Saga - 1957, Síða 56
270
til vita, er Teitur nokkur, mikilmenni, er bjó í
Auðsholti fyrir austan Skálholt, hann gjörði sig
að austan meður flokk manna og vopnaður vel
og allt undir Skjaldbreið, eður hvað lengra und-
ir jökulinn hann fór að austan, og náttaði þar.
En það er sögn hans og þeirra, er með honum
voru, að þeim var varla vært um nóttina. Gjörði
á þá þoku mikla og létti eigi upp, fyrr en þeir
sneru hýbýlum á leið og heim aftur til byggða.
En úr þokunni var svo við kveðið:
Tröllin taka þig allan,
Teitur, ef þú fer að leita.
Síðan hef eg ei heyrt getið um, að nokkur hafi
til orðið þess að freista að finna upp eða leita
að nefndum Áradal, er með réttu heitir Þóris-
dalur“, o. s. frv. (Blanda VIÍI, 344).
Frásagnir þessar af ferð Teits fylla að nokkru
hvor aðra, en þó er frásögn síra Helga miklu
skilmerkilegri. Þjóðsögukennt er auðvitað það,
sem segir um vísustefið, er kveðið hafi verið úr
þokunni, enda minnir það á kviðling einn í
Grettis sögu. Að öðru leyti virðist ekkert þurfa
að vera athugavert við sannleiksgildi sögunnar.
Og þó að rannsóknarferð þessi heppnaðist ekki
og Teitur og félagar hans kæmust ekki í Þóris-
dal, þá er hún engu að síður merkileg fyrir þá
sök, að hún er fyrsta tilraun til að kanna
óbyggðir landsins, sem sögur fara af, á síðari
öldum. Vopna-Teitur var því brautryðjandi á
því sviði, og ætti nafn hans þess vegna skilið
að geymast í landfræðisögu vorri.
Um þær mundir sem Vopna-Teitur bjó í
Auðsholti, bjó Þormóður Ásmundsson lögréttu-
maður í Bræðratungu og átti þá jörð. Þormóður