Saga - 1957, Page 71
285
hæð íslendinga hafi verið á þessum árum, er
erfitt að segja um af þessum rannsóknum vegna
þess, hve beinagrindurnar eru fáar og að Skál-
holtsefniviðurinn er valinn, en sé báðum flokk-
um og konum og körlum slengt saman og fund-
in meðalkarlmannshæð þeirra 30 manna, sem
verða í þeim hóp, þá er hún 168,2 sm. Hún er
með öðrum orðum 4 sm minni en að meðaltali
í flokkunum fyrir 1600, og er það meiri munur
en hægt er að gera ráð fyrir, að tilviljun valdi.
Samkvæmt mælingum Guðmundar Hannesson-
ar á árunum 1920 — 23 (Körpermasze und Kör-
perproportionen der Islánder. Rvík 1925) reynd-
ist meðalhæð menntamanna þá 174,7, en sjó-
manna og bænda 173,3 sm. Sé gert ráð fyrir
líkum mun á líkamshæð þessara stétta manna
á 17. og 18. öld, ætti meðalhæð karla þá að hafa
verið um 167 sm.
í töflu II hef ég tekið saman mælingar á lík-
amshæð Islendinga á 20. öldinni. Fyrstu mæl-
ingarnar eru frá árunum 1901 — 1912, og reynd-
ist þá meðalhæð nemenda Menntaskólans 172,47
sm. Síðan fer meðalhæð þjóðarinnar stöðugt
hækkandi, og við síðustu mælingarnar (1952 —
1954) er meðalhæð karla orðin 176,8 sm.
Við þessar tölur er það að athuga, að þær
munu sennilega allar vera heldur hærri en raun-
veruleg meðalhæð þjóðarinnar á hverjum tíma,
vegna þess að efniviðurinn, sem þær byggjast
á, er ekki rétt mynd af hlutfallinu á milli þjóð-
félagsstéttanna. í úrtökunum munu hafa verið
hlutfallslega fleiri menntamenn en voru í þjóð-
félaginu á sama tíma, og á það sérstaklega við
elztu mælingarnar (1901 — 1912), sem taka ein-
göngu til menntamanna. Ennfremur er meðal-