Saga - 1957, Qupperneq 46
260
það sennilega í sjálfu nafninu, að Kothvammur
sé tekinn af landi Hvamms, sem hann liggur við
túnfótinn á. En væri heitið aðeins gert til að
tákna stærðarmun (sbr. Kothraun í nánd við
Berserkjahraun o. fl. slíkt), vitnar það aðeins
um, að „Miðhvammur" = Hvammur — var
heldri jörðin af þessum tveim.
Hvað lá þá nær á þeirri tíð en byggja bæn-
hússhundruðin úr Hvammslandi sérstaklega og
gera úr þeim Kothvamm, það kot, sem síðar var
kennt við Hjaltastaði, vegna þess að landsskuld-
in átti að halda uppi bænhúsinu þar?
Áhrif þess í byggðarsögunni, hve kirkju-
hundruð jarða voru oft byggð sérstökum búend-
um, eru rík, en hér skal staðnæmzt um þessa til-
gátu upphafsins að Hjaltastaðakoti.
Rýrnun Hjaltastaðahvamms frá siðskiptum
til 1713 er lýst í Jarðabók Á. M., meðfram til
áréttingar því, að síðan bóluárið mikla galzt
þaðan eigi hærri landskuld en 60 álnir, en áður
C og þar áður CX álnir:
„Helmingur túns er fordjarfaður á grjót-
skriðu úr gilinu fyrir ofan bæinn, og er honum
ekki fyrir því óhætt, so og hefur snjóflóð hlaup-
ið hér úr gilinu á bæinn; ekki hefur það mönn-
um að skaða orðið hingað til, en kvikfé grand-
aði það. So er hér og í landinu mjög hætt fyrir
snjóflóðum á vetur.“ „Fóðrast kann i kýr, i geld-
naut, xx lömb, hitt á útigangi.“
Hlíðin var í öndverðu skógi klædd, en hefur
misst hann mjög snemma á öldum og aldrei linnt
síðan skriðuhlaupum, þar sem nokkur jarðveg-
ur og möl var, er losnað gat. ÍVtikilvirkast og
þrálátast var gilið Rauðagil, sem jarðabókin
hermir, og er svo enn. Mun nú jarðýta freista