Saga - 1957, Síða 96
310
tiltekin örnefni, og um Minþakseyri gegndi auk
þess sérstöku máli, þar sem fyrri hluti orðsins
var af írskum uppruna og þurfti skýringar við.
Enn fremur má minna á þá skaftfellsku arf-
sögn, sem getið er um í Landnámu, að enginn
hafi þorað að búa fyrir austan Grímsá fyrir
landvættum, síðan Hjörleifur var drepinn, fyrr
en Ölvir Eysteinsson nam þar land. Ekki er
ósennilegt, að frásögnin af vesturvíking Hjör-
leifs hafi varðveitzt á sömu slóðum, þótt um það
verði ekki fullyrt.
II.
I Landnámu segir, að þeir Ingólfur og Hjör-
leifur færi tvisvar til íslands, í fyrra sinni til
að kanna landið, og fám árum síðar til að setj-
ast þar að. Þetta kemur heim við það, sem Ari
fróði segir um Ingólf, en íslendingabók getur
Hjörleifs að engu. Þó er ekki ósennilegt, að Ari
hafi þekkt sagnir af Hjörleifi, og Minþakseyri
er eitt þeirra fáu örnefna, sem koma fyrir í ís-
lendingabók. Samkvæmt Landnámu fór Hjör-
leifur í vesturvíking á milli Islandsferðanna og
kom að vestan ári fyrr en síðari förin var far-
in, eða 873 eftir hinu umdeilda tímatali forn-
íslenzkra sagnaritara. Kaflinn um vesturför
Hjörleifs hljóðar á þessa leið í Landnámu:
„Leifur fór í vesturvíking. Hann herjaði
á írland og fann þar jarðhús mikið. Þar
gekk hann í, og var myrkt, þar til er lýsti
af vopni því, er maður hélt á. Leifur drap
þann mann og tók sverðið og mikið fé ann-
að. Síðan var hann kallaður Hjörleifur.
Hjörleifur herjaði víða um írland og fékk
þar mikið herfang. Þar tók hann þræla