Saga - 1957, Qupperneq 52
266
hans auðsæ, þegar gætt er Teits-nafnsins á
sonarsyni hans. Jón hefir þá verið bróðir Gunn-
laugs Helgasonar, sem átti Randíði frá Hvassa-
felli, og sonur Helga Teitssonar í Dal undir
Eyjafjöllum og Margrétar Gunnlaugsdóttur á
Marðarnúpi í Vatnsdal Þorkelssonar prests í
Reykholti, er var bróðir Árna biskups hins
milda, Ólafssonar. Bróðir Helga Teitssonar í
Dal var Narfi Teitsson, er var að vígi Magnús-
ar Jónssonar á Krossi í Landeyjum 1471 og
varð þá úti á Mýrdalssandi. En faðir þeirra
Helga í Dal og Narfa var Teitur Helgason hirð-
stjóra á Krossi í Landeyjum Styrssonar í Noregi
Hallvarðssonar. Á þeim róstutímum, er þá voru,
hafa þessir frændur staðið framarlega í víga-
ferlum, þó að ættin væri að öðru leyti fræg og
merkileg. Um röksemdir Steins Dofra fyrir
þessari ættfærslu í einstökum atriðum vísast að
öðru leyti til greinar hans um það efni (Víkings-
lækjarætt, 67—71 neðanm.).
Síra Jón Egilsson getur þess, að meðal þeirra,
sem voru að vígi sveina Diðriks frá Mynden í
Hruna árið 1539 hafi verið maður einn að nafni
Guðmundur, og lýsir honum svo, að hann hafi
verið „manna karskastur og illfengur". Hann
gerir þá grein fyrir honum, að þeir hafi verið
systrasynir Teitur í Auðsholti og hann. Svo er
því að sjá sem staðið hafi að Teiti á báðar síður
hraustir menn og harðfengir, sem víluðu eigi
fyrir sér að sækja mál sín á vopnaþingi að forn-
um sið. Er sem með þeim frændum hafi lifað
enn hinn forni víkingsandi, lengur en almennt
var í landi.
Eigi virðist Teitur hafa verið neinn eftirbát-
ur frænda sinna að hreysti og karlmennsku.