Saga - 1957, Side 18
232
hið algengasta og hentugasta flaggmerki, og er hann
auðvitað hið bezta, fegursta og greinilegasta merki. . . .
Danski fáninn er því með réttu talinn einn hinn feg-
ursti og frumlegasti fáni. En íslendingar geta einmitt
tekið upp fána, sem er jafn einfaldur, frumlegur og
hentugur eins og sá danski. Það er hvitur kross í bláum
feldi. Aftur er fálkinn fagurt og þjóðlegt merki fyrir
ísland. . .
Einar Benediktsson er því höfundurinn að
bláhvíta fánanum, sem fljótt náði mikilli hylli
og varð fjölda manna um allt land mjög kær, og
það svo, að þeir vildu helzt enga aðra fánagerð.
Eimir jafnvel eftir af því enn þann dag í dag.
Þessi fáni var til sýnis í fyrsta skipti á þjóð-
hátíð Reykvíkinga, sem haldin var hinn 2. ágúst
þetta sama sumar. Þorbjörg Sveinsdóttir, föður-
systir Einars, hafði látið útbúa fánann.
Með konungsúrskurði hinn 3. október 1903
var ákveðið, að skjaldarmerki íslands skyldi
vera silfraður fálki í bláum feldi, og féll þorsk-
merkið þar með niður, en engin breyting varð,
að því er fánann snertir. Á næstu árum eftir að
landið fékk innlenda stjórn var þó töluvert
skrifað um fánamálið, aðallega í Reykjavíkur-
blöðunum, og því fram haldið, að íslendingar
ættu að taka upp fána til þess að nota a. m. k.
innanlands, og varð það til þess, að margir tóku
að flagga með bláhvíta fánanum.
Nú kom Stúdentafélag Reykjavíkur til sög-
unnar og kaus haustið 1906 nefnd til þess að
gera tillögu um fána, en hún skilaði fljótlega
áliti, og var málið síðan rætt á fundi hinn 22.
október. Þar var samþykkt ályktun um gerð
fánans og fylgt hugmynd Einars Benediktsson-
ar um „bláan feld með hvítum krossi“, og enn-