Saga - 1957, Side 51
265
og hér á Brekkum uppi, að maður þar var veg-
inn saklaus, utan hann bannaði þeim hann vó
að höggva hrísið svo nærri bænum, en vegand-
inn áður um sumarið áður fyrir Þorláksmessu
hér í Skálholti hjó í sundur (með leyfi að segja)
þann hund, er biskupinn átti, — engin sök önn-
ur en honum þótti sér ekki boðið til drykkjunn-
ar. Fjórum árum þar eftir varð hann öðrum
manni að skaða í Grindavík. Hann sigldi þá
með Fúsa lögmanni, og hann fekk líf fyrir hann.
Biskup Sveinn hafði skírt þann mann og sagt
það hann mundi verða flysjungur og honum
mætti ætla brók, en ekki sokka. Hann var afi
Teits í Auðsholti" (Safn I, 49). Hér við hefir
Oddur biskup Einarsson ritað á spássíu í frum-
riti annálanna: „Sandbælis-Jón, afi Teits Gísla-
sonar“.
Þessa frásögn hefir Steinn Dofri ættfræðing-
ur tekið til rækilegrar athugunar. Með því að
kanna, hverir af Jónunum á dögum Stefáns
biskups og Vigfúsar hirðstjóra séu við víg
kenndir, svo að fornbréf greini, kemst hann að
þeirri niðurstöðu, að þar sé ekki öðrum til að
dreifa sunnan lands eða vestan en Jóni Helga-
syni, er tók aflausn af Stefáni biskupi fyrir víg
hinn.ll. júlí 1501 (fsl. fornbrs. VII, 577). Þetta
er eini víga-Jóninn þá, sem getur verið hinn
svonefndi „Sandbælis“-Jón, hvort sem þetta
hefir verið fyrra eða síðara vígið, sem síra Jón
Egilsson eignar honum. f annan stað leiðir
Dofri rök að því, að „Sandbælis“ sé villa fyrir
Svarðbælis og sé þar átt við Svarðbæli undir
Eyjafjöllum. En sé Jón þessi Helgason sami
maður sem víga-Jóninn, afi Teits í Auðsholti,
og réttilega við Svarðbæli kenndur, þá er ætt