Saga - 1957, Qupperneq 69
283
Hæðina hef ég reiknað út eftir töflum M.
Trotters og G. C. Glesers (American Journal of
Physical Anthropology. N. S. vol. 10, p. 463 —
514, 1952) af lengdarmálum lærleggs og sköfl-
ungs, hafi bæði beinin verið fyrir hendi, en af
lærleggnum einum, hafi sköflunginn vantað, af
sköflung og einhverju löngu handleggsbein-
anna, hafi lærlegginn vantað, og þegar aðeins
eitt löngu leggbeinanna var til, þá var það not-
að við útreikninginn. Það, að ég hef alltaf not-
að sköflunginn ásamt lærlegg eða löngu hand-
leggsbeini við útreikninginn, hafi þess verið
kostur, stafar af því, að sköflungurinn er óvana-
lega stuttur á íslendingum, tiltölulega mun
styttri en á Bandaríkjamönnum, sem töflurnar
eru miðaðar við. Það má þess vegna telja lík-
legt, að hæðin yrði of mikil, ef sköflungnum
væri sleppt, og hins vegar of lítil, sé hún reikn-
uð af honum einum. Yfirleitt gefa töflur Trott-
ers og Glesers 3 — 4 sm meiri hæð en töflur
Manouvriers og formúlur Pearsons, er mest
hafa verið notaðar til þessa, en af ástæðum, er
ég hef gert grein fyrir í Skírni CXXX, tel ég,
að hinar fyrrnefndu töflur gefi réttari útkomu
en síðarnefndu aðferðirnar.
Þegar litið er á niðurstöður þessara útreikn-
inga (sjá töflu I), þá kemur í Ijós, að í flokk-
unum fyrir 1600 er mesta meðalhæð karlanna
frá 171,0 til 175,2 sm og kvennanna frá 157,3
til 161,2 sm, en hæð karla og kvenna er ekki
mest eða minnst í sama flokkinum, heldur sitt
á hvað, þannig eru t. d. hæstu karlarnir og
lægstu konurnar úr Haffjarðarey. Þegar tekið
er tillit til þessa og þess, hve fáar beinagrindur
eru í hverjum flokki, þá er ekki líklegt, að um