Saga - 1957, Síða 11
225
hann, ekki sízt ef hann g-erist að einhverju leyti
með óvenjulegum hætti. Island var numið á
furðulega skömmum tíma og á miklum umróta-
tímum um öll Norðurlönd, einkum í Noregi,
sem var þá steypt í eitt ríki. Var því ekki að
kynja, þótt minningar um landnámsöld geymd-
ust lengi á íslandi.
Þjóðfélagshættir juku þennan áhuga. Hér á
landi mynduðust engar borgir, þar sem ættir
manna týnast fljótt. Hins vegar mynduðust
skjótt ættir kynborinna höfðingja og stórbænda,
sem bjuggu á sömu slóðum kynslóð eftir kyn-
slóð. Reynsla í öðrum löndum hefur sýnt, að
slíkar ættir hafa jafnan mikinn áhuga á sögu
sinni.
Nú höfum vér leitt að því nokkur rök, að
treysta megi hinum upphaflegu frásögnum
Landnámu í meginatriðum, en sagan er ekki
hálfsögð, nema einnig sé bent á, hvar líklegast
sé, að höfundunum hafi skjátlazt. Sögnum um
landnámsmörk verður oft að treysta með var-
úð. Þau voru mikið hagsmunamál, og er eng-
inn vafi á, að um þau hefur oft orðið mikill
ágreiningur, þótt þess sé sjaldan getið í Land-
námu. Stundum er þar tveimur eða jafnvel
þremur mönnum eignað hið sama land án nokk-
urrar skýringar, og er sennilegt, að ástæðan sé
a. m. k. stundum slíkur ágreiningur. Getur jafn-
vel verið, að sumir heimildarmenn hafi verið
misjafnlega sannorðir í þeim sökum. Á aðra
lund verður að hafa í huga, að sagnamyndun
snýst oft í þjóðsagnamyndun. Þjóðsögurnar
ýkja flesta hluti og gera þá einfaldari en þeir
voru í veruleikanum, og stundum verða þær að
hreinum skáldskap. Þjóðsagnamyndun þessi fer
Saga - 15