir var hálf-
norskur og bara vinsæll og ekki
handgengur Haraldi. Nei, svona
fyrirsögn var ekki á íslenskum blöð-
um. Hvers vegna þá þýskum og
enskum einnig? – Við Íslendingar
lítum með stolti til forfeðra okkar á
víkingaöld. Menn sigldu langskipum
og herjuðu á strendur Englands og
víðar; varningi og silfri komu þeir
til Íslands. Já, auðvitað er það efni-
viður Hrafns Gunnlaugssonar til að
lýsa dramatískt í bíó og ungar kyn-
slóðir fagna víkingum eins og kú-
rekum. Svo sýna erfðarannsóknir,
að víkingar hafi tekið kvenfólk með
sér frá Bretlandi, en þar er þá kom-
in skýringin á því hvað íslenskar
konur eru fallegar; víkingarnir tóku
ekki hvaða konur sem er. Nýlega
mátti lesa í skólaritgerð ungrar
stúlku, að víkingar hafi verið ribb-
aldar! Hvaðan hefur hún það? Við
sem eldri erum könnumst ekkert
við þetta orð og hvergi stendur það
í Egils sögu eða
Gerplu. Að víkingarnir
hafi verið ruddamenni!
Móðir Egils hvatti
hann kornungan til
dáða og til að kaupa
sér fley til að gera
strandhögg. Hvergi er
gerð athugasemd við
þetta í skólum. Við
drekkum í okkur
hetjuskapinn með
móðurmjólkinni. Hvað
með siðfræðina og
kommana í grunnskól-
unum? Hvað segir ráð-
herra um kennsluefni grunnskólans,
en þar eru víkingar dýrkaðir og Eg-
ill sérstaklega? Er það vegna skáld-
skapar hans, sem unga fólkið skilur
ekki? Fornyrðislag er leiðinlegt og
ekkert kúl. – Hvað eru þá þýskir að
fara? Góðlátlegt grín? Þetta er
sama þversögnin og í hug-
myndafræði frjálshyggjustuttbux-
nastráka, sem hafa fengið hvatn-
ingar frá mæðrum sínum í Valhöll.
Þeir ræða um gagnsæi en dýrka svo
bankaleynd. Já, og þessi lykilorð
eru virt af bankafólki, sitt á hvað
það orðið, sem er við hæfi hverju
sinni. En þetta er býsna langrækið.
Egill gerði ránsferð til Saxlands og
Fríslands, barðist í Englandi og
rúllaði Skotum upp, en þótt þeim sé
annt um aurinn þá hafa þeir ekki
hugað á hefndir og eru ekki í sam-
eignlegu landsliði afránshéraða Eg-
ils og þeirra, sem hafa verið taps-
árir í þúsund ár. Aðalsteinn
konungur á Englandi færði Agli
tvær kistur fullar silfurs, en því hef-
ur Brown gleymt. Áður unnu vík-
ingar sér fyrir silfrinu, en nú eru
sendir bankamenn eins og Sigurður
hnúfa og Sigurjón digri til að sækja
silfur. Egill kom með silfrið til
Borgarfjarðar og faldi þótt ekki
ætti hann það allt sjálfur, en þannig
var bankaleyndin þá. – Íslendingar
sækja enn í austurveg. Lettar hafa
verið kúgaðir af Rússum og gerðir
að láglaunamönnum, en þangað
hafa sótt Íslendingar til að notfæra
sér lágu launin. Lettar hétu áður
Kúrir, en þaðan slapp Egill með
skrekkinn og skreið með herkjum
úr fangavist, bundinn að kveldi til
að verða að blæti í dagsbirtu svo
allir megi hafa skemmtan af. En
Egill slapp og gerði ráðabruggs-
mönnum sjálfum vondan dauða eins
og honum var sjálfum ætlaður,
brenndi þá inni og drap. Þessu hafa
Lettar þó gleymt og láta misnota
sig og vilja ekkert hefna sín. Eng-
lendingar eru enn sárir.
Fyrir fjörutíu árum kynntist rit-
ari því, að víkingar voru ekkert
gleymdir. Drengir lásu Hróa hött
og um fógetann vonda í Nott-
ingham. Hann var Normanni, en
þeir komu frá Normandí og byggðu
sér kastala um land allt. Þeir voru
óvinsælir enda voru þeir yfirstétt og
sagðir víkingar. Þannig hafa ís-
lenskir drengir ekki litið á fógetann,
sem reyndi að fanga Hróa hött.
Þótt fógeti hafi verið afkomandi
Ragnars loðbrókar, þá eru barna-
bækur eitt og kennsluefni grunn-
skóla annað.
Á öldurhúsum voru enskir taps-
árir í pílukasti og ef þeim þótti illa
til takast ávörpuðu þeir ritara, dval-
argest í Anglía: „You bloody viking,
you Norman!“ Þótt pílur hafi ekki
verið örvar eins og Hrói notaði, þá
var enskum ekkert sama um úrslit.
Í kirkjum Austur-Anglíu má enn
lesa grafið í stein sögur af víkingum
rænandi og brennandi kirkjur. Vík-
ingar hafa ekkert mark tekið á því,
enda trúarbragðadeilur. Þó lét Egill
prímsignast á Englandi, en síðar
henti hann sú háðung, að þurfa að
lúta í gras fyrir Eiríki blóðöx, en
hann hafði látið bróður sinn stela af
sér konungdómi í Noregi, en ríkti
nú sjálfur yfir Jórvíkurskíri. Það
gleymist seint.
Helsti ráðamaður heimsveldisins
Stóra-Bretlands, Gordon Brown,
hefur ekki lesið Egils sögu, en
örugglega Hróa hött. Hann telur nú
hraustlegt að ganga á mál sem eru:
„Unfinished business.“
Skjálfti víkinganna
Eftir Jónas
Bjarnason » Gordon Brown hefur
ekki lesið Egils
sögu, en örugglega
Hróa hött. Hann telur
nú hraustlegt að ganga
á mál sem eru: „Unfin-
ished business.“
Jónas Bjarnason efna-
verkfræðingur
Höfundur er efnaverkfræðingur.
MENN segja að
gagnrýni sé leikhús-
inu nauðsynleg, að án
hennar sé leiksýning
í lausu lofti, vanti
viðmið. En það hlýt-
ur að vera afskaplega
erfitt fyrir leikarana
og aðra aðstandendur
sýningar, eftir alla
spennuna sem safn-
ast hefur saman fyrir
frumsýningu, að bíða eftir fyrstu
viðbrögðum gagnrýnenda. Ef
dómurinn er góður getur hann
tryggt velgengni sýningarinnar en
ef hann er lélegur getur hann leitt
til þess að leikverkið nær ekki
hylli áhorfenda. Spurningin sem
ég er að leggja fram er: Fyrir
hverja vinna gagnrýnendur? Fyrir
áhorfendur sem hafa áhuga á leik-
ritum, vilja fylgjast með þróun
leiklistarinnar og fyrir þá sem eru
að bíða eftir gagnrýni á sýningu
áður en þeir kaupa miða, eða
kannski fyrir þá sem eru að spá í
fjölskyldutengsl og innanhúss-
vandamál leikhússins? Sem áhorf-
andi, áhugamanneskja um leikhús,
sjálf ættuð frá Mexíkó, aðdáandi
Fridu Kahlo og Brynhildar Guð-
jónsdóttur, langar mig til að vekja
athygli á leikritinu „Viva la vida!“
um mexikósku listakonuna Fridu
Kahlo eftir Brynhildi.
Gagnrýnendur hafa talað mikið
um fjölskyldutengsl milli aðila sem
standa að sýningunni og það
finnst mér ósanngjarnt. Ég sé
ekki hvað slíkt kemur sýningunni
sjálfri við. Það má benda á mörg
dæmi um frábæra listamenn sem
tengjast fjölskylduböndum, Frida
og Diego eru nærtækt dæmi.
Þetta hefur dregið athygli frá
verkinu sjálfu, sem mér finnst
gagnrýnendur ekki hafa skilið að
fullu, sem kannski skýrir neikvæð-
ar skoðanir þeirra. En velgengni
leikhúsverks veltur ekki aðeins á
þeim. Skoðanir áhorfenda skipta
máli. Fagnaðarlæti þeirra eftir
sýningu eru staðfesting á því að
leikrit sé gott. Viðtökur á frum-
sýningu voru mjög góðar og leik-
ritið hefur gengið mjög vel síðan,
oft verið uppselt.
Mér finnst leikritið
afar gott og leiksýn-
ingin sömuleiðis. Ég
er full aðdáunar, ekki
aðeins á Brynhildi
heldur á allri umgerð
verksins – flutningi,
leikmyndahönnun,
búningum og sviðsetn-
ingu. Það er ljóst að
hjónin Brynhildur og
Atli hafa í sameiningu
kafað djúpt í hug-
arheim Fridu Kahlo
og dulmagnaða menningu Mexíkó,
náð að skilja kjarnann í gömlum
hefðum og siðum sem enn hafa
áhrif, þau hafa kynnt sér þá at-
burði sem skildu eftir spor í lífi
Fridu og óvenjulegri listsköpun og
þau hafa nýtt hæfileika sína til að
skapa að mínu mati bæði fróðlegt
og skemmtilegt leikhúsverk. Þeir
sem þekkja til Fridu og Mexíkó
kunna að meta tilvísanirnar til
mexíkóskrar menningararfleifðar í
verkinu en fyrir íslenska áhorf-
endur sem ekki þekkja til mexí-
kóskrar menningar var þetta
framandi heimur sem verið var að
kynna þeim á sjónrænan hátt.
Ég vil líka nefna tónlistina,
skopskynið sem birtist í tilteknum
atriðum, allt andrúmsloftið – and-
stæður við sorglegt líf Fridu. Sem
betur fer hafa áhorfendurnir síð-
asta orðið. Maður fer í leikhús til
að horfa, til að kynnast einhverju
nýju, til að lifa sig inn í tilfinn-
ingar persónanna, til að skemmta
sér – en ekki til að spá í fjöl-
skyldutengsl eða innhússpólitísk
vandamál. Ég vona að áhorfendur
haldi áfram að koma í Þjóðleik-
húsið að sjá þetta leikverk, kynn-
ast Fridu Kahlo og Mexíkó og
eiga ánægjulega kvöldstund. Viva
la vida!
Fyrir hverja vinna
gagnrýnendur?
Eftir Mariu del
Carmen Cov-
arrubias R.
Maria del Carmen
Covarrubias R.
»Um leikritið Frida
„Viva la Vida“ eftir
Brynhildi Guðjóns-
dóttur
Höfundur er viðskiptafræðingur.