Saga - 1957, Qupperneq 97
311
tíu, er svo hétu: Dufþakur, Geirröður,
Skjaldbjörn, Halldór og Drafdritur. Ei eru
fleiri nefndir. Eftir það fór Hjörleifur til
Noregs og fann þar Ingólf fóstbróður sinn.“
Öll þessi frásögn virðist vera trúleg, að því
undanskildu sem sagt er um sverðið. Það ber
merki um þjóðsagnaáhrif, hvort sem um er að
ræða írska eða norræna sögn af sjálflýsandi
sverði. Sennilega hefur sögnin sætt áhrifum frá
sögum um haugrof. Hún hefur komizt inn í arf-
sögnina til að skýra nafn Hjörleifs. Hér er rétt
að geta þess, að hann hefur eflaust heitið Hjör-
leifur frá upphafi, enda stuðlar það nafn við
föðurnafn hans (Hróðmarsson) samkvæmt
fornum nafnavenjum. Svipuð skýringartilraun
á nafni manns kemur fyrir í Eyrbyggju, sem
segir, að Þórólfur Mostrarskegg hafi uppruna-
lega heitið Hrólfur, en síðar verið kallaður Þór-
ólfur, vegna þess að hann dýrkaði Þór.
Hér er vert að vekja athygli á tveim atriðum,
sem hægt er að bera saman við ummæli írskra
annála: þrælatökunni og jarðhúsinu.Um manna-
rán norrænna víkinga á írlandi og víðar á Bret-
landseyjum eru óvéfengjanlegar heimildir, enda
hefur slæðingur af írskum þrælum verið fluttur
til Islands. Nægir í því sambandi að minna á
þræla Ketils gufu og Hjörleifs. I Úlaztírsannál-
um er þess getið, að ólafur (Amhlaimh) vík-
ingahöfðingi herjaði á Armagh árið 869 og lét
drepa eða taka höndum eitt þúsund manns.
),Annálabrotunum þrem“ og Chronicum Scotor-
um ber einnig saman um þetta. Þessir írar hafa
síðan verið seldir mansali. Sé hið forníslenzka
tímatal rétt um upphaf landnáms, þá væri freist-
andi að setja þessa þrælatöku í samband við