Saga - 1957, Side 73
287
aldur hinna mældu ekki sá sami í öllum flokk-
unum, og hefur það áhrif á útkomuna. I fyrsta
lagi vegna þess, að hæð þjóðarinnar er að breyt-
ast á þeim tíma, sem mælingarnar í töflu II ná
til, og í öðru lagi vegna þess, að hæð manna
helzt ekki óbreytt öll fullorðins árin. Eftir
þrítugt lækkar maður að jafnaði um 0,06 sm
á ári, og fyrr en 20 — 25 ára, eftir vaxtarhraða,
er hann ekki búinn að taka út fullan hæðarvöxt.
Af þessum orsökum verða tölurnar í töflu II
ekki fyllilega sambærilegar nema þær, sem
byggjast á mælingum G. Hannessonar og Jens
Pálssonar, sem eru sín á milli sem næst sam-
bærilegar og gefa rétta mynd af hækkun karl-
anna, sem orðið hefur á þeim 32 árum, sem eru
á milli mælinganna. Erfiðara er að meta, að hve
miklu leyti tölurnar í töflu I séu sambærilegar
við þær í töflu II, vegna þess að ekki eru tök á
að sannreyna, hversu vel töflur Trotters og
Glesers eiga við íslendinga og að áætlaða lík-
amshæðin af beinum er mesta hæð, þ. e. á aldr-
inum frá því vexti er lokið og til þrítugs, en
ekki nema hluti hinna mældu í töflu II eru á
þeim aldri. Þetta síðara atriði hefur þau áhrif
á meðalhæð flokkanna í töflu II, að þær eru
nokkru minni en mesta hæð.
Þrátt fyrir þessar takmarkanir á sambæri-
leika hæðaráætlana og hæðarmælinga, þá munu
töflur I og II þó sýna aðaldrættina í þeim breyt-
ingum, er hafa orðið á líkamshæð þjóðarinnar,
en þeir eru í fám orðum þessir: Frá landnáms-
öld og sennilega fram undir 16. öld er líkams-
hæðin um 172 sm, á 18. öldinni er hún komin
niður í 167 sm og um miðja 20. öldina upp í
176,8 sm. Með öðrum orðum, á um 4 öldum eða