Saga - 1957, Síða 43
257
grunn undir íbúðarhús í miðjum júní 1956.
Mætti honum þá úr moldinni skalli stór á kná-
legri beinagrind roskins manns, og skipti eng-
um togum, að Skalli var kominn, með hverja
tönn í höfði og bein til neðstu kjúku, upp á gras-
bakkann, áður en bóndi áttaði sig á nauðsyn-
legustu signingum og því, að lögskylt var að
kalla þjóðminjavörð til að fást við þetta.
Þorsteinn hugði vel að því, hvort beinin hefðu
í nokkurri kistu legið, og fullyrðir, að sér hafi
ekki skjátlazt um það: kista var alls engin, en
líkið lagt ofan í skriðumölina, sem ögn hafði
verið sléttuð með því að grópa í hana flatan
stein og hellublöð.
Rétt á eftir varð hann annarrar höfuðkúpu
var og hætti að grafa, sendi yfirvöldum boð.
Fám dögum síðar, 20. júní, fórum við Stefán
Sigurðsson, settur sýslumaður Skagfirðinga, til
að rannsaka það samkvæmt skipun þjóðminja-
varðar, hvort um dys væri að ræða eða kristi-
legan grafreit. Það reyndist grafreitur, eins og
nú skal stutt nánar.
Gegn því, að grafreitur sé, mælti þetta helzt:
1) Bein beggja þeirra, sem í húsgrunninum
fundust, lágu grunnt, annað með höfuð tæpa
60 sm undir grassverði, hitt spönninni dýpra
(fætur beggja 20 sm dýpra en höfuð vegna
brekkuhalla). Þetta spratt af verkfæraleysi
þeirra, sem grófu, en skriðumölin er harðlímd.
2) Hví mundi illgræf jörð í legstað valin,
nema dysja skyldi?
3) Skalli var kistulaus. Um jarðsetning fá-
tæks manns á miðöld sannar það þó ekkert.
4) Heimildir geta engrar kirkju né bænhúss
barna, enda stutt til Flugumýrarkirkju eða
Saga - 17