Saga - 1957, Síða 80
294
inda- og mannfellisár, þó að engar meiri háttar
landfarsóttir hafi gengið á þeim árum frekar
en á árunum 1696 — 1702. Ef bornar eru saman
lýsingar annála á þessum tveimur árabilum, þá
eru þær furðu líkar um flest, hafís, frosthörk-
ur, fjölda látinna í einstökum plássum, vergang
og gripdeildir, svo að manni finnst ólíklegt, að
nokkur verulegur munur hafi verið á fjölda dá-
inna þessi tímabil. Af manntölum vitum við, að
á árunum 1752 — 59 dóu 6224 menn umfram
fædda og að þeim meðtöldum 9744 menn
(LLFR. XIV. b., bls. 113-114).
Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vída-
líns er bezta heimild okkar um byggðarsögu
landsins á 17. öld og þá óbeint um mannfjöld-
ann á þeim tíma. Ég hef leitazt við að telja
saman úr Jarðabókinni þau jarðnæði ásamt
grasbúðum og þurrabúðum, er um getur, að
byggð hafi verið í fyrstu eða að nýju úr gamalli
auðn eftir 1600, og í annan stað þau, sem fallið
hafa í auðn á sama tíma, og eru niðurstöður
þessara athugana að finna í töflum III —V. Það
er mjög misjafnt, hversu nákvæmlega er greint
frá byggingu jarða og hversu lengi þær hafi
verið í eyði í hinum ýmsu sýslum. Sérstaklega
er þessu ábótavant í Dala-, Stranda- og Eyja-
fjarðarsýslu og í Gullbringusýslu, að því er
kemur til hjáleigna. Þeim bústöðum, sem sagt
er um, að byggðir hafi verið eða fallið í auðn
fyrir manna minni, hef ég sleppt, en tekið þá
með, sem sagt er um, að þetta hafi orðið í manna
minnum. Oft er ekki hægt að segja um, hvort
búendum hafi fjölgað eða fækkað á jörð, þar
sem fleirbýli er, en víðast mun þess getið, hafi
jörð verið skipt. Víða er ófullkomin lýsing á