Saga - 1957, Síða 88
302
öldum, en þangað til verður að tjalda því, sem
til er.
Uppdregni hluti mannfjölda-línuritsins sýnir
raunverulegan, en brotni hluti þess áætlaðan
fólksfjölda á hverjum tíma, nema fyrir árið
1703, sem byggist á manntali. Á uppdregnu lín-
unni eru miklar sveiflur alla 18. öldina, en þær
fara minnkandi á 19. öldinni og hverfa með öllu
eftir 1890, og úr því fer línan jafnt og ört hækk-
andi. Fyrir ár 1700 verður að gera ráð fyrir
talsverðum sveiflum á mannfjöldanum eins og
á 18. og 19. öldinni, þó að heimildir skorti til að
tákna á línuritinu nema þær mestu, svo sem í
harðærunum 1602 — 04 og í svartadauðanum í
byrjun 15. aldar. Hins vegar hef ég áætlað lítið
mannfall í pestinni í lok 15. aldarinnar og sleppt
mörgum sóttar- og hungurfaröldrum, sem lík-
legt má telja, að fækkað hafi fólkinu um meir
en mannf jölguninni nam. Það mun óþarft að taka
það fram, að ekki muni nema hluti lægðanna á
línuritinu vera af völdum hungurdauða. Margar
þeirra stafa af sóttarfaröldrum, en oft er erfitt
af frásögnum annálanna að gera upp á milli,
hvert megi sín meir, hungrið eða sóttin, og al-
kunna er, að alls konar sóttir fylgja vaneldi.
Bæði hungurárin og fólksfjöldinn sýna, að á
17., 18. og framan af 19. öldinni hefur fólkið
soltið hér á landi, og tel ég það veigamestu or-
sökina til hinnar litlu líkamshæðar á þeim ár-
um. Þá orsök tel ég næsta, að menn á vaxtar-
skeiði þrælkuðu miklu meira fyrr á tímum en
nú gerist, en það dregur úr því fæðumagni, sem
líkaminn gæti annars notað til vaxtar.
Það liggur nú beint við að varpa fram þeirri
spurningu, hve mikilli breytingu á meðalhæð