Saga - 1957, Síða 70
284
raunverulegan hæðarmismun hafi verið að ræða
milli þess fólks, sem sýnishornin eru tekin af. Til
þess að auðvelda samanburðinn milli flokkanna
hef ég breytt hæð konunnar í tilsvarandi karl-
mannshæð með því að deila í konuhæðina með
kynvísitölu hæðarinnar, þ. e. a. s. hlutfallinu
milli meðalhæðar konu og karls. Það er reiknað
út af meðaltali allra flokkanna fyrir 1600 og er
0,925 eða alveg sama hlutfall og nú er á milli
hæðar konu og karls (sbr. töflu II). Þessar töl-
ur yfir mestu meðalhæð karla, útreiknaðar af
hæð beggja kynja, eru í aftasta dálkinum í
töflu I, og kemur þar fram, að hæðin er nær sú
sama í þrem flokkunum frá tímum kaþólskunn-
ar hér á landi, eða frá 171,5 til 172,0 sm, en í
flokknum úr heiðni er hæðin nokkru meiri eða
173,2 sm. Munurinn á honum og lægsta flokkn-
um (ýmsir fundarstaðir) er þó ekki meiri en
það, að hæglega getur tilviljun ein ráðið hon-
um, auk þess sem fólkið í þeim flokki hefur
vafalaust flest verið almúgafólk, en í þeim
heiðna eflaust mestmegnis höfðingjar. Að svo
miklu leyti sem unnt er að draga ályktanir af
ekki meiri efnivið, þá virðist líkamshæðin hafa
haldizt nokkurn veginn óbreytt fyrstu fimm til
sex aldirnar, sem þjóðin byggði landið, og trú-
lega verið mjög lík alls staðar á landinu, að
minnsta kosti á Suður-, Norður- og Suðvestur-
landi.
í flokkunum frá 17. og 18. öld er líkamshæð-
in mun minni en í þeim fyrir 1600, og er þó full
ástæða til að álíta, að hæð Skálholtsfólksins sé
meiri en almennt gerðist þá á íslandi, vegna
þess að aðeins meiri háttar fólk eignaðist leg-
stað í Skálholtskirkju. Hver raunveruleg meðal-