Saga - 1957, Blaðsíða 87
301
in að spillast (sbr. Sigurður Þórarinsson: The
thousand years struggle against ice and fire.
Reykjavík 1956), hallast ég að skoðun þeirra,
sem álíta, að fólksfjöldinn til forna hafi orðið
mestur hér á landi í byrjun 12. aldar, og hef
tekið 70 þúsund sem líklegasta íbúatölu þá.
Fjölda hungurfellisára á öld hef ég tekið eftir
töflu Þorvalds Thoroddsens (Árf. á íslandi, bls.
353). Hann taldi þau saman úr annálum, og ber
þess að gæta, að fyrir 1600 eru þessar heimildir
miklu ófullkomnari en eftir þann tíma, og á
það sérstaklega við 15. öldina. Það verður því
að meta tölurnar fyrir 1600 með hliðsjón af
þessu, en engu að síður veita þær nokkra vitn-
eskju um getu þjóðarinnar til fæðuöflunar fyr-
ir þann tíma, en eftir 1600 mega heimildirnar
teljast góðar.
Til frekari skýringar máli mínu hef ég gert
mynd, sem sýnir tölu hungurfellisára, mann-
fjölda og líkamshæð á hverjum tíma. Stallarnir
neðst á myndinni sýna tölu hungurfellisára á
öld. Þau eru langflest á 17. og 18. öldinni eða
14 og 15 ár og falla niður í 2 á 19. öldinni, en
eru 2-4 á öld aldirnar fyrir þá 17.
Línuritið yfir líkamshæðina er meiri eða
minni hugsmíð, að því er tekur til tímans fyrir
20. öldina, því að bæði er, að mælipunktarnir
eru aðeins tveir á öllu því tímabili og að stað-
setning þeirra er óviss. Ég hef látið hæðina
172 sm halda sér óbreytta frá upphafi til 1500
og hæðina 167 sm eiga við meiri part 18. aldar-
innar og dálítið fram á þá 19., en annað meira
en líkleg tilgáta getur það ekki kallazt. Vonandi
eiga nýir beinafundir eftir að gefa okkur full-
komnari mynd af hæðarbreytingunni á liðnum