Morgunblaðið - 04.10.2009, Síða 46
46 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 2009
Sudoku
Frumstig
8 2 6
6 4 1 5
7 3
6
8 5 7
1 4 2
9 7 5 4
2 3
9 2 5
3 1 9 2
8 4
6 5 3 1
8 5 3
3 9 5 1 2
6 4
9 8
9 7 2
7
2 3 4
8 6 5
7 6 4 3
1 3 2
6 5 1
9 3 8
2 7 3 9 1 4 6 8 5
9 1 4 6 8 5 2 3 7
6 8 5 3 2 7 1 4 9
8 4 2 5 6 9 7 1 3
5 3 1 4 7 2 9 6 8
7 6 9 8 3 1 4 5 2
1 2 8 7 5 6 3 9 4
3 9 7 1 4 8 5 2 6
4 5 6 2 9 3 8 7 1
8 4 6 2 1 3 7 5 9
3 9 2 5 8 7 4 1 6
7 1 5 6 9 4 8 2 3
4 5 1 9 6 2 3 8 7
9 3 8 4 7 5 2 6 1
6 2 7 8 3 1 5 9 4
1 8 4 3 5 9 6 7 2
5 7 3 1 2 6 9 4 8
2 6 9 7 4 8 1 3 5
2 1 9 6 5 7 3 4 8
5 7 6 4 3 8 9 1 2
3 8 4 2 1 9 6 5 7
6 2 5 7 8 4 1 9 3
1 9 7 5 2 3 8 6 4
8 4 3 1 9 6 7 2 5
9 5 8 3 6 2 4 7 1
7 6 2 8 4 1 5 3 9
4 3 1 9 7 5 2 8 6
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er sunnudagur 4. október,
277. dagur ársins 2009
Orð dagsins: Ég lít svo á, að ekki séu
þjáningar þessa tíma neitt í sam-
anburði við þá dýrð, sem oss mun op-
inberast. (Rm. 8, 18.)
Víkverji rak augun í sérkennilegaauglýsingu í sjónvarpsdagskrár-
blaðinu Birtu. Auglýsingin er frá
Samstarfshópi um vinnuvernd á Ís-
landi. Í rauðum hástöfum stendur:
EINELTI Á KENNARASTOF-
UNNI! Þar er skorað á alla kennara
sem hafa orðið fyrir kynferðislegri
áreitni og „bolun“ að tilkynna það taf-
arlaust til Kennarasambands Íslands.
x x x
Er virkilega svo ástatt innan kenn-arastéttar landsins að sérstök
ástæða sé til að beina því til hennar
að vara sig á kynferðislegu ofbeldi?
Eru kennarar landsins upp til hópa
veiklundað fólk sem ekki getur tekið
á málum? Og eru kynferðispervertar
innan kennarastéttar grasserandi í
svo miklum mæli að ástæða sé til að
senda út viðvörun í formi auglýsingar
til værukærra kennara sem átta sig
ekki á hættunni sem stafar frá þess-
um mönnum?
x x x
Víkverji vinnur á fjölmennumvinnustað. Má hann eiga von á
að Blaðamannafélagið sendi frá sér
auglýsingu um að blaðamenn eigi að
vara sig á kynferðislegri áreitni fé-
laga sinna og kæra hana samstundis?
Víkverja, sem er kvenkyns, varð það
á um daginn að klappa einum yf-
irmanna sinna, karlkyns, á öxlina.
Víkverja þykir einfaldlega vænt um
þennan mann og hugsaði snertinguna
ekki sem kynferðislegt káf. Hann
vonar innilega að yfirmaðurinn sé
þeirrar gerðar að hann hafi þolað
snertinguna. Víkverji er ekki alveg
frá því að hann hafi jafnvel klappað
yfirmanninum tvisvar. En þetta hlýt-
ur að sleppa í þetta sinn því viðkom-
andi yfirmaður er töffari af guðs náð
og töffarar þola næstum því allt.
Kannski Víkverji klappi honum bara í
þriðja sinn.
x x x
Víkverji spyr sig líka að því afhverju sé verið í þessari auglýs-
ingu að nota orð eins og „bolun“.
Hvers lags orðskrípi er það nú eig-
inlega? Svona ljótt og óþarft orð á
hvorki að heyrast né sjást. víkver-
ji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 skrautgjarn, 8
fiskveiðar, 9 hrósar, 10
slæm, 11 dregur, 13
mannsnafn, 15 æki, 18
ofsamaður, 21 guð, 22
ginni, 23 fuglinn, 24 ná-
býliskona.
Lóðrétt | 2 slóttug, 3 tal-
ar, 4 lítill bátur, 5 skott-
ið, 6 knippi, 7 ósoðinn,
12 bardaga, 14 sefa, 15
hæð, 16 ílát, 17 stíf, 18
ósvífin, 19 sárið, 20
skýra frá.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 trýni, 4 bolti, 7 nefna, 8 riftu, 9 níð 11 rýrt, 13
grun, 14 askur, 15 fork, 17 árás, 20 urt, 22 mokar, 23
efnuð, 24 linna, 25 glita.
Lóðrétt: 1 týnir, 2 ýlfur, 3 iðan, 4 borð, 5 lifir, 6 Iðunn,
10 ískur, 12 tak, 13 grá, 15 fámál, 16 rakan, 18 rengi, 19
síðla, 20 urða, 21 teig.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. c4 e6 2. e4 b6 3. Rc3 Bb7 4. Rf3 c5
5. d3 Rc6 6. Bf4 d6 7. h3 Rf6 8. Be2
Be7 9. 0-0 0-0 10. Bh2 He8 11. a3 Bf8
12. Hb1 d5 13. e5 d4 14. Rb5 Rd7 15.
b4 a6 16. Rd6 Bxd6 17. exd6 e5 18.
Rd2 Db8 19. Bg4 Dxd6 20. Re4 Dc7
21. Bxd7 Dxd7 22. bxc5 Rd8 23. Rd6
Dc6 24. Dg4 h5 25. Dg3 He6 26. Rxb7
Dxb7 27. Hxb6 Hxb6 28. cxb6 Dxb6
29. Dxe5 Re6 30. f4 Rc5 31. f5 Hd8
32. f6 g6 33. De7 Hc8 34. Bd6 Rxd3
35. Hf3 Rc5 36. Kh2 Dc6 37. Hg3 Re6
Staðan kom upp á alþjóðlegu móti í
Reykjavík sem Taflfélag Bolungar-
víkur hélt en Útgáfufélagið Sögur
styrkti. Sigurvegari mótsins, stór-
meistarinn Normunds Miezis (2.558)
frá Lettlandi hafði hvítt gegn Birni
Þorfinnssyni (2.395). 38. Hxg6+!
Kh8 39. Dxf7 Dxd6+ 40. Kh1 Df8 41.
Dxe6 He8 42. Df5 He1+ 43. Kh2 og
svartur gafst upp.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Úlfakreppa.
Norður
♠D1073
♥ÁD103
♦K63
♣86
Vestur Austur
♠84 ♠95
♥G2 ♥K9876
♦D1085 ♦G9
♣ÁG542 ♣D1093
Suður
♠ÁKG62
♥54
♦Á742
♣K7
Suður spilar 4♠.
Stundum er full ástæða til að efast
um frelsi viljans. Eða hversu frjáls er
austur þegar hann stendur frammi fyr-
ir óvæntu tilboði sagnhafa í fyrsta
slag? Skoðum málið. Vestur kemur út
með ♥G og sagnhafi dúkkar! Hvað á
austur að gera?
Austur getur leyft makker að halda
slagnum, en þá verður hægur vandi
fyrir sagnhafa að trompsvína síðar fyr-
ir ♥K og losa sig við eitt lauf heima.
Hinn kostur austurs er að yfirdrepa
♥G með kóng til að spila laufi. Þá nær
vörnin í laufslagina tvo, en á móti getur
sagnhafi hent tíglum niður í ♥D10.
Þótt austur hafi hér frjálst val á milli
tveggja kosta ræður hann samt engu
um útkomuna. Hann er í úlfakreppu,
getur valið um tvær leiðir, sem báðar
liggja til andskotans.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Misskilningur, tafir og óreiða hafa
sett mark sitt á samskipti þín að und-
anförnu. Láttu ekki aðra taka það sem er
þitt.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Tvíburinn gefur og gefur og þegar
kvöldar gleðst hann yfir viðleitni sinni.
Aukið annríki og óreiða halda þér við efn-
ið.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú ert nú ekki heppilegasti mað-
urinn til þess að bjarga heiminum á með-
an þú getur ekki einu sinni skipulagt þitt
eigið líf.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þið megið hvergi slaka á við að
vinna fólk á ykkar band. Gefðu þér tíma
til þess að vinna hugmyndunum fylgi.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Nú er rétt að taka aftur til við verk,
sem þú slóst á frest fyrir nokkru. Lykill-
inn að velgengi er að koma fram með eitt-
hvað nýtt.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þú þarft að berjast fyrir til-
verurétti þínum í dag. Borðaðu annan mat
en þú ert vanur eða farðu í fjallgöngu á
stað sem einhver mælti með.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þú hefur gaman af því að skiptast á
hugmyndum við aðra. Nú er í lagi að bera
sig eftir því sem þú óskar þér.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þú þarft að tjá þig mjög skýrt
í dag, jafnvel þótt þú eigir í samskiptum
við fólk sem skilur þig oftast. Einhver ná-
kominn þér fær kaupauka eða hlunnindi
sem koma þér jafnframt til góða.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Nú verður ekki lengur undan
því vikist að koma skikki á peningamálin.
Gerðu bragarbót á því hið fyrsta. Vertu
bara sátt(ur) við sjálfa(n) þig og und-
irbúðu þig.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Gættu þess að þú látir ekki erf-
iðleika þína bitna á þínum nánustu.
Reyndu að setja þér reglur og fara eftir
þeim.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú þarft að standa í fé-
lagslegum leiðindum eins og afsökunum
og öðrum átökum. Hið góða er að allir
virðast skilja þig.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þú ert friðsæll og í góðu jafnvægi
og hefur því góð áhrif á alla í kringum þig.
Sýndu þínum nánustu þolinmæði og
hlýju.
Stjörnuspá
4. október 1908
Þórhallur Bjarnarson, 52 ára
forstöðumaður Prestaskólans,
var vígður biskup yfir Íslandi.
Hann var biskup til æviloka,
1916.
4. október 1928
Reykjavíkurborg keypti
bronsafsteypu af Móðurást
eftir Nínu Sæmundsson, að
frumkvæði Listvinafélagsins.
Tveimur árum síðar var stytt-
unni komið fyrir í Mæðragarð-
inum við Lækjargötu, en þetta
var fyrsta listaverk eftir konu
sem sett var upp í borginni.
4. október 1939
Þjóðviljinn sakaði ráðherra
landsins um að hafa dregið að
sér eldivið á skömmt-
unartímum. Málið var nefnt
Kolamálið. Lögreglurannsókn
fór fram, ráðherrarnir voru
hreinsaðir af þessum áburði
og ritstjórar blaðsins dæmdir
fyrir meiðyrði.
4. október 1956
Sjómannaþátturinn „Á frí-
vaktinni“ hóf göngu sína í Út-
varpinu. Morgunblaðið sagði
að flutt yrðu „óskalög fyrir
sjómenn á hafi úti“. Þátturinn
var á dagskrá í áratugi.
4. október 1984
Verkfall BSRB hófst. Það
hafði víðtæk áhrif, m.a. lá
skólahald niðri, strætisvagnar
gengu ekki og útsendingar
Ríkisútvarpsins féllu að mestu
niður. Samningar tókust 30.
október.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist…
JÓHANNA Sigurðardóttir forsætisráðherra verð-
ur 67 ára í dag. Þessi tímamót þýða að Jóhönnu er
heimilt að fara á eftirlaun. Hún er hins vegar ekki
á þeim buxunum að fara að taka það rólega. Starf
forsætisráðherra er annasamt, ekki síst núna þeg-
ar þjóðin stendur frammi fyrir miklum erf-
iðleikum.
Það hefur verið nóg að gera hjá Jóhönnu síð-
ustu daga. Á miðvikudaginn leit út fyrir að rík-
isstjórnin væri að falla í kjölfar afsagnar Önundar
Jónassonar. Í gær ávarpaði Jóhanna landsþing
Ungra jafnaðarmanna og afhenti bikarinn í bik-
arkeppni KSÍ.
Á morgun flytur Jóhanna stefnuræðu sína á Alþingi en þar fer hún
yfir helstu stefnumál ríkisstjórnarinnar í vetur. Í framhaldinu hefjast
umræður um fjárlagafrumvarpið og fleiri þingmál.
Jóhanna var kosin alþingismaður Reykvíkinga 1978 og hefur setið
á þingi síðan. Hún var félagsmálaráðherra á árunum 1987-1994. Hún
varð aftur félagsmálaráðherra 2007 og forsætisráðherra 1. febrúar
sl. Hún er fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra á Ís-
landi. egol@mbl.is
Jóhanna Sigurðardóttir fagnar 67 ára afmæli
Nóg að gera alla daga
;)
Nýbakaðir foreldrar?
Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum
ásamt upplýsingum um fæðingarstað
og stund, þyngd, lengd
og nöfn foreldra, á netfangið
barn@mbl.is