Saga - 1957, Side 5
219
námu ber hann ekkert viðurnefni, og annars
staðar er hann kallaður hinn fróöi. Er því eðli-
legast að gera ráð fyrir, að Haukur hafi þarna
haft fyrir sér ritaða heimild. 1 öðru lagi er
athyglisvert, að Haukur notar þarna í eftir-
málanum sögnina að skrifa, en annars staðar
jafnan engilsaxnesku sögnina að rita, eins og
flestir fslendingar gerðu þá og höfðu gert um
langt skeið. En Ari notar sögnina að skrifa
í íslendingabók. Þetta getur einnig bent til, að
Haukur hafi haft fyrir sér ritaða heimild og
að öllum líkindum forna. Til styrktar þessum
röksemdum má færa hliðstætt vitni að hinni
fornu heimild. Haukur studdist við tvær skyld-
ar Landnámur, aðra eftir Sturlu lögmann Þórð-
arson, hina eftir Styrmi prest hinn fróða Kára-
son (d. 1245). f Landnámu Sturlu (Sturlubók)
er engin bein heimild um frumhöfunda Land-
námu, en þar segir við lok landnámsfrásagna
í Austfirðingafjórðungi, þar sem Landnáma
endaði upphaflega: „Nú eru rituð landnám í
Austfirðingafjórðungi, eftir því sem vitrir
menn og fróðir hafa sagt“. Þetta getur ekki
verið heimild Hauks, en þar má greina berg-
mál af heimild hans, þar sem Kolskeggur hinn
vitri og Ari hinn fróði hafa verið nefndir sem
höfundar. Styrmisbók er glötuð, en ekkert er
því til fyrirstöðu, að hún hafi verið heimild
Hauks um frumhöfunda Landnámu eins og
fleira.
Hvergi segir, hvar fyrirsögn Kolskeggs ljúki,
en líklega hefur hún endað við Jökulsá á Sól-
heimasandi, þar sem hin upphaflegu lok Land-
námu voru. Eftir ættartölum að dæma hefur
Kolskeggur verið nokkru eldri en Ari fróði,