Saga - 1957, Blaðsíða 3
Sannfræði og uppruni Landnámu.
Erindi flutt í RíJcisútvarpið 26. jan. 1955 sem svar við
spumingum, er því höfðu borizt um þetta efni.
Engar samtímafrásagnir eru til um landnám
á fslandi. Það verðum vér að sætta oss við. En
því fyrr sem landnámsfrásagnir voru ritaðar,
því meiri líkur eru til, að þeim megi treysta
að öðru jöfnu. Elzta gerð Landnámu, sem nú
er til, er Sturlubók, rituð af Sturlu lögmanni
Þórðarsyni, sem lézt 1284. Hún er rituð meira
en þremur öldum eftir lok landnáms. Aði’ar
varðveittar gerðir eru yngri. En stofninn í
þeim öllum er hinn sami, og er hægt að sanna,
að hann hefur verið frá fyrsta fjórðungi 13.
aldar. Ætla sumir, að sá stofn hafi verið Frum-
Landnáma og höfundurinn hafi m. a. stuðzt
við sundurlausar skráðar heimildir eftir ýmsa
tttenn. Aðrir eru hins vegar þeirrar skoðunar,
að Frum-Landnáma hafi verið miklu eldri, frá
fyrri hluta 12. aldar eða jafnvel enn eldri, og
fvá henni hafi verið runnin sú 13. aldar Land-
aáma, sem allar varðveittar Landnámugerðir
eru runnar frá. Liggur í augum uppi, að miklu
varðar, hvort heldur er, því að Landnáma er
drjúgum mikilvægari heimild, ef hún er frá
fyrsta fjórðungi 12. aldar en ef hún væri frá
fyrsta fjórðungi 13. aldar, jafnvel þótt þar
væri stuðzt við einhverjar gamlar, skráðar
heimildir. En því miður eru heimildir ekki alls
kostar ótvíræðar um aldur Landnámu.