Saga - 1957, Qupperneq 101
315
„Ingólfur tók þar land, sem nú heitir
Ingólfshöfði, en Hjörleif rak vestur fyrir
landið. Fékk hann vatnfátt. Þá tóku þræl-
arnir írsku það ráð að knoða saman mjöl
og smjör og kölluðu það óþorstlátt. Þeir
nefndu það minnþak. En er það var tilbú-
ið, kom regn mikið, og tóku þeir þá vatn
af tjöldum. En er minnþakið tók að mygla,
köstuðu þeir því fyrir borð, og rak það á
land, þar sem nú heitir Minnþakseyri."
Á það hefur fyrir löngu verið bent, að minn-
þak er íslenzk mynd írska orðsins menadach,
sem hefur sömu merkingu og fram kemur í ís-
lenzku frásögninni. Af fornírskum heimildum
verður ráðið, að minnþakið var deig eða graut-
ur, sem gerður var úr mjöli og vatni og stund-
um úr mjöli og smjöri. Sérstakar ástæður hafa
valdið því, að írsku þrælunum var þessi matur
svo minnisstæður. Þessi matur var algengur í
matarræði skriftabarna, þegar fastað var. Um
matarræði í föstum voru strangar reglur í ír-
landi eins og annars staðar, og minnþaksins er
sérstaklega getið í fyrirmælum um föstur iðr-
andi syndara. Þeir, sem þurrföstuðu, hlutu að
verða þess minnugir ævilangt, hverjar matar-
tegundir reyndust þeim óþorstlátastar, og þess
hafa þrælarnir minnzt, þegar vatnslaust var
°rðið á skipi Hjörleifs. Þessi hversdagslegi við-
burður, sem Landnáma segir frá, geymdist í
manna minnum um það bil þrjár aldir, og ber
Það vitni um trausta arfsögn, að lýsing Land-
námu á minnþakinu kemur svo vel heim við
það, sem vitað verður um menadach í írskum
ritum.
Hermann Pálsson.