Saga - 1957, Blaðsíða 4
218
Haukur lögmaður Erlendsson segir í eftir-
mála Landnámu sinnar: „Nú er yfir farið um
landnám þau, er verið hafa á íslandi, eftir því
sem fróðir menn hafa skrifað, fyrst Ari prest-
ur hinn fróði Þorgilsson og Kolskeggur hinn
vitri“. Þetta er eina beina heimildin um frum-
höfunda Landnámu, og hefur mjög verið um
það deilt, hvort henni megi treysta eða ekki.
Þeir, sem telja Landnámu samda snemma á
13. öld, hyggja sögn Hauks ímyndun hans sjálfs,
sprottna af atriðum í Landnámu sjálfri, og því
einskis verða. Þetta er rétt að athuga lítils
háttar.
Þegar skýrt hefur verið frá landnámi í
Breiðuvík í Austfjörðum, er sagt í Landnámu:
„Héðan frá hefur Kolskeggur Ásbjarnarson
fyrir sagt um landnám". Orðamunur er nokk-
ur í handritum, en efnismunur enginn, sem
máli skiptir hér.
Orðin fyrir sagt hafa stundum verið skilin
á þann veg, að átt sé við munnlega heimild
frá Kolskeggi, og hafa menn m. a. af þeim sök-
um vantreyst sögn Hauks, sem kveður Kol-
skegg hafa skrifað um landnám. En sá, sem
steypti Landnámu í eina heild, gat vel komizt
svo að orði, að Kolskeggur hefði fyrir sagt um
landnám, hvort heldur sem farið var eftir
munnlegri eða ritaðri heimild frá honum. Mætti
nefna um það ýmis hliðstæð dæmi. En hvaða
skilningur sem lagður er í orðin „fyrir sagt“,
er ekki mjög líklegt, að þessi málsgrein sé
heimild Hauks um landnámssagnaritun Kol-
skeggs. Má gegn því færa tvennt. Kolskeggur
er hvergi kallaður hinn vitri nema í eftirmála
Hauks. I fyrrnefndri grein úr meginmáli Land-