Saga - 1957, Side 90
304
íslendinga geta ytri áhrif valdið? í þessu sam-
bandi vil ég fyrst leitast við að svara annarri
spurningu, þ. e., hver er sú minnsta meðalhæð
þjóðarinnar, sem samrýmist viðhaldi hennar?
Af sögulegum heimildum er sýnilegt, að á síð-
asta hluta 18. aldar er svo mjög sorfið að þjóð-
inni vegna skorts, að litlu hefur þar mátt við
bæta til þess, að hún liði undir lok. Það er því
líklegt, að mikið niður fyrir 167 sm megi meðal-
hæð karlþjóðarinnar ekki fara, eigi viðnáms-
þróttur hennar að endast áframhaldandi lífi.
Nokkrar upplýsingar um þetta atriði gefur okk-
ur byggð fslendinga í Grænlandi.
f töflu VI hef ég reiknað út meðalhæð íslend-
inga á Grænlandi samkvæmt aðferð Trotters og
Glesers. Þó að flokkarnir séu fámennir, nema
sá frá Vestribyggð, sýna þeir allir það sama,
nefnilega, að líkamshæð hinna fornu Grænlend-
inga var mun minni en samtíma íslendinga.
Ennfremur sést tilhneiging til lækkandi likams-
hæðar eftir því, sem líður á aldirnar, og um
1400 er meðalhæð karla ekki nema 164 sm. Upp
úr því er talið, að íslendingar deyi út í Græn-
landi, en öruggar heimildir eru ekki fyrir því,
hvenær né með hverjum hætti það skeði, en
telja má líklegt, að það hafi eigi orðið síðar en
á 16. öld og vegna erfiðleika á fæðuöflun. Hvort
leifar af blóði þeirra hafi runnið inn í Eskimóa-
stofninn, verður ekki sagt um með vissu, en
engar jákvæðar heimildir eru fyrir því, sérstak-
lega ekki af beinafundum, sem þó eru líkleg-
astir til þess að geta gefið jákvætt svar við
þessu. En þetta skiptir ekki öllu máli í þessu
sambandi. Aðalatriðið er, að íslenzki stofninn
dó út sem slíkur í Grænlandi vegna þess, að hann