Saga - 1957, Qupperneq 26
240
á málsháttinn „Fátt er svo með öllu illt, að ekki
boði nokkuð gott“, því að það væri illt verk,
sem hefði verið unnið þá um morguninn, en feg-
inn sagðist hann vera að sjá það góða, sem af
því hefði hlotizt. „Hér sé ég fjölda manna horfna
að einu máli, sem hingað til hafa staðið á önd-
verðum meiði, og er það Reykvíkingum sómi,
hversu einhuga þeir hafa mótmælt óhæfunni".
Að öðru leyti vék hann að ósk íslendinga, sem
væri djúpt innrætt í eðli þeirra allra, að mega
njóta þess réttar að hafa eigin fána, og það
svo, að þeir vildu með engu móti þola að ofbeldi
væri sýnt íslenzkum fána, jafnvel þótt eigi hefði
nema nokkur hluti þjóðarinnar samþykkt hann.
Að lokum mælti hann: „Ég vona, að sú alda
þjóðmetnaðar, sem vakin hefur verið í dag,
gangi yfir allt þetta land og brotni eigi í bráð,
og ég vona, að sá eldur slokkni aldrei, sem kvikn-
að hefur hér í dag í hugum manna. Þykist ég
þess fullviss, að allir þeir, sem hér eru saman
komnir, stundi það af alúð að veita öldunni sem
víðast og að halda eldinum við“.10)
Að lokum voru tvær tillögur bornar upp, hm
fyrri frá þingmönnum Reykjavíkur, hin síðari
frá Bjarna Jónssyni frá Vogi. Tillaga þing-
mannanna var á þessa leið: „Fundurinn mót-
mælir eindregið hervalds-tiltektum „Fálkans“
á Reykjavikurhöfn í morgun sem bæði ólög-
mætum og óþolandi". Hin tillagan var svohljóð-
andi: „Fundurinn telur sjálfsagt, að hér eftir
verði einungis íslenzkur fáni dreginn á stöng
hér í bænum, og væntir þess, að svo verði um
land allt“. Báðar tillögurnar hlutu einróma sam-
10) Ræðan er birt í ísafold 14. júní 1913.