Saga - 1957, Qupperneq 104
318
tura1) hafa verið öðruvísi þá en nú. Ef menn
hafa eigi getað þrifizt á nógri mjólk þá sem nú,
qvæ duo absurda nullam veritatis speciem ha-
bent.2) ó nei, Ó nei, eg bið þetta hvort tveggja
fylgist að, skilji ekki heldur en effectus cum
sua causa,3) nefnilega harðindi og mjólkurleysi,
nam posito hoc, ponitur illud, et contra.4) Það
er líka auðskilið, að þegar fénaður fellur af
fóðurleysi, muni ekki mjólk geta verið yfir-
fljótanleg. En sú Triga annalium,5) sem eg hefi,
fræðir mig ógjörla um þær orsakir, sem ollu
harðindunum mest 1601. Lurkur var þá vetur
kallaður og mestu harðindi um allt ísland, og
mundu engir þvílík, frá jólum til Jónsmessu,
þá ei var sauðgróður hér norður. Is lá fram á
sumar. Grasleysi mikið og fiskleysi fyrir norð-
an. Anno 1602 byrjaði góður vetur, en síðan
mannfall mikið af sótt og hallæri. Anno 1603
mannfall af sulti og blóðsótt, hvar af fólk dó
tugum saman í hverri sókn (hér kunni varla
mjólk nóg vera um þessar tíðir). Anno 1604
gengur enn blóðsóttin, fiskleysi og ísar fyrir
norðan. Átta hundruð manna féllu í Hegraness-
þingi tvö fyrri árin, en 9000 manns meinast á
þremur árum þá dáið hafa í landinu. Anno 1605
var harður vetur. ís mikill hjá oss og allt suður
fyrir Grindavík.0) 1615, 25, 30, 33, 39, 40 gengu
harðindin líka og peningafellir ásamt.
:) og því hlýtur mjólkur eða manna náttúra
2) hefur tvennt, sem er ósamrýmanlegt, ekkert útlit
þess að vera satt.
3) heldur en afleiðing verður viðskila við orsök sína.
4) þvi sé eitt staðhæft, er hitt óumflýjanlegt, og öfugt.
5) annálaþrenning, 3 annálar.
c) Athugasemd utan máls: Björn á Skarðsá, annálar.