Morgunblaðið - 04.10.2009, Page 40

Morgunblaðið - 04.10.2009, Page 40
40 Minningar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 2009 ✝ Einar Már Krist-jánsson, Hörða- landi 6, Reykjavík, fæddist í Reykjavík 26. mars 1975. Hann lést á heimili sínu hinn 16. september sl. Móðir hans er Ólöf Jónsdóttir, f. 10.11. 1956. Önnur börn hennar eru Ólöf og María Steindórs- dætur, Ásdís Magnea og Aldís Ósk Egils- dætur. Faðir Einars Más er Kristján Elías- son, f. 15.12. 1950. Önnur börn hans eru Elías Þórarinn, Egill Fannar og Eva. Einar Már gekk í grunnskóla í Breið- holtsskóla. Hann stundaði vinnu hjá Reykjavíkurborg og víðar. Hann gaf út þrjár ljóðabækur: Í myrkvuðum heimi 1993, Í góðri trú 1994 og Fallnir englar 2005. Einar hefur bú- ið í Hörðalandi 6 síð- an 2003. Útför Einars Más fór fram frá Foss- vogskapellu 29. sept- ember, í kyrrþey. Meira: mbl.is/minningar Elsku besti sonur minn, ég skrifa til þín með sorg í hjarta og mig lang- ar að reyna að þakka þér fyrir allt sem þú hefur veitt okkur af visku- brunni þínum og af þínu stóra hjarta sem ekkert aumt mátti sjá, alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd. Gæfu- samir eru þeir sem hlutu þann heiður að kynnast þér. Við áttum saman stundir sem ávallt verða greyptar í huga minn. Þú tjáðir þínar tilfinning- ar með ljóðum og gafst út 3 ljóða- bækur, en ekki náðist að selja þær síðustu sem þú gafst út. Eins og allt- af er þú mættir mótlæti í lífinu tókst þú því með æðruleysi og barst höf- uðið hátt. En því miður komu upp að- stæður sem ekki áttu að verða og við gátum ekki rætt málin, sem mér fannst miður. En það verður ekki á allt kosið. Ég er svo þakklát fyrir að hafa samt náð að tala við þig áður en þú lést og segja þér hvað mér þætti vænt um þig og fleira það sem fór á milli mín og þín geymi ég í mínu hjarta. Dagur rís, nýtt líf hefst sólin skín á lofti björt nýr dagur gleði manni gefst og brotið hjarta eflist ört. Að elska það sem í hjarta býr er tryggð og ást við sjálfan sig ef þú virðir það sem að þér snýr þá gleður, flytur þig á hærra stig. Oft er kærleikurinn sterkari en stál og ef þú kannt vel með hann að fara þá muntu öðlast frið í þinni sál og hið dimma og kalda mun út fjara. (Einar Már Kristjánsson.) Þér var ansi hlýtt til föðurömmu þinnar og móðurömmu þinnar, ég sá að þú varst búinn að láta teikna mynd af báðum ömmunum en því miður komst það ekki til skila. Föðuramma þín var mikið með þig, hún tók okkur eins og ég væri ein úr fjölskyldu hennar og Lóu föður- systur þinni á ég mikið að þakka, hún verður mér alltaf dýrmæt mann- eskja. Þó að ég og faðir þinn næðum ekki saman áttum við dýrmætan son, sem þráði að sjá kærleika í fólki. Og hún elsku Eva þín, hvað hún reyndist þér góð systir, þér var afar hlýtt til hennar og ég veit að það var líka sama frá henni og erfitt verður fyrir hana að kveðja þig. Hún var sú eina af þeim systrum sem náði vel til þín, þið áttuð sumt sameiginlegt sem þið gátuð talað um. Þú talaðir oft um hvað þú saknaðir þess að hitta hinar systurnar lítið. Aðstæðurnar voru bara þannig, því miður, en þér þótti vænt um þær. Elsku Einar minn, ég kveð þig núna, það er erfitt að þurfa að kveðja þig á þennan hátt, en ég reyni að hugsa að núna sértu búinn að finna þennan innri frið sem þú þráðir lengi. Einar Már Kristjánsson Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Barnavörur Emmaljunga barnavagn og kerra til sölu - Lítið notaður og vel með farinn Emmaljunga (svartur) barna- vagn og kerra til sölu. Verð 50.000. S. 864 9984. Gisting AKUREYRI Sumarhús (130 fm) til leigu við Akureyri. 4 svefnherb. + svefnloft, 2 baðherb, rúm fyrir 11 manns, verönd og heitur pottur, glæsilegt útsýni yfir Akureyri. www.orlofshus.is eða Leó, sími 897 5300. Veitingastaðir Viðskiptatækifæri Til sölu meðalstór veitingastaður á Þórshöfn. Staðurinn er vel tækjum búinn, selst með húsnæði og öllum tækjum. Gott viðskiptatækifæri með góðum tekjum fyrir réttan aðila. Allar nánari upplýsingar: eyrin@eyrin.is Flug Heilsa Smart Motion hlaupastíls- námskeið. Lærðu að hlaupa á léttari máta með minna álagi á fætur, fótleggi, kálfa, hné, mjaðmir og mjóbak á Smart Motion hlaupastílsnámskeiði. Smári, s. 896 2300. www.smartmotion.org Hljóðfæri Dúndurtilboð Kassagítarar: 1/4 stærð kr. 10.900 pakkinn með poka, strengjasetti og stilliflautu. 1/2 stærð kr. 7.900. Full stærð kr. 12.900. 3/4 kr. 10.900. 4/4 kr. 12.900. Rafmagnsgítarpakkar frá kr. 39.900. Hljómborð frá kr. 8.900. Trommusett kr. 79.900 með öllu. Gítarinn, Stórhöfða 27, sími 552 2125. www.gitarinn.is Húsnæði í boði Svæði 109, 40 fm íbúð á jarðhæð Sérinngangur, hiti og rafmagn inni- falið, laus strax, 65 þúsund. Sími 860 2130. Atvinnuhúsnæði Bæjarlind 14-16 Til leigu verslunar- eða skrifstofu- húsnæði í Bæjarlind 14-16 á jarðhæð (neðstu) – norðurendi, 2-400 m². Innkeyrsludyr, næg bílastæði og góð aðkoma. Hagstæð leiga. Upplýsingar í síma 895 5053. Sumarhús Sumarhús - orlofshús Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Námskeið Coaching Camp og sjálfstraustið eflist! 9. - 11. okt. 2009. Kröftugt námskeið fyrir konur á öllum aldri sem vilja byggja upp sjálfstraust sitt svo um munar. www.coaching- camp.is - Coaching Camp á facebook - coach@coachingcamp.is Verslun Trúlofunarhringar - gamaldags og nýmóðins Auk gullhringa eigum við titanium-, silfur- og tungstenpör á fínu verði. Sérsmíði, skart, silfur og vönduð armbandsúr. ERNA, Skipholti 3, s. 552 0775, www.erna.is Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum gull til að smíða úr. Spörum gjaldeyri. Heiðarleg viðskipti. Aðeins í verslun okkar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL ! Ég, Magnús Steinþórsson gull- smíðameistari, kaupi gull, gull- peninga og gullskartgripi af fólki og veiti ég góð ráð. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns. Upplýsingar á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13. Verið velkomin. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Nýkomið – Skór Ekta leður, litur Svar. St. 36 – 41 Sími 588 8050. Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Nýkomið – Skokkar St. S – XXL, St. 42 – 56. Litir: Lilla/grátt, svart/grátt, svart/blátt. Sími 588 8050. Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Nýkomið – Peysur Litur: Svart, grátt. St. S-XXL. Sími 588 8050. Teg. 7204 - mjúkur og æðislegur í BCD skálum á kr. 3.950,- boxer buxur í stíl á kr. 1.950,-, Teg. 82115 - mjög gott aðhald í CDE skálum á kr. 3.950,- boxer buxur í stíl á kr. 1.950,- Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, laugard. 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Nautakjöt beint frá bónda. Nánari upplýsingar á www.njalunaut.is Sýnið hagkvæmni í innkaupum. Hentugar fjölskyldustærðir. Sími: 898-4992. Hlýtt fyrir haustið Flísfóðraðir vettlingar. Póstsendum. Skarthúsið, Laugavegi 44. Sími 562 2466. Flottir leðurskór fyrir skvísur á öllum aldri. Margar gerðir og litir. Verð frá 10.200.- Misty skór, Laugavegi 178, sími: 551 2070, opið: mán.- fös. 10 - 18, lau. 10 -14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. Vélar & tæki Járnsmíðavélar óskast svo sem MIG-suða, legupressa, borvél, bandsög og fleira. Upplýsingar í síma 8209390. Bátar Vantar grásleppubát með grásleppuleyfi og netum. Upplýsingar í síma 895 3211. Skemmtibátur, gott dekkpláss Í bátnum er nýtt AIS-tæki, ný talstöð ásamt dýptarmæli og radar. 40 hest- afla vél með nýjum startara, altana- tor og m.fl. Uppl. í síma 894 3117. Bílar Til sölu fimm manna Land cruiser 120 árg. 2003, 35” breyttur. Cruise control, topplúga ásamt fleiru. Ekinn 130 þús. km. Verð 3,5 millj. eða staðgreiðslutilboð. Upplýsingar í síma 895-3211. Til sölu Dodge Ram ´99 húsbíll 6 cil bensín, ssk., 2 captain-stólar og gott rúm. Góður ferðabíll, verð 650 þ., ekinn 59 þús. mílur, góður stað- greiðsluafsl., skipti möguleg á Yaris eða Hondu crv. Uppl. 895 7477. Bílaþjónusta Hjólhýsi Óska eftir að kaupa hjólhýsi á verðbilinu 500-700 þús.? eða meira. Upplýsingar í síma 895 3211. Húsviðhald Tökum að okkur að leggja PVC dúk á þök og bílskúra. Þjónum lands- byggðinni einnig. Erum líka í viðgerðum. Uppl. í síma 659-3598. Innbú til sölu. Fyrstir koma fyrstir fá Einfadur ísskápur, uppþvottavél, frystiskápur, eldhúsinnrétting, innihurðar, fataskápar, forstofu- skápur, hornsófi, borðstofuborð og átta leðurstólar, eldhússtólar, rúmgafl og náttborð Upplýsingar í síma 896 0708. Heimilistæki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.