Saga - 1957, Blaðsíða 68
282
tímum, útreiknaða af beinunum. Beinafundirnir
eru þar flokkaðir eftir fundarstað og aldri. í
elzta flokknum eru bein úr heiðni, og eru þar
ekki önnur bein en þau, er Kristján Eldjárn
þjóðminjavörður hefur í kumlatali sínu talið
frá þeim tíma (sbr. Kuml og haugfé, Akureyri
1956). Viðvíkjandi beinum fundnum á Skelja-
stöðum vísast til ritgerða Matthíasar Þórðar-
sonar og Jóns Steffensens í „Forntida Gárdar
i Island“ og um Haffjarðareyjarbeinin vísast
til ritgerðar Jóns Steffensens í Skírni CXX
(1946), 144.
í flokknum „Ýmsir fundarstaðir" eru sum-
part bein úr grafreitum, sem ekki er vitað um,
nær þeir voru lagðir af, en heimildir geta um,
að bænhús eða hálfkirkja hafi verið á staðnum.
Vafalítið munu flestir þessara grafreita vera
úr kaþólskum sið og naumast yngri en frá 1600.
Sumpart eru beinin úr grafreitum, sem engar
skráðar heimildir hafa varðveitzt um, og er trú-
legt, að sumir þeirra séu frá elztu tímum kristn-
innar hér á landi og gætu jafnvel verið eldri,
því að eins og kunnugt er voru nokkrir land-
nemanna kristnir.
í flokknum „Skálholt" eru aðeins þau bein,
sem með sæmilegu öryggi verða talin frá dög-
um hinnar síðustu dómkirkju þar.
Beinin í flokknum „Reykjavík“ eru úr gamla
kirkjugarðinum við Aðalstræti, er lagður var
niður 1850. Þau eru trúlega frá 18. öld, að því
er dæmt verður af kistunum, sem þau voru í.
Alls eru þessi bein úr 167 fullorðnum mönn-
um, 92 körlum og 75 konum. Flest eru þau frá
Suður-, Suðvestur- og Norðurlandi, nokkur af
Austurlandi, en engin frá Vestfjörðum.