Saga - 1957, Side 60
274
dómsmaður á Vatnsleysu árið 1570 (ísl. forn-
brs. XV, 405, 453), og systir Gísla lögréttu-
manns Álfssonar, er síðar verður getið. Síra
Jón í Hítardal segir, að synir síra Gísla Teits-
sonar hafi verið Álfur lögréttumaður á Reykj-
um í ölfusi (d. 1682) og Ólafur, sem átti Ingi-
björgux) dóttur síra Páls Jónssonar í Klaustur-
hólum. í ættartöluheimild frá 17. öld segir einn-
ig, að „Ingibjörg Pálsdóttir á Ólaf, bróður Álfs
Gíslasonar á Reykjum“ (Bisk. II, 294). Enn
áttu þeir Álfur og Ólafur bróður, er Gísli hét,
þótt síra Jón Halldórsson geti hans eigi, svo
sem sést af þeim gerningi, er bræðurnir Álfur
Gíslason og Gísli Gíslason staðfestu 15. maí
1631 kaup það, er þeir höfðu gert við Odd bisk-
up Einarsson um jörðina Þórustaði í Hjallasókn
(Bréfab. Gísla biskups Oddssonar II, 31—32,
afrit í Lbs.). Þessi Gísli Gíslason mun vera sá
hinn sami sem nefndur var í dóm að Borg í
Grímsnesi 14. maí 1635 um afnot af Efstadals-
skógi (Alþ. ísl. V, 407-408).
5) Ólafur Teitsson, fylgdarmaður Gísla bisk-
ups Oddssonar á visitatíuferð um Snæfellsnes
haustið 1632 og einnig getið í erindum biskups
vorið 1636 (Bréfab. Gísla biskups Oddssonar I,
283; V, 78). Ólafur hefir verið yngstur af börn-
um Vopna-Teits, en ekki er frekara um hann
kunnugt.
Áður en skilizt er við þetta efni, þykir mér
rétt að minnast nánara á afkomendur síra Gísla
Teitssonar til þess að reyna að greiða úr ýmiss
konar ruglingi og ágreiningi, sem komið hefir
x) Síra Jón nefnir hana ranglega Guðríði.