Morgunblaðið - 04.10.2009, Síða 39
Umræðan 39BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 2009
NÚ SÍÐSUMARS bar það til tíð-
inda í Gleðivík á Djúpavogi að þar
voru sett upp listaverk Sigurðar
Guðmundssonar
myndhöggvara.
Þetta náði at-
hygli fjölmiðla,
sem eðlilegt var,
nema að Rík-
issjónvarpið
fjallaði aðeins
stuttlega um
málið og það í
neikvæðum tón.
Innihald fréttar-
innar var meint óánægja ótil-
greindra íbúa Djúpavogshrepps
vegna kostnaðarhluta sveitarfé-
lagsins í verkinu. Af fréttinni mátti
ráða að þetta framtak orkaði tví-
mælis. Ekki kom fram umfang þess
og eðli, né skírskotun þess til um-
hverfisins og hins framsækna anda
sem sannarlega einkennir fámennt
byggðarlag, sem mjög hefur þurft
að berjast fyrir sínum hlut.
Verkin sem um ræðir eru fjöl-
margir skúlptúrar úr graníti, form-
aðir sem egg. Hvert egg um sig er
tileinkað tiltekinni fuglategund sem
sjá má á hverju sumri í friðuðu
fuglaskoðunarsvæði á Búlandsnesi,
steinsnar frá þorpinu á Djúpavogi.
Staðsetning þessara steineggja
vekur athygli og er táknræn, ekki
síður en verkin sjálf: Við Gleðivík á
Djúpavogi var loðnubræðsla sem
hætti rekstri og vélarnar voru seld-
ar til útlanda. Eftir stóð
verksmiðjubyggingin, lönd-
unarbryggjan og stöplarnir undan
löndunarmannvirkjunum. Má segja
að leifar bræðslunnar hafi staðið
þar sem ímynd þeirrar hverfulu
gæfu og óblíðra skilyrða til styrk-
ingar atvinnulífinu sem svo mjög
einkennir íslensk sjávarpláss.
Á undanförnum árum hefur
Djúpavogsbúum tekist að vekja at-
hygli á einstöku og ríku fuglalífi
sem finna má á Búlandsnesi, rétt
við bæjardyrnar. Aðstöðu hefur
verið komið upp og svæðið verið
kynnt hverjum þeim sem stunda
vilja þá vistvænu dægradvöl að
fylgjast með fuglum, sjá þá og taka
af þeim myndir. Auk merkilegrar
sögu staðarins, sem verður ljóslif-
andi við heimsókn í gamla versl-
unarhúsið Löngubúð, er fuglaskoð-
unarsvæðið það áhugaverðasta í
augum ferðamanna á þessum slóð-
um. Nú er unnið að því að gera
Djúpavog að viðkomustað skemmti-
ferðaskipa og hefur það starf þegar
skilað árangri. Gleðivík ber því
nafn með rentu, þrátt fyrir allt.
Fjölmörg smærri byggðarlög um
land allt hafa mátt þola brottflutn-
ing íbúa og hafa þó staðið í ströngu
við að veita hverjum og einum góða
þjónustu. Þau fá litla aðstoð í bar-
áttu sinni og oft á tíðum lítinn
skilning. En þegar lítið samfélag
eins og Djúpivogur sýnir lífsvilja
sinn eins glögglega og hér var gert
er það allrar athygli vert. Lista-
verkunum var komið fyrir á auðum
stöplum sem standa í röð frá lönd-
unarbryggjunni og upp að hinu
auða verksmiðjuhúsi bræðslunnar
fyrrverandi. Í stað þess að vera
táknmynd vonbrigða og hnignunar
hafa þessar járnbentu steintennur
fengið nýtt inntak bjartsýni og lífs,
sem tengt er von og vilja lítils sam-
félags til að rata nýjar leiðir á eigin
forsendum. Þar gleðja þau augu
hvers sem njóta vill.
Það var því með lítilli gleði að ég
á dögunum sá umfjöllun Ríkissjón-
varpsins um þetta menningar-
framtak. Athyglinni var beint að
því að sveitarsjóður hafði kostað
tæpan helming verksins. Þó kom
fram að heildarkostnaður þess var
svo lítill að undrum sætir. Að
óreyndu mætti halda að upphæðin
dygði vart til meira en til flutnings-
kostnaðar efnis á staðinn um lang-
an veg, hvað þá meir. En það verða
alltaf til úrtöluraddir gegn hverju
framtaki á menningarsviðinu sem
ráðist er í. Þær raddir munu
þagna, en Djúpavogsbúar munu
lengi og vel njóta nýrra dýrgripa í
það góða safn sem fyrir var og von-
andi líka þeirra einstaklinga sem
láta hjartað ráða, fremur en mag-
ann.
ÞÓRHALLUR PÁLSSON
arkitekt.
Djásn í Gleðivík
Frá Þórhalli Pálssyni
Steinegg Sigurðar Guðmundssonar, myndhöggvara.
Þórhallur Pálsson
MIKIÐ er nú talað um að nýta
mannauðinn sem best, sbr. ræður
menntamálaráðherra, og eru það
orð í tíma töluð.
Í allflestum tilfellum er átt við að
nýta sem best þá þekkingu sem ein-
staklingurinn hefur aflað sér í skóla
og því lengur sem hann hefur verið
í skóla (að mennta sig) því verð-
mætari á hann að vera þjóðfélaginu
Samkvæmt þessu er sá sem hefur
dvalið í skóla svo og svo lengi verð-
mætari þjóðfélagsþegn, en sá sem
lítillar skólamenntunar hefur aflað
sér. Þetta tel ég ekki alveg rétt og
þarna er nýyrði til alhæfingar of-
metið. Ég tel að mesti mannauður
hverrar þjóðar sé ævistarf og
reynsla hvers þess manns og konu,
sem við starfslok hefur skilað góðu
og vönduðu starfi fyrir samfélag sitt
óháð því hvort viðkomandi hafi
langa skólagöngu að baki eða ekki.
Nýting þess mannauðs sem býr í
reynslu og þekkingu eldra fólks er
stórlega vanmetin. Þegar fólk hefur
lokið ævistarfi sínu, orðið 65 eða 67
ára og er komið á eftirlaun, þá er sú
skoðun rík í þjóðfélaginu að þetta
eldra fólk eigi að setjast í helgan
stein og hætta öllum afskiptum af
þjóðfélaginu.
Oft er þetta fólk enn við góða lík-
amlega og andlega heilsu og þá er
slæmt, að setja þetta fólk til hliðar,
því í þessu fólki býr að mínu mati
verðmætasti mannauður hverrar
þjóðar.
Ég ætla að nefna nokkur dæmi
þessu til staðfestingar. Umburðar-
lyndi þróast með árunum og eldra
fólk hefur að öllu jöfnu meira um-
burðarlyndi en ungt fólk. Eldra fólk
er að öllu jöfnu mjög skyldurækið
og ábyrgðarfullt til allra þeirra
starfa sem það tekur að sér.
Nægjusemi og hógværð er yfirleitt
meiri hjá eldra fólki en því yngra.
Unga fólkið er kröfuharðara til lífs-
gæða en það eldra. Einnig held ég
að heiðarleiki, réttlætiskennd og al-
menn dómgreind vaxi á langri lífs-
leið. Sjálfsagt mætti fleira tína til,
um mismun þeirra eldri og yngri,
en yngra fólkið hefur margt fram
yfir það eldra svo sem kraft,
snerpu, flýti og færni á ýmsum svið-
um.
Þessi upptalning er eingöngu sett
fram til að minna á, að það býr mik-
ill mannauður í eldra fólki.
Ég held að það sé mjög miður að
eldra fólk sé ekki lengur við stjórn-
unarstörf, t.d. hjá hinu opinbera.
Það hefur yfirleitt rúman tíma,
ílengist ekki of lengi í störfum (nátt-
úrleg afföll) og örugglega ekki
kröfuhart til launa (því það hefur
sín eftirlaun).
Öldungaráð hafa verið til frá örófi
alda, eða frá því að sögur hófust, og
verið stór þáttur í stjórnskipulagi
þjóða og enn þann dag í dag er það
talið nauðsynlegur þáttur stjórn-
kerfisins. Mannauður er ekki aðeins
góð þekking á einu sviði, hann er
manngildið í sinni víðustu merk-
ingu.
Ég vil svo ljúka þessum hugleið-
ingum með þeirri fullyrðingu, að
þekking sem þrykkt er á blað og
kennd nú í skólum sé reynsla og
rannsóknir genginna kynslóða.
HAFSTEINN
SIGURBJÖRNSSON,
ellilífeyrisþegi.
Mannauður
Frá Hafsteini Sigurbjörnssyni
AÐGERÐIR ríkisstjórn-
arinnar til lausnar vanda heim-
ilanna sem kynntar hafa verið
eru allsendis ófullnægjandi,
leysa ekki vandann sem þeim
er ætlað að leysa, lægja ekki
óánægjuöldur og koma ekki í
veg fyrir uppreisn og landflótta
ungs fólks.
Það sem gera þarf er að færa
höfuðstól allra húsnæðislána til
lánskjaravísitölu 1. maí 2008,
fella niður vísitölutryggingu og
breyta myntkörfulánum í al-
menn húsnæðislán. Þá er meg-
invandi heimilanna leystur og
bankar og lánastofnanir neyð-
ast til að vanda sig og hjól at-
vinnulífsins fara að snúast.
Kostnað af þessu skal greiða
með sektum fjárglæframanna
og eignum þeirra sem gerðar
verða upptækar.
TRYGGVI GÍSLASON,
fv. skólameistari Mennta-
skólans á Akureyri.
Uppreisn
og land-
flótti
Frá Tryggva Gíslasyni:
NPA þjónusta og núverandi stofnanaþjónusta borin saman
NPA Stofnanaþjónusta
Notandi auglýsir eftir og ræður eigin
aðstoðarmenn í vinnu.
Notandi hefur engin áhrif á hver það er sem
veitir aðstoðina.
Er verkstjóri yfir eigin aðstoðarmönnum.
Ákveður hvaða þarfir fyrir aðstoð skal
uppfylla og hvernig aðstoðin er veitt.
Hið opinbera er verkstjóri og ákveður og
úthlutar aðstoðarmönnum, hvað þeir gera,
hvernig, hvenær og tímafjölda.
Getur lifað í samfélaginu á sama hátt og aðrir.
Fær nauðsynlega aðstoð, t.d. til að geta lifað
eðlilegu fjölskyldu- og félagslífi.
Aðstoð oft aðeins veitt inni á heimilinu svo
virk þátttaka utan heimilis er oft útilokuð.
Margir upplifa félagslega einangrun.
Fær fasta aðstoðarmenn. Í Noregi er 60% af
einstaklingum með NPA með 1 til 2
aðstoðarmenn.
Vegna vaktafyrirkomulags hérlendis og örra
mannaskipta hafa mun fleiri aðilar komið að
þjónustunni við hvern einstakling.
Verkstjóri, einstaklingurinn sjálfur, ákveður
hvenær aðstoðin er veitt.
Hið opinbera ákveður hvenær aðstoðin er veitt
(s.s. hvenær þú ferð í sturtu, borðar, ferð á
fætur eða út úr húsi, leggur þig o.s.frv.)
Sveigjanleiki. Einstaklingur ráðstafar sjálfur
hvernig hann nýtir útthlutaðan tímafjölda.
Ósveigjanleiki. Hið opinbera skipuleggur og
ráðstafar úthlutuðum tímafjölda
Ein samræmd þjónusta, sem einstaklingurinn
skipuleggur og ráðstafar. Hefur bein samskipti
við aðstoðarmenn frá upphafi til enda. Hið
opinbera sleppur við daglega stjórnun á
daglegu lífi einstaklings.
Aðskilin, ósamræmd, ófullnægjandi þjónusta.
Hið opinbera notar margar stofnanir til að
þjónusta einstaklinginn. Skipulagið er sniðið
að verksviði fagstéttanna. Meira skrifræði og
meiri stjórnsýsla.
NPA er fé-
lagsþjónusta sem
ætlað er að uppfylla
þarfir fatlaðs fólks
fyrir aðstoð heima og
úti í samfélaginu og
njóta þannig þess
frelsis í daglegu lífi
er ófatlað fólk tekur
sem gefnu. Rétturinn
til aðstoðarinnar á
sér stoð í meg-
inmarkmiðum Stjórn-
arskrár Íslands og samnings Sam-
einuðu þjóðanna um réttindi fólks
með fötlun. Markmiðið með NPA
er að fólk með líkamlegar eða
andlegar skerðingar og þörf fyrir
aðstoð hafi möguleika á að lifa
sjálfstæðu og virku lífi. NPA þjón-
usta hefur ekki verið innleidd á
Íslandi, en er þó veitt nokkrum
einstaklingum á takmarkaðan hátt
og í flestum tilvikum sem til-
raunaverkefni. Á Norðurlöndum
er þessi þjónusta við lýði og á sér
lengsta sögu í Svíþjóð eða allt frá
árinu 1993.
90% ánægð í Noregi
Rannsókn á NPA í Noregi skil-
greinir NPA-þjónustuna sem mik-
inn árangur í þjónustu við fatlað
fólk. 90% fatlaðra einstaklinga
sem eru háðir aðstoð í daglegu lífi
og eru með NPA, eru ánægð með
þjónustuna. NPA þýðir færri að-
stoðarmenn og meiri sveigjanleika
í daglegu lífi. (Noregur, NHF, ØF
skýrsla nr. 03/2003).
NPA á sér ekki skýra lagastoð
hér á landi. Opinberir aðilar sem
koma að stofnanastýrðri aðstoð
við fatlað fólk á eigin heimilum
eru einkum svæðisskrifstofur um
málefni fatlaðra, félagsþjónustur
sveitarfélaga og heimahjúkrun
heilsugæslustofnana, en auk þess
er aðstoð veitt inni á stofnunum
og sambýlum þar sem fatlað fólk
býr. Á næstunni býðst gott tæki-
færi til að endurskoða stofn-
anaþjónustuna og taka upp NPA-
þjónustu þegar „málefni fatlaðra“
eins og það er kallað verða flutt
frá ríki til sveitarfélaga.
NPA færir völd og ábyrgð til
fatlaðs fólks frá stofnanaþjónust-
unni. NPA styður við frelsi fólks
með þörf fyrir aðstoð og eykur
möguleika þess til sjálfstæðs
heimilishalds, fjölskyldulífs,
menntunar og atvinnu á við aðra.
NPA styður við jafnrétti og jafn-
ræði maka fatlaðra einstaklinga.
Styður við réttindi barna og
jafnrétti kynja
NPA-þjónusta gerir fjölskyldum
fatlaðra barna kleift að lifa sínu
lífi eins og aðrar fjöl-
skyldur með börn.
Foreldrarnir geta
ákveðið og stjórnað
daglegu lífi sínu eins
og aðrar fjölskyldur.
Börnin fá fasta,
örugga og viðeigandi
aðstoðarmenn skv.
eigin vali foreldra.
NPA gerir barni með
mikla þörf fyrir aðstoð
í daglegu lífi mögulegt
að búa heima hjá sér
eins og sjálfsagt þykir
um önnur börn.
74% fólks með NPA þjónustu í
Noregi telur þjónustuna „afar
mikilvæga“ varðandi það að vera
ekki háður fjölskyldu sinni og vin-
um um aðstoð. Konur sérstaklega
meta NPA sem „afar mikilvæga“ í
enn stærra hlutfalli en karlar.
(Noregur, NHF, Østlands-
forskning: Selvstyrt og velstyrt?
2003.)
Fatlað fólk, sem hefur þörf við
aðstoð, getur í dag fengið þjón-
ustu eins og heimaþjónustu sveit-
arfélaga, heimahjúkrun heilsu-
gæslunnar, félagslega liðveislu
sveitarfélaga, frekari liðveislu
svæðisskrifstofa ríkisins, þjónustu
á stofnunum, þjónustuíbúða-
kjörnum, sambýlum og skamm-
tímavistun (hvíldarinnlögn) og
maki fatlaðs einstaklings getur í
vissum tilvikum fengið „umönn-
unarbætur“. Öll þessi þjónusta er
hugmyndafræðilega og skipulags-
lega komin í öngstræti. Eitt af því
sem einkennir þjónustuna er að í
mjög takmörkuðum mæli er gert
ráð fyrir að einstaklingurinn lifi
virku lífi í samfélaginu og haldi
sínum borgaralegu réttindum og
skyldum. T.d. sé í námi, vinnu eða
virku almennu félagslífi meðal
fólks. NPA þjónustan snýr valda-
pýramídanum við og setur fatl-
aðan einstakling efst. Launakostn-
aður vegna NPA-aðstoðarmanns
er ekki meiri en starfsmanna nú-
verandi opinberra þjónustuveit-
enda. Hvaða hæfileika og fag-
kunnáttu NPA-aðstoðarmenn
þurfa að hafa ræðst af vilja og
ákvörðun þess sem fær NPA-
þjónustuna. Það er kominn tími til
að fatlað fólk njóti fullra mann-
réttinda í samfélaginu.
Frelsi fatlaðs fólks
og ábyrgð á eigin lífi
Eftir Ragnar Gunn-
ar Þórhallsson
Ragnar Gunnar
Þórhallsson
» Á næstunni býðst
gott tækifæri til að
endurskoða stofn-
anaþjónustuna og taka
upp NPA-þjónustu...
Höfundur er formaður Sjálfsbjargar,
landssambands fatlaðra.