Morgunblaðið - 04.10.2009, Blaðsíða 48
48 MenningGLÓSUBÓK
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 2009
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
K
vikmyndin Psycho eftir Alf-
red Hitchcock, frá árinu
1960, er brautryðjendaverk
og eitt af meistaraverkum
kvikmyndasögunnar.
Myndin gjörbreytti hrollvekjum og
spennumyndum til frambúðar og hafði
mikil áhrif á marga heimskunna leik-
stjóra, m.a. Brian de Palma og John Car-
penter. Psycho þykir merkileg fyrir
margra hluta sakir, m.a. óvenjulega
myndatöku og hrátt útlit miðað við kvik-
myndir þess tíma sem hún var gerð á.
Merkilegt þótti að Hitchcock vildi hafa
myndina í svart/hvítu þegar litmyndir
voru farnar að ryðja sér til rúms. En Al-
freð vissi hvað hann var að gera, myndin
sígilt meistaraverk og jafnvel talin besta
hrollvekja kvikmyndasögunnar.
Handritið að myndinni gerði Joseph
Stefano og byggði það á skáldsögu Ro-
berts Blochs, Psycho, eða Brjálæðingur.
Aðalpersónu bókarinnar, Norman Ba-
tes, mun Bloch hafa byggt að einhverju
leyti á morðingjanum og grafarræningj-
anum Ed Gein. Gein þessi gróf upp lík úr
kirkjugarði í Wisconsin og bjó m.a. til
minjagripi úr beinunum, að því er fram
kemur á alfræðivefnum Wikipedia, og
myrti tvær manneskjur að því er vitað er.
Ódýr framleiðsla
Sagan segir að Hitchcock hafi viljað að
myndin liti út fyrir að vera ódýr og notaði
sama tökulið og vann með honum við gerð
sjónvarpsþáttanna víðfrægu. Psycho
kostaði 800.000 dollara, sem var lítið á
Hollywood-mælikvarða á þessum tíma,
fyrir einum 50 árum. Myndin þótti heldur
langt frá íburðarmiklum myndum meist-
arans á borð við Rear Window og Vertigo.
Hitchcock mun hafa sagt við kollega sinn
Truffaut að hann væri að leikstýra áhorf-
endum, að leika sér að þeim. Hann hefði
gert „skemmtilega“ mynd (Hitchcock var
mikill húmoristi).
Myndin þótti ein sú skelfilegasta sem
nokkru sinni hafði verið sýnd á hvíta
tjaldinu þegar hún var frumsýnd árið
1960. Leikstjórinn beitti ýmsum brögðum
til að áhorfendur fengju samúð bæði með
morðingjanum og fórnarlambinu og setti
þá um leið í spor þess sem fylgist bjarg-
arlaus með glæpnum en getur ekki hætt
að horfa. Í auglýsingum var fólk beðið
sérstaklega um að segja ekki frá neinum
óvæntum atriðum myndarinnar. En þó
svo flestir kvikmyndaáhugamenn þekki
söguþráðinn í dag og ekkert komi á óvart
lengur má enn dást að frásagnarsnilld og
frumlegri sýn meistara Hitchcocks.
hún fyrir einkennilegan hóteleiganda,
Norman Bates (Anthony Perkins), sem í
fyrstu virðist hlédrægur og kurteis ungur
maður. Hann segist búa einn með móður
sinni í húsi ofan við hótelið og heyrir Marion
þau rífast þegar hún er að koma sér fyrir á
hótelherberginu. Fer svo að Norman myrð-
ir Marion, eftir að hafa legið á gægjum og
fylgst með henni, í víðfrægu og -stældu
sturtuatriði myndarinnar, en áhorfendum
talin trú um að ókunnug kona hafi myrt
hana og þá líklega móðir Normans.
Unnusti Marion fer að leita hennar sem
og einkaspæjarinn Milton Arbogast, sem
yfirmaður Marion réð til að hafa uppi á
henni. Milton rekur slóð Marion að vega-
hóteli Normans sem lýgur því að Marion
hafi yfirgefið hótelið. Milton grunar að
ekki sé allt með felldu og laumar sér síðar
inn í hús Normans sem myrðir hann. Sam,
unnusta Marion, og systur hennar, Lilu,
er nú farið að gruna að ekki sé allt með
felldu enda hafa þau verið í sambandi við
einkaspæjarann frá því hann kom á hót-
elið en lætur nú ekkert í sér heyra. Sam
og Lila ákveða því að leigja sér herbergi á
hóteli Normans og þykjast vera hjón.
Eftir nokkur átök tekst þeim að yfirbuga
Norman sem endar á geðsjúkrahúsi.
Undir lokin kemur í ljós að Norman þjá-
ist af persónuleikaröskun, að í huga hans
takast á persóna hans sjálfs og látinnar
móður hans sem hann myrti ásamt ást-
manni hennar fyrir margt löngu. Átökum
móður og sonar, þ.e. í huga Bates, hefur
lokið með því að móðirin hafði betur.
Hún er nú hinn ráðandi persónuleiki.
Móðir og sonur
Í Psycho segir af einkaritara í Phoenix,
Marion Crane, sem leggur á flótta eftir að
hafa stolið vænni fúlgu fjár af yfirmanni
sínum til þess að geta gifst unnusta sínum,
Sam, sem býr í Kaliforníu. Hún leggur á
flótta til Kaliforníu með peningana og
ákveður að gista á vegahóteli. Þar hittir
Glósubókin: Psycho
Í sturtu Marion Crane
myrt í þekktasta sturtuat-
riði kvikmyndasögunnar í
Psycho, frá árinu 1960.
Mættu á réttum tíma! Hitchcock á aug-
lýsingaveggspjaldi.
ALÞJÓÐLEGT ráð kvikmynda-
leikstjóra úr fremstu röð var árið
1999 beðið um að velja bestu
kvikmynd Hitchcock og varð
Psycho fyrir valinu. Meðal leik-
stjóra í ráðinu voru kanónur á
borð við Martin Scorsese og Baz
Lurhmann en það var tímaritið
Sight and Sound sem bað þá um
að velja, í tilefni af því að 100 ár
voru þá liðin frá því meistarinn
fæddist.
Tveimur árum síðar var Psycho
krýnd spennuþrungnasta, kvik-
myndin, af öllum þeim sem fram-
leiddar hafa verið í Bandaríkj-
unum, af Bandarísku
kvikmyndastofnuninni. Ókindin
lenti í öðru sæti og Særingamað-
urinn í því þriðja.
Besta mynd
Hitchcock
NOKKRAR framhaldsmyndir hafa ver-
ið gerðar um hinn fársjúka morðingja
Norman Bates, auk endurgerðar og
sjónvarpsþáttar. Anthony Perkins lék í
þremur, Psycho 2 og 3 og sjónvarps-
myndinni Psycho 4. Sú síðastnefnda
segir sögu Bates áður en Marion Crane
kemur til sögunnar. Skal engan undra
að framhaldsmyndirnar þóttu verri en
fyrsta myndin. Þá átti að gera sjón-
varpsþætti byggða á Psycho, Bates Mo-
tel, en fyrsti þátturinn þótti svo slakur
að ákveðið var að gera heldur sjón-
varpsmynd.
Árið 1998 gerði Gus Van Sant end-
urgerð, ramma fyrir ramma, af meist-
araverki Hitchcock en reyndar í lit.
Vince Vaughn fór með hlutverk Norm-
an Bates og Anne Heche með hlutverk
Marion Crane. Myndin hlaut heldur
dræmar viðtökur gagnrýnenda. Þá
gerði Jonathan M. Parisen kvikmynd-
ina A Conversation with Norman fyrir
fjórum árum, en hún er byggð á mynd
Hitchcocks. Sú mynd fær 4,1 af 10 í
Imdb.com og litla sem enga gagnrýni
um hana að finna.
Framhaldsmyndir og
endurgerðir
Aftur Úr endurgerð Gus van Sant frá
árinu 1998.
PSYCHO hefur að geyma eitthvert
hryllilegasta atriði kvikmyndasög-
unnar, sturtuatriðið góðkunna. Það
atriði er merkilegt fyrir margra
hluta sakir og gríðarlega flókið ef
litið er til þess að sjónarhorn
myndavélarinnar eru 77 talsins í
þessu eina atriði, þó atriðið sé að-
eins um þrjár mínútur að lengd.
Hringformið er mjög áberandi í
sturtuatriðinu og reyndar er það
gegnumgangandi í myndinni al-
mennt; augu í uppstoppuðum fugl-
um, auga Norman Bates í gægju-
gatinu, niðurfallið í baðinu og
sturtuhausinn m.a., og hafa kvik-
myndaspekúlantar á freudískum
nótum sagt þau tákn fyrir kven-
mannssköp sem mæti hinum ýmsu
reðurtáknum í myndinni, hnífum
og goggum á fuglum til dæmis.
Þessi tákn hafa svo verið sett í sam-
hengi við kynferðislegan undirtón
myndarinnar og gægjuþörf manns-
ins.
Með augum morðingjans
Myndatakan upp í sturtuhausinn
í þessu atriði þótti afar frumleg á
þeim tíma sem myndin var gerð og
þurfti að útbúa sérstakan sturtu-
haus fyrir tökuna og beita sérstakri
linsu. Vatnið rennur ekki út úr
miðju haussins en auga áhorfand-
ans veitir því ekki athygli. Eftir að
Norman myrðir Marion er aftur
sýnt upp í sturtuhausinn en þvínæst
farið ofan í niðurfallið, blóðblönd-
uðu vatninu fylgt þar ofan í. Nið-
urfallið rennur saman við annað
auga Marion, sem liggur látin á
gólfinu og myndavélin færist löt-
urhægt út frá því með örlítilli
hringhreyfingu, líkt og morðinginn
sé að virða fyrir sér fórnarlambið.
Áhorfandinn sér fórnarlambið með
hans augum, er settur í hans spor.
Þaðan er haldið út af baðherberg-
inu og inn í hótelherbergið í einni
töku, allt með auga morðingjans.
Það tók Hitchcock og félaga sex
daga að taka þetta sígilda atriði.
Blóðugt
steypibaðSpilað með
áhorfendur