Saga


Saga - 1957, Qupperneq 76

Saga - 1957, Qupperneq 76
290 sér til bjargar, þar ei varð á sjó róið sökum stórviðra og lagnaðarísa, og þar með mjög fiskifátt hér vestra, en enginn fyrir Norðurlandinu, hvað orsakaði stór harð- indi og hallæri manna á meðal, svo margt fólk frá jörð- um og bústöðum með konum og börnum uppflotnaði og flúði til annara héraða, út á Jökul, Suðurnes, vestur á Vestfjörðu, Barðastrandar- og Isafjarðarsýslur, sér bjargar og viðurværis að leita, í stórhópum, hvar af þó margir á vegunum af hungri dóu og á fjöllunum bæja á milli úti urðu“ (Eyrarannáll). Ár 1697: „Féll fólk víða úr megurð; létust yfir hundrað í Hegranesþingi" (Mælifellsannáll). „Féll fá- tækt fólk af hungri í sumum harðindasveitum. í Tré- kyllisvík og þar nálægt 54 manneskjur, í kringum Jökul 34, norður í Fljótum, Ólafsfirði og þeim útkjálkum meir en 100, þá mest um Langanes og þær sveitir, saman- talið það til fréttist um allt landið 242“ (Fitjaannáll). „Manndauði af hungri og vesöld um norðursveitir og vestur um Steingrímsfjörð og Trékyllisvík". „Mælt var, að í Svarfaðardal hefðu af vesöld dáið 70 menn, en 30 í Höfðahverfi“ (Hestsannáll). „Svo og skrifast, að í Þingeyjarþingi frá sumarmálum til alþingistíma hafi hundrað manns í harðrétti dáið, auk þeirra, sem úti hafa orðið, í Skagafirði 30, í Trékyllisvík 60, Króks- firði 10 eða 12 menn“ (Eyrarannáll). „Var sérlegt hall- æri og peningadauði árið undanfarið, en tók nú á þessu ári fólkið að deyja af hungri fyrir norðan á íslandi og æ meiri og meiri umferð fátækra manna. Eftir skrifi séra Benedikts, þá var mælt, að í Svarfaðardal hefðu af vesöld dáið 30 menn og 30 í Höfðahverfi, 80 í Ólafs- firði og Fljótum, 84 í Trékyllisvík, 54 í Rifi, á Hellis- sandi 24“. „I Austfjörðum var hin bezta árgæzka bæði til sjós og lands“ (Grímsstaðaannáll). Ár 1698: „Féll þá margt fólk úr megurð, einkum vestan og norðan. Kom fjöldi fátækra að vestan. Voru þá fluttar á einum degi úr Flatey og Bjarneyjum á Breiðafirði 60 manneskjur bjargþrota á land“ (Mæli- fellsannáll). „Mikil yfirferð af norðlenzku fólki suður og vestur um landið. Förumannafjöldi búendum óbæri- legur. Dóu margir bæja á millum af hungri og klæð- leysi“ (Hestsannáll). „Viðvöruðu enn harðindaárin. Fólkið var að flosna upp. Mikil yfirferð af norðlenzku
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106

x

Saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.