Saga - 1957, Side 47
261
að ryðja garði í veg þess og beina aurhlaupum
frá bæ.
Tveir bæir í landnámi Gunnólfs bera heitið
Hvammur í heimildum. Þeir kallast nú til að-
greiningar Flugumýrarhvammur og Hjalta-
staðahvammur. Hver eru rök þess, að hinn fyrr-
nefndi sé eigi landnámsbýlið ?
1) Hinn fyrrnefndi liggur suður á landnáms-
enda, og eigi verður séð, að hlunnindi veiðiskap-
ar eða annars gætu dregið Gunnólf þangað,
landgæðin þarna breytingaminni um aldir, en
norðurbæir landnámsins ávallt metnir margfalt
við bennan> sem heitir í Hólaskrám Synnsti
Hvammur 1388, Hvammur 1449, Litli Hvamm-
ur 1550 (ísl. fbr. X, 860, Sigurðarregistur),
Flugumýrarhvammur 1569.
2) „Miðhvammur" (1388) = Hvammur 1449
og 1550 (landskuld þá ij C) og Hjaltastaða-
hvammur síðan 1569, — hefur seint á miðöld-
um talizt væn jörð og allmiklu stærri en hin,
brátt fyrir undangengin áföll og hnignunarsögu.
3) Tilvera bænhússins með greftrunarrétti
bendir ákveðið til þess, að sá Hvammurinn var
jörð mikils metnaðar snemma á kristniöldum.
Virðast mér þessi rök sýna jjað samtöld, að
hér er um landnámsjörðina að ræða.
Með aukinni forvitni geng ég í gröf Skalla,
ef þverskurðarsár moldar og urðin undir hon-
um fengi mál. Vatnssorfin smámöl og sandur
úr gilinu hafði komið í vorleysingum eða litlu
aurhlaupi, áður en hann var grafinn, og hjálp-
að til að auka jarðvegsþykkt á skriðunni (sand-
ur nú í 2 feta dýpi). En líkur virðast til, að all-
naikill hluti hins 70 — 90 sm bykka jarðlags ofan
á henni sé aðflutt mold, sótt til þess, að lík