Morgunblaðið - 20.10.2009, Qupperneq 30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2009
Nýjasta mynd Almodóv-ars, Brostin faðmlög,var frumsýnd nú umhelgina. Erfitt er að
taka söguþráðinn saman í stutt
mál því efniviður hverrar myndar
þessarar kempu myndi nægja í
a.m.k. tuttugu Hollywood-handrit
eins og sést vel á frægustu mynd-
um hans Allt um móður mína
(Todo sobre mi madre, 1999) og
Talaðu við hana (Hable con ella,
2002). En í viðleitni má segja að
aðalhetjan Harry Caine (Homar)
sé blindur handritshöfundur sem
þarf að gera upp fortíðina. Fjórtán
árum áður var hann frægur kvik-
myndaleikstjóri og þekktur undir
sínu rétta nafni, Mateo Blanco.
Hann var í óðaönn að leikstýra síð-
ustu mynd sinni með hinni íðil-
fögru Lenu (Cruz) í aðalhlutverki.
Þau felldu hugi saman en ýmsir
aðstandendur þeirra fundu mein-
bugi á sambandinu eins og
milljónamæringurinn Ernesto
Martel (Gómez) sem Lena var
heitbundin. Þetta er því ástarsaga
með afbrigðum, heift, spennu-
þrungnum hefndum og losta.
Myndin er unnin í samstarfi við
Sony Pictures og því hafði Almo-
dóvar meiri fjárráð en áður til
framkvæmda. Hingað til hefur
hann valið að starfa sjálfstætt á
Spáni þar sem hann hefur full yf-
irráð og hömlur kvikmyndaaka-
demíunnar eru minni. Hollywood
hefur gengið á eftir honum með
grasið í skónum um alllangt skeið
og svo virðist sem höfundurinn
hafi loks látið slag standa. Myndin
er fyrir vikið ekki eins stuðandi og
fyrri verk hans. Hún er fínpúss-
aðri bæði í stíl og frásögn og rífur
lítið sem ekkert í siðferðiskennd
áhorfenda þar sem minna fer fyrir
afkáralegu gríni, bannhelgi og
stríðri árás á bragðdaufa meðal-
mennsku. Þess í stað er afþreying-
argildi myndarinnar hámarkað og
stílhrein formfágun hennar vekur
sjónræna nautn meðal áhorfenda.
Öll leikumgjörð, kvikmyndataka og
lýsing er stórfengleg. Hver einasti
rammi er útpældur, litir og áferð
ríma og takast á og sviðsmyndin
er gjarnan notuð til innrömmunar.
Almodóvar hefur þó alls ekki
kastað öllum einkennum höfund-
arverks síns fyrir róða. Persónur
sem leika tveimur skjöldum og
stjórnast af hamslausum ástríðum
ráða ríkjum. Endalausar ramma-
frásagnir, með sögu inni í sögu og
endurlitum, eru fyrirferðarmiklar
bæði í frásögn og myndrænni
framsetningu. Almodóvar heldur
einnig keikur áfram að endurvinna
kvikmyndaarfinn almennt og höf-
undarverk sitt með vísunum í
frægar myndir. Síðasta kvikmynd
Harrys Caines er í raun ný útgáfa
af mynd Almodóvars, Konur á
barmi taugaáfalls (Mujeres al
borde de un ataque de nervios,
1988), sem hann hefur lengi ætlað
að gera sjónvarpsseríu úr fyrir
bandarískan markað. Almodóvar
hefur einnig sjálfur gantast með
og mundað dulnefnið Harry Caine
þegar hann þykist sýta þær höml-
ur sem vinsældir og væntingar
áhorfenda setja honum. Það eru
því ekki bara persónur sem villa
um fyrir áhorfendum með hrífandi,
litríkum ráðgátum – höfundurinn
ber sig eins að. hjordst@hi.is
Stílhrein formfágun
Kvikmynd í kvikmynd Leikkonan Penélope Cruz leikur leikkonuna Lenu í Brostnum faðmlögum Almodóvars.
Græna ljósið, Regnboginn.
Brostin faðmlög/Los abrazos rotos
bbbbm
Leikstjórn og handrit: Pedro Almodóvar.
Aðalhlutverk: Penélope Cruz, Lluís
Homar, Blanca Portillo, José Luis Góm-
ez, Tamar Novas, Rubén Ochandiano.
129 mín. Spánn, 2009.
HJÖRDÍS
STEFÁNSDÓTTIR
KVIKMYND
Ferill leikkonunnar Penélope
Cruz blómstrar í samstarfi við
Almodóvar. Brostin faðmlög er
fjórða samstarfsverkefni þeirra
en þess má geta að hjartaknús-
arinn Antonio Banderas ruddi
sér til rúms með leik sínum í
nokkrum myndum Almodóvars
á níunda áratug síðustu aldar.
Hlutverk hans voru þó um
margt ólík þeim sem hann er
hvað frægastur fyrir en hann
lék gjarnan ofstækisfulla kyn-
lífsfíkla, umsáturs-laungæja og
bælda mömmustráka.
Fjórða verkefni Cruz
FYRSTU átta lögin af vænt-
anlegri plötu Tom Waits eru fá-
anleg á opinberri heimasíðu Wa-
its án endurgjalds. Platan ber
heitið Glitter and Doom Live og
var tekin upp á tónleikaferð
Waits um Evópu og Bandaríkin á
síðasta ári.
Platan kemur út 24. nóvember
næstkomandi. Útgáfan er í
tvennu lagi, annars vegar lög úr
tónleikaferðinni og hins vegar
sögur sem Waits segir áhorf-
endum.
Fyrstu átta lögin, sem fáanleg
eru ókeypis, eru eftirfarandi:
„Lucinda / Ain’t Goin Down“
(tekið upp í Birmingham í mars
árið 2008), „Singapore“ (tekið
upp í Edinborg í júlí), „Get Be-
hind the Mule“ (Tulsa, júní),
„Fannin Street“ (Knoxville, júní),
„Dirt in the Ground“ (Mílanó,
júlí), „Such a Scream“ (Mílanó
júlí), „Live Circus“ (Jacksonville,
júlí) og „Goin’ Out West“ (Tulsa,
júní).
Lögin má nálgast á vefsíðunni
tomwaits.com.
Reuters
Gjafmildur Tom Waits býður aðdá-
endum sínum upp á ókeypis lög.
Waits gefur
aðdáendum
átta lög
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Sími 551 9000 Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Jóhannes kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ
Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára
Guð blessi Ísland kl. 6 LEYFÐ
Broken Embraces kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i.12 ára
Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i.16 ára
Jennifer‘s Body kl. 10:20 B.i.16 ára
The Ugly Truth kl. 5:45 - 8 B.i.14 ára
Inglorious Bastards kl. 6 - 9 B.i.16 ára
Jóhannes kl. 7 - 9 - 11 LEYFÐ
Guð blessi Ísland kl. 5:45 - 8 - 10:15 LEYFÐ
Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 6 - 9 B.i.16 ára
The Ugly Truth kl. 5:45 - 8 B.i.14 ára
Antichrist ATH. ótextuð kl. 10:20 B.i.18 ára
SÝND Í REGNBOGANUM
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI
OG REGNBOGANUM
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
HHH
„Tímamótamynd!”
– Erpur Eyvindarson, DV
HHH
– Sæbjörn Valdimarsson, Mbl
„Áhugaverð og
skemmtileg.”
– Dr. Gunni, Fréttablaðið
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI
HHH
„9 er með þeim frumlegri – og
drungalegri – teiknimyndum
sem ég hef séð í langan tíma.
Grafíkin er augnakonfekt í
orðsins fyllstu merkingu.”
T.V. – Kvikmyndir.is
HHH
„Teikningarnar og tölvu-
grafíkin ber vott um
hugmyndaauðgi og er afar
vönduð, sannkallað konfekt
fyrir augað.”
-S.V., MBL
„9 er allt að því framandi
verk í fábreytilegri
kvikmyndaflórunni, mynd
sem skilur við mann dálítið
sleginn út af laginu og
jákvæðan”
-S.V., MBL
SUMIR
DAGAR...
NÝ ÍSLENSK GAMANMYND
www.facebook.com/graenaljosid
„Stórskemmtileg!”
– Hollywood Reporter
HHH
„Jóhannes er myndin
hans Ladda, hún er
röð af bráðfyndnum
uppákomum sem
hann og pottþétt
aukaleikaralið koma
frábærlega til skila
svo úr verður ósvikin
skemmtun. ...Sann-
kölluð „feelgood”-
mynd, ekki veitir af.”
– S.V., MBL
HHHHH
„Þetta er alvöru
tær snilld.”
A.K., Útvarpi Sögu
HHH
-Empire
„10 ára sonur
minn hafði mun
meira gaman af
því að horfa á
þessa mynd en
hina sykursætu
Wall-E“
-K.G., Ynja.net
600 k
r.
600 kr
.
600 kr
.
HHHHH
„Æðisleg. Þetta er
það besta síðan
Sódóma Reykjavík“
Þú færð 5%
endurgreitt
í Háskólabíó
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómið