Saga - 1957, Page 102
Tvær ritgerðir
eftir Jón Jakobsson sýslumann á Espihóli
(d. 1808).
[Ritgerðir þessar eru í JS. 162, 4to, bls. 223—227,
með eiginhendi Jóns sýslumanns Jakobssonar, og hefur
hvorug verið prentuð áður. I sama handriti er einnig
skrá yfir rit Jóns sýslumanns, og sést af henni, að hann
hefur snúið síðari ritgerðinni á dönsku. Fyrirspyrjand-
inn er ókunnur, ávarpaður Milord (herra). Jón Espólín,
sonur Jóns sýslumanns Jakobssonar, hefur gert við hana
langa athugasemd, sem er aftar í handritinu.]
Nóta um kýr etc.
Meðalkýr á Höfða-beneficio og þar nærri,
segir herra prófastur síra Sigfús1) mér, komist
í 8 merkur mjólkur í mál, stendur geld í 8 vikur
árlangt. Misjafnt halda þessar kýr nytjarhæð.
Einn fjórðungur töðu er gefinn í mál. Smjör úr
20 mörkum mjólkur er ein mörk. Kúnni er
brynnt kvöld og morgna, þá vatn fæst. Hún
drekkur 80 a 40 merkur. Kýr þessi er miðaldra
og aldrei úthey gefið, þá hún er snemmbær, og
mylk, en undir burð einsömul taða gefin og held-
ur ornuð. Tarfkálfar á annan vetur brúkaðir
til kúa þar. Þar teljast 40 vikur burðartíð kýr-
innar, og hafa fáar yfir. 1 harðindum á Látra-
strönd éta kýr þang flestar og dropa, en missa
hold og hams. Þær éta og grásleppukamba og
x) Jónsson, prestur í Höfða 1760 — 1803.