Saga - 1957, Side 76
290
sér til bjargar, þar ei varð á sjó róið sökum stórviðra
og lagnaðarísa, og þar með mjög fiskifátt hér vestra,
en enginn fyrir Norðurlandinu, hvað orsakaði stór harð-
indi og hallæri manna á meðal, svo margt fólk frá jörð-
um og bústöðum með konum og börnum uppflotnaði og
flúði til annara héraða, út á Jökul, Suðurnes, vestur á
Vestfjörðu, Barðastrandar- og Isafjarðarsýslur, sér
bjargar og viðurværis að leita, í stórhópum, hvar af þó
margir á vegunum af hungri dóu og á fjöllunum bæja
á milli úti urðu“ (Eyrarannáll).
Ár 1697: „Féll fólk víða úr megurð; létust yfir
hundrað í Hegranesþingi" (Mælifellsannáll). „Féll fá-
tækt fólk af hungri í sumum harðindasveitum. í Tré-
kyllisvík og þar nálægt 54 manneskjur, í kringum Jökul
34, norður í Fljótum, Ólafsfirði og þeim útkjálkum meir
en 100, þá mest um Langanes og þær sveitir, saman-
talið það til fréttist um allt landið 242“ (Fitjaannáll).
„Manndauði af hungri og vesöld um norðursveitir og
vestur um Steingrímsfjörð og Trékyllisvík". „Mælt var,
að í Svarfaðardal hefðu af vesöld dáið 70 menn, en 30
í Höfðahverfi“ (Hestsannáll). „Svo og skrifast, að í
Þingeyjarþingi frá sumarmálum til alþingistíma hafi
hundrað manns í harðrétti dáið, auk þeirra, sem úti
hafa orðið, í Skagafirði 30, í Trékyllisvík 60, Króks-
firði 10 eða 12 menn“ (Eyrarannáll). „Var sérlegt hall-
æri og peningadauði árið undanfarið, en tók nú á þessu
ári fólkið að deyja af hungri fyrir norðan á íslandi og
æ meiri og meiri umferð fátækra manna. Eftir skrifi
séra Benedikts, þá var mælt, að í Svarfaðardal hefðu
af vesöld dáið 30 menn og 30 í Höfðahverfi, 80 í Ólafs-
firði og Fljótum, 84 í Trékyllisvík, 54 í Rifi, á Hellis-
sandi 24“. „I Austfjörðum var hin bezta árgæzka bæði
til sjós og lands“ (Grímsstaðaannáll).
Ár 1698: „Féll þá margt fólk úr megurð, einkum
vestan og norðan. Kom fjöldi fátækra að vestan. Voru
þá fluttar á einum degi úr Flatey og Bjarneyjum á
Breiðafirði 60 manneskjur bjargþrota á land“ (Mæli-
fellsannáll). „Mikil yfirferð af norðlenzku fólki suður
og vestur um landið. Förumannafjöldi búendum óbæri-
legur. Dóu margir bæja á millum af hungri og klæð-
leysi“ (Hestsannáll). „Viðvöruðu enn harðindaárin.
Fólkið var að flosna upp. Mikil yfirferð af norðlenzku