Saga - 1957, Síða 8
222
engir og brýr eða ferjur fátíðar. Við nánari
athugun kemur þó í ljós, að Landnámuefninu
mátti safna á tvennan hátt án mikilla örðug-
leika. 1 fyrsta lagi mátti safna því í eftirlits-
ferðum biskupa. Samkvæmt kristinna laga
þætti, sem lögtekinn var einhvern tíma á ár-
unum 1122—33, skyldi Skálholtsbiskup fara
yfir biskupsdæmi sitt á þremur sumrum, en
Hólabiskup yfir sitt á einu sumri. Ókunnugt
er, hvernig þeim ferðum var hagað, áður en
kristinna laga þáttur var lögtekinn, en vafa-
laust hafa biskupar farið eftirlitsferðir eftir
föngum. Venjulega komu þeir á hvern kirkju-
stað, og þeir höfðu með sér nokkurt föruneyti,
þar á meðal oftast einhvern ritfæran mann,
sem gat ritað kirknamáldaga á íslenzku. Er
margt ólíklegra en það, að þeir Kolskeggur
og Ari hafi stundum verið í þessum eftirlits-
ferðum með biskupum, þar eð ætla má, að
nokkur hörgull hafi lengi verið á mönnum, sem
ritað gátu íslenzku.
Landnámuefni mátti einnig safna á alþingi.
Þangað komu menn úr öllum landshlutum. Á
dögum Gizurar biskups Isleifssonar voru þing-
fararkaupsbændur um 4560. Samkvæmt lögum
skyldi níundi hver þeirra ríða til alþingis með
goða sínum — eða alls rúmlega 500. Landnám
þau, sem talin eru í Landnámu, eru rúmlega
400. Eftir því hefðu að öllum jafnaði átt að
vera staddir á alþingi 1—2 menn úr hverju
landnámi auk goðanna, og voru þeir menn allir
einmitt einna líklegastir til að vita eða kunna
nokkur skil á uppruna sínum og forfeðra sinna.
Alþingi skyldi standa hálfan mánuð á hverju
sumri, og hefur þá oft verið ærinn tími til að