Saga - 1957, Qupperneq 6
220
sem var fæddur 1068, en dó 1148. Samfelld
landnámaritun hefur því verið hafin í suður-
hluta Austfirðingafjórðungs snemma á 12. öld
eða jafnvel enn fyrr, hvort sem menn ætla,
að Kolskeggur hafi sagt munnlega frá eða skrif-
að sjálfur um landnám, eins og Haukur segir.
En er þá sennilegt, að samfelld landnámaritun
hafi aðeins verið hafin í þessum afskekkta
landshluta? Þeirri spurningu verður að svara
neitandi, og er þá engin ástæða til að leita
annars höfundar en Ara. Hér verður það mál
ekki meira lengt, en ráð fyrir því gert, að sögn
um, að Kolskeggur og Ari væru frumhöfundar
Landnámu, hafi geymzt í sumum handritum
hennar allt fram á daga Hauks. Þess má þó
geta til gamans, að rökin fyrir því, að Snorri
Sturluson sé höfundur Heimskringlu, eru ekki
öllu sterkari.
Næst er rétt að athuga, hverjar voru heim-
ildir þeirra Kolskeggs og Ara, munnlegar eða
skriflegar eða hvorttveggja. Bent hefur verið
á, að landnámsfrásagnirnar séu misjafnlega
rækilegar og sýni mismunandi áhugamál. En
hafa verður í huga, að Frum-Landnáma er glöt-
uð og munur á landnámsfrásögnum í hinum
yngri gerðum hennar getur verið sprottinn af
breytingum yngri manna. Þó er ekki líklegt,
að svo sé að öllu leyti, en af þessum mun verð-
ur ekkert ráðið í þá átt, að höfundar Landnámu
hafi stuðzt við ritaðar heimildir. Það er mjög
eðlilegt, að munnlegar frásagnir væru misjafn-
lega fróðlegar og sýndu mismunandi áhugamái,
og það verður engan veginn talið fullvíst, að
höfundar Landnámu hafi athugað eða reynt að
samræma þær til hlítar. Hér má og minna á,