Morgunblaðið - 20.10.2009, Page 27

Morgunblaðið - 20.10.2009, Page 27
Menning 27FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2009 Magnús var alveg á pari við aðra leikara í þáttunum. 28 » OPINN fundur um menning- armál í Sveitarfélaginu Árborg verður á Hótel Selfossi í kvöld kl. 20. Stutt framsöguerindi flytja Magnús Karel Hann- esson fyrrv. oddviti á Eyr- arbakka, Guðfinna Gunn- arsdóttir fyrrv. form. Leikfélags Selfoss, Andrés Rúnar Ingason formaður menningarmálanefndar, Gísli Jónsson formaður Karlakórs Selfoss, Þorvaldur Guðmundsson framhaldsskóla- kennari og bæjarfulltrúi. Katrín Jakobsdóttir menningarmálaráðherra ræðir um menningarhús á landsbyggðinni og mikilvægi þeirra. Umræður. Fundarstjóri er Kjartan Björnsson Menning Fundur um menn- ingarmál í Árborg Magnús Karel er einn frummælenda. SKÚLI Sæland sagnfræð- ingur, talar í dag í fyr- irlestrasal Þjóðminjasafns, í hádegisfyrirlestraröð Sagn- fræðingafélagsins. Yfirskrift fyrirlesturs Skúla er: Ímynd- arkreppa Skálholts og viðreisn þess um miðja síðustu öld. Skúli skoðar umræðuna um Skálholt og deilur um viðreisn- arhugmyndir sem komu fram og ollu þrátefli á þingi og innan kirkjunnar sem leystist ekki fyrr en Sigurbjörn Einarsson og fé- lagar sóttu stuðning beint til almennings líkt og Eva Joly gerði við upphaf rannsóknar banka- hrunsins. Fyrirlesturinn stendur frá 12-13. Að- gangur er ókeypis og allir velkomnir. Sagnfræði Ímyndarkreppa Skálholts Skálholt ÞÓRUNN Erlu-Valdimars- dóttir verður gestur á hádeg- isfyrirlestri á morgun kl. 12 í stofu 102 á Háskólatorgi. Þar ræðir hún um tilurð skáldsögu sinnar, Stúlka með fingur Þórunn Erlu-Valdimars- dóttir er mikilvirkur og fjöl- hæfur rithöfundur sem ekki fer alltaf troðnar slóðir í verkum sínum. Hún sendi frá sér bók- ina Stúlka með fingur árið 1999 og hreppti hún Menningarverðlaun DV auk þess sem hún var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Bókin er þroskasaga ungrar al- þýðustúlku sem er send í sveit og kynnist for- boðnum ástum. Allir eru velkomnir Bókmenntir Svarar því hvernig bók verður til Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is UNDANFARIÐ hefur verið talsverð- ur viðbúnaður hjá Bjarti vegna útkomu Harms englanna eftir Jón Kalman Stefánsson í síðustu viku,“ segir Guð- rún Vilmundardóttir, útgáfustjóri Bjarts, þegar forvitnast er um vænt- anlegar bækur forlagsins. „Það er af- skaplega falleg bók,“ segir Guðrún og er ánægð með höfunda sína og kynnir til leiks „aðra kanónu sem er þó alls enginn byrjandi“, en Steinunn Sigurð- ardóttir gefur nú út fyrstu bók sína hjá Bjarti, Góði elskhuginn heitir hún. „Þetta er skáldsaga, tregafull ástarsaga. Aðalpersón- urnar voru par í menntaskóla og hittast aftur 17 árum síð- ar við hinar einkennilegustu aðstæður. Þetta er falleg ást- arsaga en hún skilur ekki við mann hugmyndin um öll árin sem hefðu getað verið. Steinunn hefur svo mikið vald yfir frásögninni. Sagan er ekki löng en hún er fáguð og Stein- unn dregur stórar myndir upp með fáum dráttum.“ Skáldsögur eftir Þórdísi og Oddnýju Eiri Meðal annarra væntanlegra skáldsagna eru Sónata fyr- ir svefninn, eftir Þórdísi Björnsdóttur, og Heim til míns hjarta, eftir Oddnýju Eiri Ævarsdóttur. „Þetta er önnur skáldsaga Þórdísar en hún hóf feril sinn sem ljóðskáld og þess sér stað. Sagan er fáguð, ljóðræn og afskaplega vel byggð. Bók Oddnýjar er sérstök, hún fjallar um unga konu sem er komin á heilsuhæli því ein- földustu hlutir eru að fara með hana. Hún er að velta fyrir sér hvernig sé hægt að lifa; rokkar á milli innstu tilfinn- ingamála og yfir í hörðustu fræði. Ég held að við höfum ekki séð svona bók hér áður.“ Lilja Sigurðardóttir er nýr höfundur í glæpasagna- flokknum, bók hennar nefnist Spor. Færeyskur dansur er ný ferðasaga eftir Huldar Breiðfjörð, sem áður flakkaði með lesendum um Ísland og Kína. Aþena nefnist barna- og unglingabók eftir Margréti Örnólfsdóttur, fyrrverandi meðlim í Sykurmolunum, og þá er væntanleg ný ljóðabók Ingunnar Snædal, Komin til að vera, nóttin. „Falleg ástarsaga“  Bjartur gefur út nýja skáldsögu Steinunnar Sigurðardóttur  Færeyjar eru nú viðkomustaður Huldars Breiðfjörð  Nýr glæpasagnahöfundur stígur fram Morgunblaðið/Árni Sæberg Steinunn Sigurðardóttir Bjartur gefur út nýja skáld- sögu Steinunnar, Góða elskhugann. „Sagan er ekki löng en hún er fáguð og Steinunn dregur stórar myndir upp,“ segir Guðrún Vilmundardóttir. Guðrún Vilmundardóttir Síðustu forvöð eru að sjá sýn-ingu Hallgríms Helgasonarrithöfundar og myndlistar-manns sem nú sýnir ljós- myndir í nýjum sýningarsal á Skóla- vörðustígnum sem ber nafnið Nútíma- list. Hallgrímur er þekktur fyrir írón- ísk málverk og skáldsögur þar sem myndlistarmaðurinn er gjarnan dreg- inn upp sem hugmyndaríkur tækifær- issinni. Hallgrímur hefur ekki sýnt ljósmyndir áður, en á sýningunni, sem ber útlenskan titil sem þýðist sem ís- lenska útrásin, má sjá tækifær- isljósmyndir af listamanninum þar sem hann labbar betlandi um í stór- borg á suðurhveli jarðar. Hallgrímur er hér samkvæmt fréttatilkynningu í gervi fyrrverandi útrásarvíkings sem er orðinn gjaldþrota en Hallgrímur er um leið táknmynd fyrir íslensku þjóð- arsálina sem þrátt fyrir niður- læginguna gefst aldrei upp. Sjálfs- hæðnin sem felst í ljósmyndum Hallgríms vísar ekki síst til þess ódýra tækifæris sem hér er notað til að gera grín og hefja sig yfir aðstæðurnar. Sjálfshæðni á þessum nótum getur auðveldlega umbreyst í ákveðna sjálfsupphafningu sem er og mjög al- geng í íslensku listalífi. Mótsögnin sem felst í því að sjá íslenskan lopa- peysuklæddan listamann með rifinn bónuspoka gramsa á útlenskum rusla- haugum er í sjálfu sér æpandi því þrátt fyrir efnahagskreppu hér þá eru ruslahaugarnir okkar áreiðanlega ennþá girnilegri til að gramsa í en þessir suðrænu. Myndirnar missa marks að mínu mati þótt vissulega megi brosa út í annað. Hallgrímur hef- ur áður hannað kaldhæðna ímynd sína í fígúrunni Grimms sem var mun bet- ur heppnuð en spaugstofuútrásarvík- ingurinn sem hér er í aðalhlutverki. Upphengið á sýningunni kemur hins vegar skemmtilega á óvart þar sem bakgrunnur myndanna er köflótt veggfóður unnið upp úr myndunum sjálfum. Þessi óvænti þáttur sýning- arinnar mun vera afurð samvinnu Hallgríms við Jón Sæmund Auðarson „dead“-listamann og undirstrikar skemmtilega ákveðna hugmynd um hönnunarþáttinn í listinni. Þetta er allt að koma Listamaðurinn Með rifinn bónuspoka á útlenskum ruslahaug. Nútímalist, Skólavörðustíg 3 Hallgrímur Helgason, ljósmyndainnsetning bbmnn Sýningin „A Expansão Islandesa 2009 – The Icelandic Expansion 2009“ stendur til 20. október. Opið mán.-fös. kl. 12-18 og laugardaga kl. 12-17 ÞÓRA ÞÓRISDÓTTIR MYNDLIST BÓKIN Kleif- arvatn eftir Arn- ald Indriðason hlaut „The Barry Award“ á glæpa- sagnaþinginu Bouchercon í Indianapolis í Bandaríkjunum fyrir helgi. Barry-verðlaunin eru þekkt verð- laun í Bandaríkjunum sem tímaritin Deadly Pleasures og Mystery News hafa veitt fyrir bestu glæpasöguna allt frá árinu 1997. Kleifarvatn var einnig tilnefnt til „Macavity“-verðlaunanna sem tíma- ritið Mystery Reader’s Int- ernational stendur fyrir. Áður hafði bókin Kleifarvatn verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og fengið frönsku „Point“-glæpa- sagnaverðlaunin. Verk Arnaldar Indriðasonar hafa sópað til sín alþjóðlegum tilnefn- ingum og verðlaunum hvarvetna þar sem þau hafa komið út, allt frá því að hann hreppti virtustu glæpasagna- verðlaun heims, Gullna rýtinginn, árið 2005 fyrir Grafarþögn og mark- aði sér þar með stöðu sem einn fremsti glæpasagnahöfundur heims. Í júlímánuði sl. var önnur bók eftir hann, Vetrarborgin, tilnefnd til „CWA International Dagger“- verðlaunanna sem besta erlenda glæpasagan á enskum markaði. Á metsölulistum víða Ekkert lát virðist á vinsældum bóka Arnaldar og hafa þær nú selst í ríflega fimm milljónum eintaka heima og erlendis og setið ofarlega á metsölulistum í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Hollandi, Belgíu, Þýska- landi, Spáni og Frakklandi auk Ís- lands. Sala bóka Arnaldar í Frakk- landi er með ólíkindum góð, Kleifarvatn sat mánuðum saman í efstu sætum franska metsölulistans í sumar, Vetrarborgin var sömuleið- is lengi á listanum og náði meðal annars þeim fágæta árangri að tróna í efsta sæti listans. Sömu vikuna röð- uðu Röddin, Grafarþögn og Mýrin sér inn á listann og skartaði franski glæpasagnalistinn þá fjórum titlum Arnaldar í einu. Á sama tíma var Grafarþögn á spænskum og kata- lónskum vinsældalistum á Spáni. Nýjasta bók Arnaldar Indr- iðasonar, Svörtuloft, kemur út 1. nóvember. Arnaldur vinsæll Kleifarvatn fær Barry-verðlaunin Arnaldur Indriðason Mynd af Ragnari í Smára nefnist bók sem Jón Karl Helga- son hefur skrifað um athafna- manninn og menningar- frömuðinn. „Jón Karl hefur rann- sakað líf Ragnars í Smára í mörg ár,“ segir Guðrún. „Hann hefur sökkt sér í heimildir og bókin byggist mikið á einka- bréfum Ragnars og samtölum Jóns Karls við vini hans og samtímamenn. Hann skrifar bókina hins vegar eins og sögu. Þetta er ekki hefðbundin ævisaga, heldur hefst sagan þar sem Ragnar er á leiðinni á nóbelshátíðina í Svíþjóð, þar sem veita á Halldóri Laxness verðlaunin. Sagan gerist á tveimur og hálfum degi, frá því Ragnar leggur upp í ferðina og þar til hátíðin hefst. Hún er sögð gegnum samferðamenn, minningar og hugsanir. Frá- sögnin er afskaplega falleg – Ragnar var stórmerkilegur maður.“ Ragnar Jónsson í Smára. Óvenjuleg saga Ragnars í Smára

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.