Saga


Saga - 1957, Side 45

Saga - 1957, Side 45
259 Að fenginni sönnun um tilvist kirkjugarðs, sem aftur sannar miðaldatilveru bænhúss í Hvammi, er sjálfsagt að friða þær grafir, sem vænta má, að séu kringum húsgrunninn. Hin uppteknu bein eru varðveitt í vísindalegu safni í Reykjavík. Áður en við skoðum Skallagröf í Hvammi nánar, vil ég skjóta inn rannsóknarlítilli hug- leiðingu um flutning bænhúss. Bænhús var ekki brýnt á þessum jörðum, svo nærri kirkjum Þverár og Flugumýrar, nema metnaður og f j ár- afli nægði til. Flutningur forns bænhúss úr Hvammi að Hjaltastöðum gat bæði stafað af orðinni rýrnun Hvamms og átt þátt í frekari skerðingu hans. Hafi svo verið í Hvammi, sem víða var um bænhús, að hluti jarðar, allt að 20 hundruðum, hafi verið ánafnaður bænhúsinu til uppihalds því, mundu umráð þess hluta hafa flutzt með bænhúsinu undir þann, sem hélt Hjaltastaði, en þeir hafa síðan á miðöldum verið metnir 80 hundruð að meðtöldu Hjaltastaðakoti. Það kot fór í eyði um skeið eftir Stórubólu og var þá nytjað frá Iijaltastaðahvammi fyrir 60 álna landskuld, en hafði annars verið byggt frá ómunatíð, segir í Jarðabók Á. M. Af jarðatöl- um Hólastólsjarða virðist nokkuð óhætt að álykta, að það sé þetta kot og ekkert annað, sem heitir Kothvammur í ráðsmannsreikningum stólsins 1388, sett í boðleið næst á eftir „Mið- hvammi“, sem getur ekki táknað annað býli í röðinni en núverandi Hjaltastaðahvamm. Eins og annar Kothvammur er skiptur úr Helgu- hvammi, Kotdalir tilheyra Hrafnadal, Kotnúp- ur Núpi, Kotvogur Kirkjuvogi o. s. frv., liggur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.