Saga - 1957, Síða 54
268
manna að Vatnsleysu um ráðstöfun ómaga
nokkurs, og virðist hann þá hafa verið einn af
hreppstjórum í Biskupstungum (ísl. fornbrs.
XV, 453). Árið 1594 var Teitur nefndur einn
eiðamanna í máli síra Hinriks Evertssonar
prests í Villingaholti, sem dómar gengu um í
Laxárholti það ár og árið eftir (Alþb. fsl. III,
2 — 4). Eigi höfum vér séð Teits víðar getið í
dómum.
Alla þá tíð, sem Teitur bjó í Auðsholti og ald-
ur og heilsa leyfði, sótti hann sjó á Stokkseyri
og var formaður þar í 40 vertíðir. Svo sérstak-
lega vill til, að varðveitzt hefir vitnisburður
hans sjálfs um sjómennsku hans, hvar hann
stundaði sjó og hversu lengi. Hinn 17. jan. 1605
í Skálholti vitnaði Teitur um reka staðarins
fyrir Stokkseyrarlandi. Segist hann þá vera 76
ára gamall og hafa verið 40 vertíðir formaður
á Stokkseyri, en róið þar áður 6 vertíðir hjá
Tómasi Gunnarssyni og eina í Vestmannaeyj-
um og eina í Þorlákshöfn (Bréfabók Odds bisk-
ups Einarssonar). Samtals hefir Teitur því
stundað sjó í 48 vertíðir, og hafa ekki ærið
margir gert betur, þótt skemmra ættu til að
sækja. Þess skal getið, að Tómas Gunnarsson
var sonur Gunnars Þórðarsonar á Stokkseyri
og Guðrúnar Pétursdóttur lögréttumanns í Önd-
verðanesi Sveinssonar. Þeir Tómas og Teitur
voru því systrasynir, og mun til þess skyldleika
að rekja hin miklu tengsl Teits við Stokkseyri.
Það hefir líklega verið snemma á árum Teits
í Auðsholti, að hann réðst í það að leita uppi
Þórisdal, sem frægur var af Grettis sögu. Má
vera, að ferðir hans um fjallvegi milli fjórð-
unga í fylgd með biskupi hafi vakið áhuga hans