Saga - 1957, Blaðsíða 12
226
oft eftir lögmálum, sem bent hefur verið á, en
hér yrði of langt mál að rekja.
Getið var þess hér að framan, að landnáms-
frásagnirnar séu misjafnlega rækilegar. Er
ljóst, að höfundar Landnámu hafa annaðhvort
haft heimildarmenn úr þeim ættum, sem sýnd-
ur er mestur sómi, eða þeir hafa þekkt þær
sjálfir. Um suma landnámsmenn er hins vegar
mjög lítið sagt, og á nokkrum stöðum eru alger-
ar eyður, t. d. á Skagaströnd og í Hegranesi í
Skagafirði. Líklegast er, þar sem svo stendur
á, að landnámsmennirnir hafi annaðhvort ekki
átt neina afkomendur eða afkomendur þeirra
hafi úrkynjazt mjög fljótt. Landnáma hefði
aldrei orðið til, ef ættirnar sjálfar hefðu ekki
varðveitt efni hennar, unz það komst á bók-
fellið.
Hingað til hefur aðallega verið rætt um efni
frá landnámsöld. Yngra efni verður því traust-
ara, því nær sem það er höfundum Landnámu
í tíma, að því er ætla má. En allt öðru máli
gegnir um efni, sem er eldra en landnámsöld,
eins og mönnum hefur lengi verið Ijóst. Þar hef-
ur margt verið þoku hulið fyrir höfundum
Landnámu og annað á kafi í þjóðsögum. En
löngunin hefur verið mikil að geta rakið ætt
sína sem lengst aftur í tímann og kunna nokk-
ur skil á sögu hennar. Til þess var ekki völ á
öðrum heimildum en kvæðum, sem voru mis-
jafnlega gömul og misjafnlega ljós. Sum þeirra
fjölluðu þó um ættir og sýna, að áhugi á ættvísi
var gamall með norrænum mönnum. Má nefna
sem dæmi Ynglingatal, Háleygjatal og Hyndlu-
Ijóð. Fróðir menn spreyttu sig nú á því, að
tengja saman þær ættir, sem nefndar voru í