Saga - 1957, Qupperneq 25
239
ákvæðum taldi ræðumaður hiklaust, að taka fán-
ans yrði ekki byggð. Vék hann nokkuð nánar
að þessu atriði, og vísast þar um til þess, sem
síðar verður frá skýrt í þessari grein. Þá vék
ræðumaður að því, að enda þótt varðskipsfor-
inginn hefði ekki farið um lög fram, þá hefði
hann þó með þessu tiltæki sínu lítilsvirt íslenzkt
þjóðerni, og slíkri móðgun þyrfti að mótmæla.
Stjórnarráðið mundi vafalaust rannsaka, hvað-
an þessar tiltektir væru runnar. „En hitt geta
kjósendur gert og eiga að gera, þeir eiga að mót-
mæla lögleysunni, lítilsvirðingunni og heimsk-
unni, liggur mér við að segja, sem herferð þessi
lýsir svo óþarflega skýrt“.8)
Jón Jónsson dósent taldi í ræðu sinni, að það
lægi í augum uppi fyrir öllum þeim, sem heyrt
hefðu málavexti, að hér væri um gerræði að
tefla af hendi Dana, sem ekki mætti láta ómót-
mælt, og það í atriði, sem varðaði talsvert miklu.
Hér væri, sem sé, um það að ræða, hvort ís-
lenzkt lögregluvald eða danskt hervald skyldi
ráða á Islandi — hvorki meira né minna. „Þeg-
ar slík atvik koma fyrir, er það hrein og bein
skylda manna, og þá ekki sízt þingmanna, að
grípa til þeirra vopna, sem lögin heimila hverj-
um þeim, sem gerræði er beittur án þess að hafa
afl til þess að standa á móti, þeirra vopna, sem
hafa sama gildi í dag sem fyrir rúmum 60 ár-
Um> á þjóðfundinum 1851, er nokkuð svipað
kom fyrir, en það er: að mótmæla slíku gerræði
einarðlega og afdráttarlaust".9)
Bjarni frá Vogi hóf mál sitt moð því að minna
8) Ræðan er birt í ísafold 14. júní 1913.
n) Ræðan er birt í ísafold 14. júní 1913.