Saga - 1957, Blaðsíða 59
273
ar, er geta nánast atburða þessara, að hann
hafi verið karlægur. Borghildur Einarsdóttir
var gift Jóni Jónssyni síðar ráðsmanni og yfir-
bryta hjá Brynjólfi biskupi og lögréttumanni
að Hömrum í Grímsnesi. Þau Borghildur virð-
ast ekki hafa átt börn, sem lifðu, og ekki er
kunnugt um aðra afkomendur Einars Teitsson-
ar (ísl. annálar II, 130; IV, 87; Sýsl. IV, 340).
Seinni kona Vopna-Teits var Kristín Felix-
dóttir prests í Saurbæ á Kjalarnesi Gíslasonar
prests í Gaulverjabæ Arnbjörnssonar. Voru
þau Gísli biskup Jónsson og hún bræðrabörn,
sem fyrr segir. Kristín var fædd 1531 og var
enn á lífi 22. sept. 1605; bar hún þá vitni í Skál-
holti um landamerki milli Skipa og Stokkseyrar.
í þeim vitnisburði segist hún vera 74 ára gömul
og hafa farið frá Hæringsstöðum 11 vetra að
Skipum, en þaðan 17 vetra að Ragnheiðarstöð-
um. Á Skipum var hún 6 ár hjá stjúpföður sín-
um Símoni Gíslasyni (Bréfab. Odds biskups
Einarssonar). Hefir Teitur vafalaust kynnzt
Kristínu sem útróðrarmaður á Stokkseyri. Syn-
ir þeirra hafa verið þessir tveir:
4) Gísli Teitsson, f. um 1560, vígðist prestur
til Þykkvabæjarklausturs 1583, fekk Snæúlfs-
staði í Grímsnesi fyrir 1592 og Arnarbæli í Ölf •
usi fyrir eða um 1600 og var þar prestur til
dauðadags um 1620. í Prestaævum síra Jóns
Halldórssonar er Kristín Felixdóttir ranglega
talin kona síra Gísla, í stað þess að hún var
móðir hans, eins og áður er sagt. Annars staðar
er konu Gísla Teitssonar hvergi getið, en með
tilliti til nafns Álfs, sonar hans, þykir mér vafa-
lítið, að hún hafi verið dóttir Álfs Þorsteinsson-
ar bónda í Biskupstungum, sem var tvívegis
Saga - 18