Morgunblaðið - 20.10.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.10.2009, Blaðsíða 28
28 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2009  Íslenska hryllings(/gaman?) myndin Reykjavík Whale Watch- ing Massacre verður sýnd 22. okt. á Screamfest-hryllingsmyndahátíð- inni í LA sem hófst 16. okt. Hátíðin mun vera ein sú mikilvægasta sinn- ar tegundar í Bandaríkjunum. Von- andi að RWWM gangi vel í Kanann í ljósi dræmrar aðsóknar á Íslandi. Hvalaskoðunarmorð- æði á Screamfest í LA Fólk Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is FÉLAGSHYGGJUMAÐURINN og framkvæmda- forkólfurinn Jakob Frímann Magnússon lét sig ekki vanta á Iceland Airwaves-hátíðina frekar en fyrri daginn og skeiðaði hann á milli tónleikastaða eins og enginn væri morgundagurinn. „Hátíðin var stórglæsileg og gæðatónlist á hverju strái. Fyrir minn smekk stóðu Mugison, Hjaltalín, Dísa, Egill Sæbjörnsson, Feldberg og Caterpillarmen fremst meðal jafningja en einnig stóðu frændur vor- ir Danir sig með mikilli prýði og vil ég þá sér- staklega nefna Trentemöller, svar Danmerkur við Fatboy Slim, og Oh Land sem svipti sínu upp af stakri list; útsetningar, hljóðfæraleikur og smíði hljóðmyndar, allt lék þetta í höndunum á henni.“ Jakob segir að Íslendingar kunni þá heldur betur til verka á sviði danstónlistar og nefnirsérstaklega magnaða tónleika Retro Stefson og FM Belfast á NASA. Jakob segir að það sé ótrúlegt að um 1.800 erlendir gestir komi hingað sérstaklega vegna hátíð- arinnar og hún hafi löngu sannað sig sem öflugasti einstaki gestasegullinn hér á landi. Miðborg Reykja- víkur sé kjörinn vettvangur fyrir hátíð sem þessa, þar sem hægt sé að hoppa á 3 mínútum á milli ólíkra tónleikastaða. „Punkurinn yfir i-ið var svo viðburður sem var ekki inni á opinberri dagskrá há- tíðarinnar; tónleikar Skúla Sverrissonar í Þjóðmenn- ingarhúsinu. Að upphefja andann og njóta kyrrðar fyrir tilstilli þessa hógværa lávarðar lágtíðninnar, var ekkert minna en þakkarvert.“ Frímann flaug um Airwaves  Magga Stína tróð upp með nýrri hljómsveit í safnaðarheimili Frí- kirkjunnar á laugardagskvöldið, sveit sem annaðhvort heitir An- órexía eða Búlemía. Ryþmasveitin er skipuð þungavigtarmönnum, Birni Blöndal Ham-liða og Kormáki Geirharðssyni, og á gítar er Her- mann Stefánsson rithöfundur. Sveit- in lék reyndar bara eitt lag, ábreiðu af Starman eftir David Bowie. Óvíst er hvort þessi nýja sveit Möggu Stínu mun troða upp aftur en hún var sett saman til að leika fyrir Bo- wie-aðdáandann Eirík Guðmunds- son, útvarpsmann og rithöfund, sambýlismann söngkonunnar, sem hélt upp á fertugsafmæli sitt. Magga Stína söng fyrir stjörnumanninn sinn  Stórleikarinn og dansmeistarinn John Travolta lenti Boeing 707- þotu sinni við Leifsstöð í fyrra- kvöld. Heyrst hefur að Travolta hafi beðið um nudd að næturlagi og nuddari frá Nordica Spa ræstur út til verksins. Ekki fer sögum af því hvers konar nudd kappinn fékk en menn verða oft stífir í flugferðum. Nuddari ræstur út að næturlagi fyrir Travolta SIGTRYGGUR Baldursson trommumeist- ari hefur verið á túr um Evrópu með Emil- íönu Torrini og hljómsveit og lýkur honum með tónleikum í Amsterdam í kvöld. Lay Low hefur hitað upp fyrir Emilíönu ásamt hljómsveit. Túr þessi hófst 24. september í Utrecht í Hollandi og liggja nú að baki tón- leikar í Þýskalandi, Sviss, Frakklandi, Belgíu, Ungverjalandi og Austurríki. Emilíana sló í gegn í Þýskalandi í sumar með laginu „Jungle Drum“ og mun smell- urinn hafa heyrst víða í tjöldum á nýlokinni októberfest í München og þá í ýmsum út- gáfum, var m.a. flutt af polkaböndum og lúðrasveitum. ófögnuði. Þetta ævintýri Sigtryggs kom þó ekki niður á tónleikahaldinu, hann tromm- aði eins og vindurinn. Eftir tónleikahald í Dresden hélt Emíliana til Sviss með fylgd- arliði en þurfti aðeins að skreppa til Düssel- dorf til að troða upp í þætti þýsks Hemma Gunn, Oliver Pocher, og flutti að sjálfsögðu „Jungle Drum“ við afar góðar undirtektir. Að lokum má geta þess að þær Emilíana og Lay Low sungu eitt fríkvöldið saman í karókí lagið „Crazy“ eftir Patsy Klein. Sig- tryggur segir þær stöllur hafa sungið af slíkri innlifun að annað eins hafi vart sést. Innlifunin mun þó eitthvað hafa komið nið- ur á gæðum söngsins. helgisnaer@mbl.is Sigtryggur Baldurs gat þó ekki teygað bjórinn að hætti þýðverskra þar sem hann var á pensilín-kúr allsterkum eftir að kýli á vinstri handleggnum á honum var fjarlægt. „Þetta var bara lítill fílapensill en svo fór hann að vefja upp á sig, það myndaðist ein- hver fituvefur undir húðinni og svo bara hljóp einhver sýking í þetta,“ segir Sig- tryggur og verður lesendum Morgunblaðs- ins hlíft við frekari myndrænum lýsingum Sigtryggs á kýlinu (en það mun hafa verið um það bil að taka yfir líkama hans, hvísl- aði m.a. að honum á nóttunni að hann ætti að eitra fyrir hljómsveitina). Læknir fjar- lægði kýlið og segir ekki meir af þeimEmilíana Í þætti Pocher, hins þýska Hemma Gunn. „Jungle Drum“ á októberfest og þýskur Hemmi Gunn Emilíana Torrini og félagar hafa verið á flandri um Evrópu Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is HANN heitir Jón og er skyggn. Strákurinn sem leikur hann heitir Magnús Aron Sigurðsson og er í sjö- unda bekk í Seljaskóla. Við erum auðvitað að tala um Hamarinn, spennuþáttinn sem sýndur er í sjón- varpinu á sunnudagskvöldum. Einn þáttur er eftir og spennan í hámarki. Magnús hefur óneitanlega vakið mikla athygli fyrir fallega túlkun sína á dulúðuga sveitastráknum. „Ég fór á tvö leiklistarnámskeið, í hittiðfyrra og fyrra, og svo kom pabbi heim einn daginn og sagði mér að ég væri að fara í prufu. Mér leist alveg ágætlega á það því ég hafði einu sinni áður farið í leikprufu,“ segir Magnús. Hann var svo áfjáður að komast í leiklist að hann lagði það á sig að fara ofan úr Seljahverfi í Austurbæjarskólann á námskeiðin – það var allt fullt á leiklistarnám- skeiðunum í skólanum hans. Ekkert mál að fara í leikprufu „Þegar ég kom í prufuna talaði ég við Garúnu sem er aðstoðarleikstjór- inn. Ég þurfti að þykjast vera sof- andi. Svo átti ég að ímynda mér að ég væri í skógi. Svo fór hún að tala hratt og þegar hún klappaði átti ég að vakna og anda geðveikt hratt. Svo átti ég að hlaupa niður og kalla: Mamma! Það var nú ekki meira en þetta í prufunni,“ segir Magnús. „Svo fékk ég hlutverkið og mér var sagt að ég ætti að leika strák sem væri skyggn. Ég vissi ekkert meira. Ég vissi þó nokkurn veginn hvað það væri að vera skyggn. Ég hafði bara leikið í leikritum áður og mér fannst talsvert öðru vísi að leika fyrir framan myndavélina. En ég vissi alveg hvað ég átti að gera og allt var útskýrt mjög vel fyrir mér.“ Magnús hugsar sig vel um þegar hann er spurður að því hvort hann og Jón séu líkir. „Nei, ekkert rosalega. Hann á að vera átta ára, en ég lék hann þegar ég var tíu og ellefu ára. Ég lék niður fyrir mig í aldri og mér var sagt að leikarar gerðu það oft. Þetta var ekkert svo erfitt. Hvert atriði tók í mesta lagi hálftíma en fyrst eyddi ég heilum degi í að lesa handritið. Ég þurfti ekki að læra það utan að, heldur bara lesa það vel og kunna nokkurn veginn það sem ég átti að segja og vita hvernig minn karakter ætti að vera.“ Magnús segir að það hafi verið mjög gaman að leika með alvöru leikurum. „Maður lærir ansi mikið af því. Ég ætla líka fara í leiklistarskól- ann þegar ég verð eldri.“ Og hvort er betra, leikhús eða sjónvarp? „Það er mjög gaman núna þegar verið er að sýna þættina en það er líka gaman að leika fyrir framan fullt af áhorfendum.“ Ekkert svo líkur Jóni Magnús Aron Sigurðsson leikur skyggna strákinn Jón í spennuþættinum Hamrinum Magnús Aron Sigurðsson „Mjög mörgum í skólanum finnst flott að ég hafi verið að leika í Hamrinum og nokkrir krakkar hafa beðið mig um eiginhandaráritum. Það er bara mjög gaman að vera svona hálffrægur,“ segir Magnús. „Það er alltaf gaman að leikstýra krökkum, sérstaklega ef krakk- arnir eru áhugasamir“ segir Reynir Lyngdal leikstjóri Hamarsins. „Ég hef unnið mikið með Garúnu, sem er aðstoðarleikstjóri í þáttunum og þegar við vinnum með börnum gerum við það saman til að skapa trúnað við þau. Þá get- um við skipst á ef mikið er að gera hjá hinu, þannig að barnið sé aldr- ei óöruggt. Aðalatriðið er að skapa þannig umhverfi að krökkunum líði vel og þau skilji,“ segir Reynir. Magnús Aron kom í prufu fyrir hlutverk stráksins í Hamrinum. „Hann var alveg brillíant. Við könn- uðumst við hann, því pabbi hans vinnur stundum við kvikmyndir. Magnús var alveg á pari við aðra leikara í þáttunum og það vafðist heldur ekkert fyrir honum að leika skyggnan strák. Hann hefur ein- hvern eiginleika þessi strákur sem er eins og hann sé sjálfur skyggn. Það er eitthvað í augunum á hon- um frá náttúrunnar hendi.“ En veit stráksi hvernig málum er háttað? „Hann er eins og gamla konan – finnur hlutina á sér, sér fyrirboðana og táknin. Kannski veit hann, kannski ekki.“ Kannski veit hann, kannski ekki JFM Gerði víðreist á Iceland Airwaves.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.