Saga - 1957, Qupperneq 32
246
lingske Tidende og K0benhavn, vekja athygli á
því uppþoti, sem hafi orðið, benda á mótmæla-
samþykktirnar, sem hafi á sér ótvíræðan póli-
tískan blæ gagnvart Dönum „foranstaltet af
den radikale islandske Separatisme". Það er
talað um að „separatistarnir" hafi notað tæki-
færið til heiftúðlegra árása á Danmörku og
fleira því um líkt. Ennfremur er talið, að varð-
skipsforinginn hafi samkvæmt erindisbréfi sínu
haft fullan rétt til fánatökunnar, sem hafi ver-
ið framkvæmd „i Henhold til de almindelige i
Danmark og paa Island gældende Lovbestem-
melser om Flagets Brug paa S0en som Nationali-
tetsflag".
IV.
Eitt af því fyrsta, sem spurt var um í sam-
bandi við fánatökuna, var það, á hvaða heimild
hún væri byggð, og flestir íslendingar munu
strax hafa litið svo á, að takan hafi verið fram-
kvæmd án heimildar, svo sem sjá má af því,
sem að framan segir. Skal þetta nú athugað
nokkru nánar. í einustu opinberu heimildinni,
sem fyrir liggur af Dana hálfu, þ. e. bréfi varð-
skipsforingjans til bæjarfógetans í Reykjavík,
segir, að varðskipsmennírnir hafi veitt athygli
báti með fána, sem skipum með heimilisfesti í
danska ríkinu sé ekki heimilt að nota, en vænt-
anlega hefur varðskipsforinginn gert nánari
grein fyrir heimildum sínum til tökunnar, er
hann heimsótti Stjórnarráðið síðar um daginn,
en því miður er ekki í skjölum þess nein frásögn
af samtalinu. Stjórnarráðið símaði sama dag
Jóni Krabbe, sem þá var skrifstofustjóri í ís-