Saga - 1957, Page 22
236
ið beðinn um að koma um borð, og hafi honum
verið tjáð, „at det ikke var tilladt at f0re nævnte
Flag“. Ennfremur segir þar: „Han erklærede
ikke at have været paa det Rene dermed og ud-
leverede paa Forlangende 0jeblikkelig Flaget,
som jeg herved har den Ære at overlevere til
Hr. Byfogden".4)
Bæjarfógetinn afhenti Einari Péturssyni
fána hans með samþykki Stjórnarráðsins.
Þennan umrædda morgun höfðu margir
danskir fánar verið dregnir að hún á ýmsum
flaggstöngum í bænum vegna skipaferða þeirra,
sem að framan er getið, en þegar fréttin um
fánatökuna varð heyrinkunn, brugðu menn við,
og upp úr hádeginu mun hafa verið búið að
draga flesta ef ekki alla hina dönsku fána nið-
ur. Jafnframt komu bláhvítir fánar upp á
stengurnar, og fjölgaði þeim eftir því sem á
daginn leið. Isafold segir, að margir flagg-
stangaeigendur, sem aldrei hafi veifað bláhvít-
um fánum fyrr, hafi nú tekið að nota hann.5 6)
í Ingólfi segir, að umskiptin hafi orðið svo ger-
samleg, að er á daginn leið hafi allur bærinn
verið prýddur íslenzkum fánum, en danskt flagg
ekki verið á einni einustu stöng. Fánastengur
voru settar út um glugga og reistar á húsum,
þar sem ekki voru áður. Þröng var, þar sem ís-
lenzkir fánar voru seldir, og brátt fékkst eng-
inn íslenzkur fáni um allan bæinn.0) Einhver
brögð munu og hafa verið að því, að danskir
fánar hafi verið skornir niður, því að Stjórnar-
4) Skjöl í Þjsks. Stjr. fsl. I, Db. 3 nr. 934.
6) ísafold 14. júní 1913.
6) Ingólfur 17. júní 1913.